20.11.2012 | 05:06
1809 - Palestína
Fór á mótmælafundinn á Laufásveginum. Auðvitað er útlátalítið að vera á móti stríðsátökum. Hverjir eru það ekki? Fannst lélegt hjá innanríkisráðherra, sem lét svo lítið að ávarpa fundinn, að enda ræðu sína á ensku. Sífellt minnkar álit mitt á Ömma. Einu sinni þóttist hann ekki einu sinni vera Vinstri grænn. Í auglýsingaskyni hefði nægt að mæta á fundinn eins og Steingrímur J. Sigfússon gerði. Nokkur fjöldi óbreyttra þingmanna gerði það einnig. Lögreglumenn voru þar og í úrvali. Fundarsókn var líklega betri en fundarboðendur gerðu ráð fyrir.
Meira hef ég eiginlega ekki um fundinn að segja. Hann var ekki sérlega merkilegur. Kannski fylgir honum samt eitthvað. Við Íslendingar eigum enn eftir að þvo af okkur skömmina fyrir þátt okkar í stofnun Ísraelsríkis. Það var kalt þarna. Á laugardagsfundunum á Austurvelli um árið var líka kalt. Einhvern vegin hafði það samt minni áhrif. Tunglið við enda götunnar mældi tímann sem fór í þetta. Hann var fulllangur E.t.v. er hægt að gera jöfnu þar sem hitastigið er látið ráða heppilegri lengd funda. Mesta athygli mína vakti girðingin í kringum sendiráðið hana hafði ég ekki séð áður. Öll ljós í sendiráðinu voru vandlega slökkt. Hvernig er hægt að slökkva ljós vandlega?
Tók einu sinni þátt í mótmælum við sendiráð Rússa í Garðastræði. Það var fjörugra en þetta. Enda í ágúst ef ég man rétt. Nenni ekki að tékka.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sammála þér að Ögmundur er froðusnakkur. Ef Össuri, Steingrími og Ögmundi er einhver alvara í gasprinu þá kalla þeir sendiherrann til sín og koma þannig formlega mótmælum á framfæri. Svona fundir og mótmæli eru bara til heimabrúks. Og fyrst og fremst til þess ætlaðir, að friða samvisku ofalinna neyslusinna sem vita ekki hvað eymd er.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.11.2012 kl. 13:32
Gestaþraut? Er þetta ekki silfursjóður að austan?
Hvaða þátt átti Ísland annars í stofnun Ísraelsríkis? Veistu eitthvað meira en ég?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.11.2012 kl. 16:03
Villi minn, af hverju ertu að lesa bloggið mitt, en vilt samt ekki vera bloggvinur minn, hvorki undir Fornleifs nafninu eða þínu rétta?
Fulltrúi Íslands átti sæti í nefnd þeirri á vegum Sameinuðu Þjóðanna sem tryggði samþykki þeirra við stofnun Ísraelsríkis. Thorsarinn sem þar var hreykti sér a.m.k. af því að hafa ráðið úrslitum þar. Ben-Gurion sjálfur kom líka hingað í heimsókn og ég man vel eftir honum.
Sæmundur Bjarnason, 21.11.2012 kl. 10:18
Sammála þér Jóhannes um það, að fundur eins og á mánudaginn á Laufásveginum var aðallega til heimabrúks, en gæti sem slíkur haft áhrif á framhald aðgerða.
Kannski hefur Ísraelska stjórnin strax séð hvert stefndi og þessvegna hætt við frekari aðgerðir. Augljóslega hefur hún tapað áróðursstríðinu og stuðningur USA er henni mikilvægari en allt annað.
Sæmundur Bjarnason, 21.11.2012 kl. 10:28
Athugasemdaritillinn tekur ekki mark á auka-línubilum eftir að ég fór að nota Chrome-vafrann.
En mér er sama. Þetta er bara til útskýringar.
Sæmundur Bjarnason, 21.11.2012 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.