19.8.2012 | 07:08
1741 - Bless Ólafur
Formleg skipti milli valds forsetans og handhafa forsetavalds sem deilt er svolítið um þessa dagana get ég ekki séð að sé neitt vandamál. Forsetinn og fylgismenn hans halda því fram að vald forsetans sé mikið, aðrir að það sé lítið, hefur mér skilist. Er eitthvað í veginum með að forsetinn ráði því bara einfaldlega sjálfur hvort hann felur handhöfunum vald sitt eða ekki. Utanferð eða ekki utanferð. Skiptir sáralitlu máli. Gæti eins farið í frí hér innanlands og gleymt farsímanum. Ef mönnum kemur ekki saman um þetta er vel hægt að leysa það á ódýrari hátt en gert er. Tómt prump hjá báðum.
Að Ólafur skuli nenna að standa í þessari vitleysu. Held að hann sé að verða sjötugur eins og ég. Gæti reyndar alveg hugsað mér að fara utan öðru hvoru, jafnvel fylgarlaust. Allavega Jóhönnulaust, ef því væri að skipta. Samt væri nú gott að hafa hana með. Færi létt með að panta far heim aftur. Með reynslu í faginu. En auðvitað er ekki það sama séra Ólafur og séra Jón. Það hélt ég að hvert mannsbarn sæi.
Ég er sammála Kasparov um að eftir öll þau læti sem búin eru að vera útaf meðlimum pussy riot hljómsveitarinnar rússnesku væri ákaflega heimskulegt að láta núna staðar numið. Fangelsisdómur fyrir afbrot af þessu tagi er einfaldlega fáránlegur. Handtaka er e.t.v. eðlileg, sekt kemur til greina en fangelsi í tvö ár er afskræming á réttarfari.
Um flest mál er hæg að halda langar tölur án þess að segja nokkuð. Það sem mestu máli skiptir er hverjar eru megináherslur mótaðilans og að miða sinn málflutning við það. Þ.e.a.s. ef ætlunin er að hafa áhrif á og hugsanlega breyta skoðunum hans.
Ómarkvissar upplýsingar og að benda sífellt á atriði sem styðja ýmist þetta eða hitt sjónarhorið er til þess fallið að drepa málinu á dreif eða í besta falli að undirstrika áhugaleysi viðkomandi á því. Sum mál eru svo flókin og margslungin að auðvelt er að finna einhver hliðaratriði og hengja sig í þau.
Marsbrandarar ríða nú húsum. Gallinn við flesta er sá að þeir eru ekkert fyndnir. Í mesta lagi er sá fyrsti sem maður sér það. Þeir sem á eftir koma eru ófyndnir með öllu. Hvernig á vesalings fólkið sem póstar þessa brandara á fésbókina að vita það? Áhugaverð spurning.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Voða situr Ólafur Ragnar illa í kokinu á þér. Kosningarnar eru búnar, lífið heldur áfram og Ólafur er forseti okkar og Mússa er konan hans. Þannig er veruleikinn, gamli maður.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2012 kl. 22:33
Villi! Takk fyrir að lesa bloggið mitt. Mér finnst einmitt að sumir aðrir en ég eigi erfitt með að sætta sig við úrslit forsetakosninganna. Vitanlega skilur þú þetta samt betur. Allt þetta vesen með handhafa forsetavalds finnst mér tómt prump eins og ég hélt að ég hefði skrifað.
Sæmundur Bjarnason, 20.8.2012 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.