1767 - Er nokkuð laust sæti í slitastjórn?

Ég er að lenda sífellt oftar í því að komast ekki inn á fésbókina.

fésbók.jpgÞetta er meldingin sem ég fæ:

Ég er nefnilega með þeim ósköpum gerður að ég er sífellt að fara útúr fésbókinni og inn aftur. Hangi ekki þar allan liðlangan daginn eins og sumir virðast gera. Mér dettur ekki í hug að halda að verið sé að ráðast á mig persónulega með þessu. Mun líklegra er að þetta sé útaf einhverri fésbókarbilun. Kannski eru of margir í einu að reyna að tengjast bókardruslunni. Hún er víst orðin geysivinsæl.

Vildi að ég kæmist í eins og eina slitastjórn. Þá gæti ég rakað saman peningum. En slíkt er víst bara fyrir einhverja útvalda. Er líklega orðinn of gamall og hef þar að auki aldrei sótt mér neina menntun í háskóla. Þeir voru líka sárafáir á mínum sokkabandsárum. Fer annars ekki að vanta einhvers konar „yfir-háskóla?“

Larry Flynt er sagður hafa boðið Romney milljón dollara fyrir að láta sig hafa (með leyfi til birtingar) afrit af skattskýrslu sinni fyrir 2008 og 2009. Romney ýtti hinsvegar óvart á „self-destruct“ takkann í forsetakjörinu svo líklega er tilboðið ekki lengur í gildi. Obama greyið mundi sennilega vera langt til hægri við Sjálfstæðisflokkinn í íslenskum stjórnmálum. Skil ekki hversvegna Bjarni Ben. og Ragnheiður Elín fóru á flokksþing Republikanaflokksins.

Líklega er það mest vegna vana sem Íslendingar vilja halda áfram að vera Íslendingar. Auðvitað ræður enginn hvar hann fæðist en Íslendingar sem menntað hafa sig að miklu leyti erlendis, myndað þar tengslanet og geta gengið þar að margfaldlega betur launaðri vinnu o.s.frv. hafa að litlu að hverfa hér á landi. Lífskjör koma eflaust til með að halda áfram að vera mun lakari hér á landi en annarsstaðar á Norðurlöndunum bæði vegna smæðar landsins og erfiðs náttúrufars. Auk þess kemur það til með að hafa vaxandi áhrif í framtíðinni ef fólk heldur áfram að flýja land vegna lélegrar afkomu. Samt sem áður er Ísland best í heimi.

IMG 1600Tryllitæki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband