14.10.2012 | 17:52
1786 - 50 þúsund kall, nei takk
Samkvæmt fréttum er ekki mikil breyting fyrirsjáanleg hjá fjórflokknum í framboðsmálum svona yfirleitt. Það er mikil áhætta samfara því. Litlu flokkarnir gætu grætt verulega á þessu. Stóru flokkarnir telja sig eiga svo og svo mörg atkvæði hér og þar en ekki er víst að þau skili sér í hús allsstaðar. Spakmælið segir að það sé of seint að iðrast eftir dauðann og þeir fjórflokksmenn gætu vaknað upp við vondan draum eftir að prófkjörum lýkur. Fésbókin gæti fengið fimmtíu og eitt þingsæti.
Það var fyrir fisk að þessi garður var ull. Þetta er gáta og ráðingin er sú að í staðinn fyrir fisk kemur langa og fyrir ullina lagður.
Þráinn Bertelsson gefur bókum svona 5 síðna séns og kvikmyndum sennilega 5 mínútur. Ég gef aftur á móti kvikmyndum engan séns eða a.m.k. langt innan við eina mínútu. Með bækur er þessu öðruvísi farið. Íslenskar bækur fá 10 blaðsíðna séns eða jafnvel meira. Bækur á ensku fá aftur á móti í mesta lagi formálaséns. Enginn hörgull er á bókum samt, en lestrartími fer minnkandi og leshraðinn eykst ekkert. Mest gaman þykir mér að glugga í bækur hér og hvar. Bækur henta að sjálfsögðu misvel fyrir slíkt. Skáldsögur illa. Asnalegastur er samt einn vani sem hefur ágerst hjá mér að undanförnu, en það er að lesa u.þ.b. helming af bók og hætta svo.
Rakst á eftirfarandi einhversstaðar á netinu. Líklega á Mbl.is.
Flokksvalið sem verður rafrænt fer fram 16. 17. nóvember nk. og rennur framboðsfrestur út laugardaginn 27. október nk. kl. 19.00. Þátttökugjald í flokksvalinu er 50.000 kr., en fyrir námsmenn 20.000 kr. eins og kveðið er á um í skuldbindandi reglum um aðferðir við val á framboðslista, segir í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni.
Verð nú að segja eins og er að ekki er furða þó mannvalið sé lítið á alþingi ef greiða þarf fyrir það eitt að fá að koma til greina í prófkjöri. Andskotinn hafi það.
Er það kannski svo að eftir að ég er dauður verði bloggskrifin hjá mér það helsta og auðfundnasta sem ég hef skilið eftir mig.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Segir í hávamálum. Sennilega er það alveg rétt. Eftir dauðann heldur maður sennilega helst áfram sem einhverskonar minning. Fyrst hjá frændum en svo hjá öðrum, en er nokkuð unnið við það? Væri ekki alveg eins gott að vera bara í himnaríki og hundleiðast þar. Annars geta draumar verið bráðskemmtilegir og kannski er dauðinn það líka. Enginn nennir a.m.k. að koma aftur.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ekki veit ég hvernig 4flokkur fær einhver atkvæði yfirhöfðu. Maður hefði talið að það væri bara þröngur hópur ruglukolla sem kýs þennan fáránleika og spillingarbæli heimskunnar sem 4flokkur er
DoctorE 15.10.2012 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.