1780 - Davíð Oddsson

Margir sjálfstæðismenn virðast halda að Davíð Oddsson sé einhver lausnari flokksins. Það er hann ekki frekar en Jón Baldvin Hannibalsson er það fyrir Samfylkinguna. Í mínum augum eru þeir báðir útbrunnir pólitíkusar sem komnir eru langt framyfir síðasta söludag.

Atli Thor Fanndal sagði nýlega á fésbók Láru Hönnu Einarsdóttur:

„Fréttabörnin er skyndibitafrasi fyrir skyndibitaþjóð. Það vill svo til að fréttabörnin vinna öll við ómanneskjulegar aðstæður í landi þar sem fólk er ekki tilbúið að greiða fyrir fréttir og upplýsingar. Vandi fjölmiðla á Íslandi er ríkur en hann er meiri og dýpri en að starfsmenn á plani beri þar sök. Þessi umræða um slappleika íslenskra fjölmiðla er á villigötum ef hún á endalaust að vera á þeim nótum að blaðamenn séu latir, heimskir og hlutdrægir. Blaðamannabörnin eru einkenni vandans en ekki vandinn sjálfur. Góðar fréttir kosta og þær kosta mikið. Þjóð sem kaupir ekki áskriftir, tekur ekki þátt og nennir ekki að setja sig inn í mál fær ekki annað en blaðamannabörn á auglýsingamiðlum með ásýnd fjölmiðils. Vandinn hér á landi er mikill og kerfislægur. Hann hefur minnst með lægst launuðu starfsmenn fjölmiðla að gera.“

Vissulega er þessi tilvitnun í lengra lagi. Ég ætti þó að ráða því og ef fréttabarninu Atla Thor finnst að sér vegið með þessu hlýtur hann að gera athugasemd. Atla finnst niðurlæging prentmiðlanna liggja í því að þjóðin kaupi ekki nógu margar áskriftir. Áskriftir eru úrelt þing og hafa verið það lengi. Vel er hægt að fá í hendurnar góðan texta og fylgjast með fréttum án þess að það þurfi að kosta heil ósköp. Lestur þjóðarinnar og stjórnmálaáhugi hefur aukist mikið að undanförnu meðal annars með tilkomu Internetsins og ef borga ætti fyrir allan þann texta sem þörf er á til að hafa úrvalið sæmilegt færi óþarflega stór hluti kökunnar í það hjá blankri þjóð.

Eftir því sem RUV.is segir ætlar einhver Pavel (seinna nafið er Bart- eitthvað en ég nenni ekki að gá að því) sem kosinn var á Stjórnlagaþing og síðan skipaður í stjórnlagaráð og stóð með ýmsum fleirum að því að samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið að greiða atkvæði gegn innihaldi þess núna. Kannski er það af því að honum hefur verið sagt að gera það, en kannski hefur hann bara skipt um skoðun. Mér finnst þetta samt svolítið merkilegt. Af hverju situr hann ekki bara heima og er í fýlu út í sjálfan sig? Af hverju þarf að auglýsa þetta? Kannski sér hann eftir því að hafa smþykkt frumvarpsdrögin upphaflega.

IMG 1684

Blóm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessiir sem þú nefnir sem og BB og fleiri eru svo úldnir að þeir eru löngu rotnaðir; Þeir eru svona eins og Midas nema það að allt sem þeir snerta/skrifa rotnar med det sammt

DoctorE 8.10.2012 kl. 12:02

2 identicon

Ekki líkja þeim saman fyllibittunni og flagaranum Jóni Baldvin og heiðursmanninum Davíð Oddsyni.

En hafa þessir sem nú sitja að ráðum Jóhanna sjötug og  Steingrímur svo gamall sem á hærum má sjá. Nú eða allir þessu fersku, ekki úldnir eins barnalæknirinn segir hér á undan. Hvernig standa þeir sig. Morfís kynslóð sem ekkert kann, eða getur. Bara rífur kjaft hvað við annað. Aldrei hefur mótaðili rétt fyrir sér. 

Síðdegismóri 9.10.2012 kl. 04:37

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Aldrei hefur mótaðili rétt fyrir sér!!. Athyglisvert spakmæli, sem kannski þyrfti að laga aðeins til. En það er rétt hjá þér. Svigurmæli leysa engan vanda.

Neita því ekki að Davíð hefur gott pólitískt nef. Finnst Jón Baldvin samt um margt betur gefinn en hann. Vissulega mjög gallaður samt.

Barnalæknir segirðu að DoctorE sé. Kannski er það rétt, en af hverju viltu ekki segja nafnið upphátt? Hvað ertu sjálfur?

Sæmundur Bjarnason, 9.10.2012 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband