1741 - Bless Ólafur

Formleg skipti milli valds forsetans og handhafa forsetavalds sem deilt er svolítið um þessa dagana get ég ekki séð að sé neitt vandamál. Forsetinn og fylgismenn hans halda því fram að vald forsetans sé mikið, aðrir að það sé lítið, hefur mér skilist. Er eitthvað í veginum með að forsetinn ráði því bara einfaldlega sjálfur hvort hann felur handhöfunum vald sitt eða ekki. Utanferð eða ekki utanferð. Skiptir sáralitlu máli. Gæti eins farið í frí hér innanlands og gleymt farsímanum. Ef mönnum kemur ekki saman um þetta er vel hægt að leysa það á ódýrari hátt en gert er. Tómt prump hjá báðum.

Að Ólafur skuli nenna að standa í þessari vitleysu. Held að hann sé að verða sjötugur eins og ég. Gæti reyndar alveg hugsað mér að fara utan öðru hvoru, jafnvel fylgarlaust. Allavega Jóhönnulaust, ef því væri að skipta. Samt væri nú gott að hafa hana með. Færi létt með að panta far heim aftur. Með reynslu í faginu. En auðvitað er ekki það sama séra Ólafur og séra Jón. Það hélt ég að hvert mannsbarn sæi.

Ég er sammála Kasparov um að eftir öll þau læti sem búin eru að vera útaf meðlimum „pussy riot“ hljómsveitarinnar rússnesku væri ákaflega heimskulegt að láta núna staðar numið. Fangelsisdómur fyrir „afbrot“ af þessu tagi er einfaldlega fáránlegur. Handtaka er e.t.v. eðlileg, sekt kemur til greina en fangelsi í tvö ár er afskræming á réttarfari.

Um flest mál er hæg að halda langar tölur án þess að segja nokkuð. Það sem mestu máli skiptir er  hverjar eru megináherslur mótaðilans og að miða sinn málflutning við það. Þ.e.a.s. ef ætlunin er að hafa áhrif á og hugsanlega breyta skoðunum hans.

Ómarkvissar upplýsingar og að benda sífellt á atriði sem styðja ýmist þetta eða hitt sjónarhorið er til þess fallið að drepa málinu á dreif eða í besta falli að undirstrika áhugaleysi viðkomandi á því. Sum mál eru svo flókin og margslungin að auðvelt er að finna einhver hliðaratriði og hengja sig í þau.

Marsbrandarar ríða nú húsum. Gallinn við flesta er sá að þeir eru ekkert fyndnir. Í mesta lagi er sá fyrsti sem maður sér það. Þeir sem á eftir koma eru ófyndnir með öllu. Hvernig á vesalings fólkið sem póstar þessa brandara á fésbókina að vita það? Áhugaverð spurning.

2012 08 03 13.41.57Tveir litlir sveppir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Voða situr Ólafur Ragnar illa í kokinu á þér. Kosningarnar eru búnar, lífið heldur áfram og Ólafur er forseti okkar og Mússa er konan hans. Þannig er veruleikinn, gamli maður.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2012 kl. 22:33

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Villi! Takk fyrir að lesa bloggið mitt. Mér finnst einmitt að sumir aðrir en ég eigi erfitt með að sætta sig við úrslit forsetakosninganna. Vitanlega skilur þú þetta samt betur. Allt þetta vesen með handhafa forsetavalds finnst mér tómt prump eins og ég hélt að ég hefði skrifað.

Sæmundur Bjarnason, 20.8.2012 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband