Sextánda blogg

Ég er eiginlega hissa á því að enn skuli vera gefin út blöð á Íslandi eins og mikið er skrifað hér á Moggablogginu. Reyndar er ekki annað að sjá en blöðum og tímaritum fari fjölgandi um þessar mundir. Ég get ekki ímyndað mér að blaðalesendum fjölgi í svipuðu hlutfalli. Eru blaðamenn kannski bara orðnir yfirbloggarar. Margir virðast helst ekki geta bloggað um neitt nema blaðamenn (við Moggann vel að merkja) hafi skrifað eitthvað um það fyrst. Það er ekki annað að sjá en að allir sem skrifað geta séu farnir að blogga. Skyldi ekki lesendum hjá þeim sem ekki eru á Moggablogginu fara fækkandi? Ætli Stebbi Páls sé svona öskureiður útí Mogggabloggið vegna þess að lesendum hans sé að fækka? Spyr sá sem ekki veit. Mér finnst að allir sem það mögulega geta ættu að blogga og það sem mest. Seint verður of mikið bloggað. Lesendum hjá vinsælustu bloggurum gærdagsins hlýtur að fara fækkandi, en gerir það nokkuð til?

Ég  er mikið til hættur að lesa önnur blogg en Moggablogg. (sem er áreiðanlega það sem stjórnendur bloggsins vilja umfram allt.) Harpa Hreins er þó undanþegin þessum örlögum sem og Stefán Pálsson. Ég man samt eftir að fleiri blogg las ég áður en Moggabloggssprengingin mikla varð. Tölvuviðrinið sem  ég notast við hérna í vinnunni leyfir ekki búkkmörk svo ég er svolítið bæklaður í þessu, en ég var því vanastur að nota búkkmörkin ótæpilega. Athuga þetta. Ég veit að það eru til þjónustur sem bjóða upp á búkkmörk á Netinu.

Meðan ég skrifa þetta er ég að fylgjast með söngvakeppninni í sjónvarpinu með öðru auganu og öðru eyranu. Heldur finnst mér þetta nú lítilfjörlegt og ég get ekki ímyndað mér hvaða lag verður efst að lokum. Mér fannst nú Silvía Nótt hleypa svolítlu fjöri í þetta í fyrra en samt nennti ég ekki að fylgjast með þessu þá. Ég hef stundum fylgst með Söngvakeppni Evrópu í sjónvarpinu og ég verð að segja það að atkvæðagreiðslan er yfirleitt það langskemmtilegasta sem þar er að sjá og heyra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband