22.11.2012 | 22:30
1811 - Að blogga sér til hugarhægðar
Súlurnar sem Moggabloggsguðirnir sýna og eiga að tákna aðsóknina að blogginu mínu eru æði misjafnlega langar. Mér er sama um það. Reikna bara með að þeir sem leggja í vana sinn að koma hingað, komi ekkert endilega daglega, og það hvenær þeir koma, fari lítið eftir því hvað ég skrifa. Sjálfur blogga ég bara þegar sá gállinn er á mér og hversvegna skyldi ég ekki geta unnt lesendum mínum þess sama. Greinilega mætti samt auka aðsóknina með því að blogga sem oftast og kommenta sem mest á daglegar fréttir.
Bróðir minn sem býr á Bolungarvík sendi mér línu um Lettann í Álfafelli sem ég skrifaði um fyrir nokkrum dögum. Hann fæddist þann 19. júní 1912 í Degahlen á Kúrlandi/Lettlandi og bar í byrjun nafnið Ulf van Seefeld. Kom til Íslands 1955 og vann þar víða. Síðast lengi við Gamla Kirkjugarðinn í Reykjavík. Á Íslandi nefndi hann sig Úlf Friðriksson og lést á Hrafnistu þann 19. september 2009. Nánari upplýsingar um hann má fá með því að lesa minningargreinar frá þeim tíma. www.mbl.is/greinasafn/grein/1302281/
Blogg um blogg er mitt forté. Enskusletta er þetta og líklega komin úr frönsku. Nenni ekki að gá að því. Þegar upplýsingar um allt mögulegt eru bara eitt gúgl í burtu hættir maður að gá að slíku. Það er einfaldlega leiðinlegt að þykjast vita allt mögulegt. Ég hef lengi vanist því að hugsa í orðum, og hugsa hægt. Það virðist henta blogginu ágætlega og úr verða hið þægilegasta og átakalausasta rabb. Segja má að það sé um daginn og veginn eða allt og ekkert.
Þó meinlítið sé er samt ekki laust við að skoðanir felist í þessari bloggaðferð. Það er t.d. skoðun að minnast ekki á hlutina. Hið tæknilega rugl um fjármál sem virðist tröllríða allri stjórnmálalegri umræðu dagsins og allir þykjast vera sérfræðingar í, hentar mér t.d. allsekki. Í hinni fjármálalegu umræðu virðist það skipta mestu máli að vera nógu illskiljanlegur og nota nógu kröftug orð. Það er ekki mitt forté og þessvegna get ég ekki tekið fullan þátt í pólitískri umræðu og rekst illa í flokki.
Hjörleifur Guttormsson er óánægður með að enginn VG-liði í prófkjörinu í Reykjavík skuli nefna andstöðu við ESB í kynningu sinni. Þetta er að sumu leyti eðlilegt. Áreiðanlegt er að hluti sigurs VG í síðustu kosningum var vegna þess að þeir voru taldir vera á móti ESB. Þeir sem trúðu því og vildu endilega styrkja fjórflokkinn höfðu varla annan kost.
Svanur Gísli Þorkelsson ritar alllangan pistil um svonefnda Þorláksbúð í Skálholti. Grein Svans er öfglaus og saga hússins er þar rakin nokkuð ítarlega. http://svanurg.blog.is/blog/svanurg/entry/1269507/#comments Ekki er hægt annað en fallast á röksemdir Svans um að húsið þurfi að rífa eða færa. Ekki hef ég í hyggju að endursegja greinina en þeir sem áhuga hafa á þessu máli ættu endilega að lesa hana.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Fyrir vestan er hlegið að þeim sem segja "á Bolungarvík" Sæmundur. Og víst var skýrslan hans Svans Gísla góð en persónulega finnst mér ekki að bloggið beri slíka langhunda. Blogg þurfa að vera passlega löng til að menn nenni að lesa þau og svarhalarnir mega heldur ekki vera of langir. Þetta er alla vega mín skoðun
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.11.2012 kl. 23:00
Ég lít hér við á nokkurra daga fresti. Það fer ekkert eftir því hvað um hvað þú ert að blogga hverju sinni. Ég renni bara yfir það sem er ólesið frá síðustu heimsókn.
Jens Guð, 23.11.2012 kl. 00:09
Takk fyrir það Sæmi að minna á "langhundinn". Ég get alveg verið samála Jóhannesi um að betur fari á að blogg séu frekar stutt enda búið að ala það upp í lesendum blogga að þar sé varpað fram einhverju og látið alveg vera að rökstyðja það á einhvern hátt. Stundum þarf bara að segja meira og þá læt ég mig hafa það.
Bloggið þitt hefur alveg sérstöðu Sæmi, þar sem þú hefur alveg frá upphafi sérhæft þig í að fjalla um blogg og bloggara, ekki hvað síst þitt eigið blogg.
Það finnst mér skemmtilegast.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.11.2012 kl. 06:17
Ég er bara að bloggast vegna þess að ég hef gamað að því, hef engann áhuga á vinsældum. Kikka oft á þig Sæmi þó ég setji ekki mikið af athugasemdum.
DoctorE 23.11.2012 kl. 09:13
Takk allir. Ég ímynda mér að ég bloggi yfirleitt stutt. A.m.k. finnst mér ég sjaldan dvelja lengi við sama hlutinn. Samt er það svo að ef maður hefur áhuga á efninu þá saka "langhundar" eins og Svanur Gísli skrifaði alls ekki, finnst mér.
Jens, ég dáist að bloggunum hjá þér og iðninni við að svara hverjum og einum. Þú athugasemdast allt of sjaldan hjá mér. Jóhannes og DoctorE gera það oftar. Svanur Gísli, ég hélt eiginlega að þú værir hættur að blogga. Bloggin þín eru oft fræðandi mjög. Það var Eiður Guðna sem vísaði mér á grein þína um Þorláksbúð.
Þetta með forsetninguna á undan Bolunga(r)vík var óvart. Yfirleitt passa ég mig á vel á því. Það er samt oft flaskað á þessu atriði og reglan virðist engin.
Sæmundur Bjarnason, 23.11.2012 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.