1732 - Geitungar

Já, geitungar virðast vera talsvert áberandi þetta sumarið. Hélt að stofninn hefði næstum dáið út. Ekki sáust þeir hér á landi í mínu umgdæmi en jötunuxar voru þeim mun algengari. Þegar þeir tóku uppá því að fljúga tók út yfir allan þjófabálk.

Svo virðist sem margir Íslendingar séu dauðhræddir við geitunga. Samt eru þetta sauðmeinlaus kvikindi. Mikið hefur verið gert úr hættunni af þeim í fjölmiðlum og margir trúa því sem þar er sagt. Get alveg viðurkennt að lengi vel var ég hálfhræddur við geitunga. Er samt ekki viss um að hægt sé að kenna fjölmiðlum um það. Er minnisstætt að ég reyndi eitt sinn að útskýra fyrir útlending hræðslu þessa og hann sagði loks: „Já, þú meinar flugurnar þarna,“ og stuggaði alls óhræddur í burtu hópi af geitungum sem var á sveimi rétt hjá okkur. Þó ég hafi verið hálfhræddur við geitunga hefur mér alltaf þótt venjulegar maðkaflugur, hrossaflugur og húsflugur vera fremur vinaleg fyrirbrigði.

Hef Illuga Jökulsson grunaðan um að hafa komið hræðslunni við geitungana inn hjá mörlandanum og finnst hann oft ganga ansi langt í því að skreyta fagurlega frásagnir sínar.

Las veitingahúsaumsögn hjá Jens Guði um Fjöruborðið á Stokkseyri. Sammála honum að mestu leyti. Þó hefði ég haft stjörnurnar færri. Hef einu sinni fengið mér humarsúpu þar og fannst hún nokkuð góð, en ekkert sérstök. Þjónustan var samt fín og kannski hefur kokkurinn bara ekki verið í stuði.

Munurinn á fésbókinni og blogginu er töluverður. Fésbókin er kjaftavettvangur og þangað fer fólk til að finna líkt hugsandi fólk til að rabba við. Deilingar, gegnumsendingar, lækanir allskonar og sendingar fram og aftur á fótósjoppuðum myndum og allskonar fjölskyldumyndum ríða þar húsum og gera vettvanginn heldur lítið sniðugan fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína.

Fyrir mér er Moggabloggið blogg blogganna og bloggvini mínum einum sem kvartaði undan því að erfitt væri orðið að nálgast bloggið mitt vil ég benda á að setja það bara í feivoríts. Ég er nefnilega ekkert að hugsa um að hætta að blogga og mun líklega halda áfram á Moggblogginu nema ég verði rekinn þaðan.

IMG 1114Hellarista?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búinn að bjarga þeim nokkrum í sumar frá því að drepast í gluggakistunni.. mér er meinilla við þá.. en það er líkast til ástæðulaus "ótti"

DoctorE 8.8.2012 kl. 11:17

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Reyni líka að flæma þá út. Það er mestmegnis kokhreysti hjá mér að þykjast lítið hræddur við þá. Sá ótti hefur þó minnkað að undanförnu, hvernig sem á því stendur.

Sæmundur Bjarnason, 8.8.2012 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband