1752 - Gáfuð dýr

Hef yfirleitt ekki dregið frásagnir af gáfum dýra í efa.Auðvitað er stundum gert meira úr þeim en eðliegt er. Oft er það svo að auðvelt væri að athuga málin betur ef áhugi væri fyrir því, en hann virðist ekki mikill.

Einu sinni las ég frásögn veiðimanns sem komst í mikla veiði í tilteknu vatni. Fiskarnir í vatninu voru fremur smáir en auðvelt að veiða þá. Þá sem hann veiddi dró hann til sín yfir grynningar og tók þá eftir því að næstum allir fiskarnir fengu fylgd yfir grynningarnar og það var ekki fyrr en veiðimaðurinn hafði kippt sínum fiski á land að eltifiskurinn sneri frá. Eflaust með sorg í hjarta eftir því sem veiðimaðurinn sagði, því hann skildi vel að þarna var hann að eyðilegga mörg sambönd sem e.t.v byggðust á ást eða einhverju slíku. Samt hélt hann áfram að veiða og drepa. Aðeins örfáir þeirra fiska sem veiddir höfðu verið voru síðan notaðir, hinum var hent.

Þessi frásögn var í víðlesnu blaði og enginn (nema kannski ég) hneykslaðist á drápsæði veiðimannsins. Af hverju ganga menn fram með þessum hætti? Af hverju ekki að sýna öllum dýrum sömu virðingu? Veiðieðli mannsins segja sumir. Í mínum huga er þetta bara drápseðli og ekkert annað. Tilgangslausar veiðar er morð. Margir hafa mótmælt þvi og haldið því fram að allar fýsnir séu jafnréttháar. Drápsfýsn finnst mér ekki vera það.

Árið 2009 skrifaði ég blogg-grein sem ég kallaði „Sportveiðar eru morð og ekkert annað.“ Viðbrögð við þeirri grein voru talsverð í athugasemdum. Þarna hef ég greinilega verið að fiska eftir viðbrögðum. Við veiðar er drápið sjálft yfileitt ekkert aðalatriði. Það veit ég vel. Flest annað við veiðarnar er jákvætt mjög. Það fer síðan eftir siðum og venjum hvað veitt er. Dráp á dýrum geta komist upp í vana og auðvitað er ekkert við því að segja (a.m.k. í okkar samfélagi) að drepa dýr sér til matar. En aðferðir eins og að „veiða og sleppa“ og dráp á dýrum sem greinilega eru tilgangslaus með öllu eru fordæmanlegar að mínu áliti.

Hvers vegna eldumst við? Það er einn af leyndardómum tilverunnar að við mennirnir skulum eldast nákvæmlega eins og við gerum. Allt möglegt er rannsakað en þó ekki mikið sú hrönun sem venjulega verður hjá fólki þegar og ef það nær háum aldri. A.m.k. er ekki mikið sagt frá slíkum rannsóknum ef þær fara fram. Þetta er þeim mun undarlegra þegar haft er í huga að þessi sjúkdómur á fyrir okkur öllum að liggja. Já, ég kalla þetta sjúkdóm því ástæðan fyrir þessu hlýtur að vera einhver. Sum dýr hafa miklu hærri meðalaldur en við mennirnir. Mjög mörg reyndar líka miklu styttri. Mér virðast mörkin fyrir okkur mennina vera nú þau að ellihrumleikinn verði þeim gjarnan að aldurtila sem ná aldrinum 80 – 100 árum. Þessi ár gætu áreiðanlega verið fleiri t.d. 130 – 150.

Ekki löngu fyrir síðustu aldamót voru Hvalfjarðargöngin gerð. Man vel eftir því að við vígsluathöfnina var haldið svonefnt Hvalfjarðargangahlaup. Ég tók þátt í því ásamt mörgum öðrum. Hljóp þó ekki að neinu ráði en gekk í gegnum göngin frá suðri til norðurs. Allir fengu verðlaunapening fyrir og líklega kostaði þátttakan eitthvað. Á heimleiðinni frá göngunum gekk umferðin afar hægt og það var fyrst efst í Ellíðaárbrekkunni, þar sem tvær akreinar tóku við sem greiddist úr flækjunni. Gaf Viktoríu Rakelardóttur verðlaunapeninginn minn einhverntíma þegar hún kom í heimsókn í Auðbrekkuna með ömmu sinni. Minnir að henni hafi fundist hann mjög flottur.

IMG 1382Álverið á Grundartanga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mjög sjúkt að drepa dýr sér til skemmtunar.. algerlega sjúkt + heimska

DoctorE 31.8.2012 kl. 13:13

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Einhverstaðar sá ég talað um að hjá flestum dýrategundum væri miðað við að þrjár kynslóðir væru að meðaltali á lífi hverju sinni, þ.e. afkvæmin, foreldrar - og svo foreldrar foreldranna til að hafa vit fyrir yngra fólkinu. Hjá okkur mannfólkinu á vesturlöndum er kynslóðabilið nálægt í 30 árum enda algengt orðið að fólk nái 90 ára aldri. Þegar fólk lifði skemur þá var kynslóðabilið styttra. Hjá flestum dýrum eru tölurnar mun lægri. Í dýraríkinu geta að vísu fjölmargar kynslóðir verið uppi hverju sinni en þá vegur á móti að hjá dýrum fækkar einstaklingum mjög í hverjum aldurshópi eftir því sem ofar dregur þannig að meðaltalið endar líka í þremur kynslóðum.

Emil Hannes Valgeirsson, 1.9.2012 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband