1740 - Hermann, Hannes og Reynir

Við Reynir Unnsteinsson létum eitt sinn Trygg á Reykjum, sem að sjálfsögðu var hundur, hlaupa  hundrað metra og tókum af honum tímann með skeiðklukku. Aðalvandamálið var að láta hann sjá Reyni í svona mikilli fjarlægð. Hann var um 7 sekúndur að hlaupa þennan spotta. Bílar, sem eru einskonar tölvur, eru líka fljótari en menn að leggja að baki hundrað metra. Deep Blue vann Kasparov á sínum tíma í skák og skákforrit eru núorðið yfirleitt sterkari í skák en menn.

Mynd sá ég um daginn af sérsmíðaðri vél sem raðaði Rúbik-kubbi á fáeinum sekúndum. Hún setti kannski einhvers konar met með því, en mestu máli skiptir samt hver stjórnar hverjum þegar verið er að tala um að tölvurnar taki yfir.

Gerð þessarar sérsmíðuðu vélar, sem var öskufljót að raða Rúbik-kubbnum rétt, hefur sennilega fremur kallað á ýmis verkfræðileg vandamál en tölvufræðileg. Grunar að það séu ekki mörg önnur vandamál sem hún ræður vel við.

„Björt framtíð“ Guðmundar Steingrímssonar og „píratapartýið“ hennar Birgittu eru kannski þeir nýju flokkar sem þarf að athuga vel fyrir næstu kosningar. Já, og ég er alveg að gleyma Lilju Mósesar. Man ekki hvað flokkurinn heitir hjá henni. Jú, „Samstaða“ segir Gúgli.

Get svosem tekið undir það með Jónasi Kristjánssyni (þó mér sýndist hann fyrst vera að tala um Hannes Smárason) að ekki hefur Hermann Guðmundsson verið ráðinn forstjóri Neins á sínum tíma sakir greindar og gáfna. Slíkir eiginleikar eru bara alls ekki allt. Kannski hefur Jónas sjálfur slíkt í ríkum mæli en að ætla útrásarforstjórum slíkt er að nefna snöru í hengds manns húsi. Að öðru leyti finnst mér skrif Jónasar um Hermann ekki merkileg og Hermann enn síður. Hann hætti þó forstjórastarfinu að ég held og það ber vitni um einhverjar gáfur.

2012 08 03 13.38.12Sveppur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband