1812 - Sjálfstæðisbarátta og eiturlyf

Eini bloggarinn sem ég fylgist næstum alltaf með er Jónas Kristjánsson. Margir fleiri held ég að geri það. Sem ritstjóri Dagblaðsins (eða Vísis) fékk hann fyrirtækið Videóson í fangið á sínum tíma og þess vegna kynntist ég honum svolítið. Nú er hann að hasast upp á fréttum eða fréttaleysi öllu heldur og einbeitir sér talsvert að mat og megrun. Hann er eins og ég að því leyti að hann á erfitt með að minnka bloggskrifin, þó fréttunum fækki. Eða voru þær einhverntíma einhverjar?

Þegar ég fluttist til Reykjavíkur árið 1986 og réði mig í vinnu hjá Jóni Óttari og félögum fann ég vel að nýjir tímar voru í nánd. Þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar (eina stjórnmálamannsins sem ég hef borið einhverja virðingu fyrir) sprakk síðan í beinni útsendingu (ætli það hafi ekki verið árið 1987 eða seinna) vissi ég það fyrir víst. Grunaði þó ekki frekar en aðra að undirbúningur að Hruninu mikla mundi hefjast þá strax. Nú er vel hægt að sjá í baksýnisspeglinum að það er einmitt það sem gerðist.

Áður fyrr voru uppáhaldsblogg svo mikil uppáhaldsblogg að maður gat helst ekki misst af kommentunum, enda ekki búið að finna fésbókina upp þá.

Margrét Tryggvadóttir þingmaður, skrifar í Fréttablaðið ágæta grein sem hún nefnir „Vonlausa stríðið“ http://blog.pressan.is/margrett/2012/11/23/vonlausa-stridid/#.ULAh8rXqSPo.facebook og lýsir því stríði eins og það horfir við almenningi. Þetta er stríðið gegn eiturlyfjunum og flest í greininni er hárrétt hjá Margréti. Helst er á henni að skilja að vandinn liggi hjá stjórnvöldum þjóðanna og mismunandi hörðum refsingum. Ég held að vandinn liggi kannski fremur í gallaðri og tilviljanakennri flokkun varanna. Sum eru leyfileg og standa utan við neðanjarðarhagkerfið. Ef löggjöf í þessum efnum væri eins hjá öllum væri mun einfaldara að ráða við þetta.

Þegar horft er á Baska, Skota, og fleiri þjóðarbrot í Evrópu er ljóst að sjálfstæðisbarátta þeirra styrkir Evrópusambandið því lítil þjóðarbrot þurfa meira á því að halda en önnur.

Af hverju er ég svona gáfaður en allir aðrir svona vitlausir. Eða var það öfugt. Kannski er bara enginn (Þið munið eftir þessum, sem var í markinu hjá Tyrkjum.) svona gáfaður eða allir. Af hverju skyldu allir vera að burðast með gáfurnar í fésbókarþverpokum. Það er nefnilega miklu meira pláss fyrir þær hérna á blogginu.

Sjónvarpið býr til stjórnmálamenn. Um það þarf ekkert að fjölyrða. Staðreyndirnar blasa við. Ef mönnum tekst að komast nógu oft í sjónvarpið (fyrir velvilja þeirra sem þar starfa) er leiðin nokkuð greið á framboðslista sumra flokka a.m.k. Þetta er undarlegt vegna þess að talsmenn sjónvarpsstöðva þykjast alltaf vera hafðir fyrir rangri sök og ekki ráða neinu. Hvenær ætlar Egill Helgason eiginlega í framboð? Hefur hann ekki fengið nógu góð tilboð eða hvað?

IMG 1986Voffi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Missi aldrei af Jónasi og er yfirleitt alltaf sammála honum. Finnst hann einn af fáum sem geta séð út frir sína eigin hagsmuni. Kannski gerist það þegar fólk eldist að það getur hugsað um hagsmuni þeirra sem enginn er að hugsa um. Yngra fólkið sem eru yfirleitt allir sem ráða hér á landi eða vilja ráða, er í baráttunni fyrir leiðréttingum á þeim skaða sem þeir sjálfir urðu fyrir. Við erum heppin að Sigurður og spænska frúin hans urðu fyrir svona miklum skakkaföllum við hrunið en hún er hámenntuð í lögfræði og Evrópurétti, Þau fara í erfið og flókin málaferli, ekki er sjáanlegt hverjir hefðu getað þetta nema þau. Og svo Marinó talnasnillingur, hann lenti líka í erfiðum forsendubresti og er í baráttunni þess vegna og það gagnast svo aftur þeim fjölda sem ekki getur farið í svona flókin mál.

Ólafía Haldórsdóttir 26.11.2012 kl. 15:39

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Alveg rétt, Ólafía. Jónas hefur mikla reynslu og hefur verið nálægt kjötkötlunum lengi. Fjölmiðlar rugla bara fólk í málefnum tengdum Hruninu, en Sigurður og Marínó hafa þó líklega alveg rétt fyrir sér. Gallinn er bara sá að kollsteypurnar eru svo algengar hér á Íslandi.

Sæmundur Bjarnason, 26.11.2012 kl. 17:04

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú þarft að taka sjálfhverfuprófið hjá Hrannari Don de Breiðholt. Þá veistu afhverju þér þykir þú vera gáfaður en allir aðrir heimskir  Varðandi fjölmiðlana og pólitíkusana þá held ég ekki að fjölmiðlar búi til stjórnmálamenn. Hins vegar er það svipuð manngerð sem sækist eftir að  vinna í fjölmiðlum og sem vill stjórna okkur hinum. Allar tilraunir til að tefla fram manneskju í pólitík, sem hefur ekki þetta ákveðna gen, mistakast.  Sjáðu bara tilraunina með Þóru Arnórsdóttur!  Ef Þóra hefði haft það sem þurfti, þá hefði hún rústað forsetakosningunum með glæsibrag.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.11.2012 kl. 17:54

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hef ekki lesið bloggið hans Hrannars alveg nýlega. Athuga það.

Kannski er þetta rétt hjá þér með fjölmiðlana. Sjónvarpið kynnir þó fólk og auðveldar því mjög árangur. Þ.e.a.s. sé það á skjánum. Það er samt bara lítill hluti þeirra sem vinna á sjónvarpsstöð sem er það.

Tilraunin með Þóru er ekki vel valið dæmi hjá þér. Forsetaembættið á að vera ópólitískt.

Sæmundur Bjarnason, 26.11.2012 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband