1724 - The selfish gene

Untitled Scanned 011Gamla myndin.
Bjössi enn og aftur.

Ekki varð mikið úr rokinu hér á Fossvogssvæðinu a.m.k. Það er áberandi hvað rakinn helst betur í moldinni ef sólin er ekki að glenna sig of mikið. Annars verður ekki verulega hlýtt nema sólskin sé.

En nóg um veðrið. Ríkisstjórnin situr víst ennþá og allt er við það sama í makríldeilunni. Fésbókin er meira að segja með rólegasta móti núna, enda mánudagur og lítið að gerast.

Er hugsanlegt að heimsstyrjöld sé yfirvofandi einmitt núna vegna þess að flestir þeirra sem ráða orðið málum hafa aðeins vitneskju um slík ósköp af afspurn? Ég er ekki að halda því fram að nokkur stefni viljandi að slíkum hamförum, en samt er það svo að aukin harka í samskiptum manna og hið auðvelda aðgengi að öllum upplýsingum og skrifum virðist auka hatur og misskilning milli ólíkra þjóðflokka og trúflokka. Jafnvel líka milli þjóða og þjóðarbrota.

Auðvitað er föðurlandsást eðlileg tilfinning og umhyggja fyrir sínum nánustu einnig, en það er ekki eðlilegt að gleypa við öllum þeim áróðri sem hafður er í frammi til láta þá líta út fyrir að vera sem hættulegasta og vanþróaðasta sem ólíkastir okkur eru.

Að undanförnu hef ég verið að lesa bækur Richards Dawkins „The God delusion“ og „The selfish gene“. Er það kannski hið freka eðli genanna sem ræður þessu öðru fremur? Erum við að reyna að fjarlægja ábyrgðina frá mannkyninu? Gott er að kenn Darwin greyinu um allt sem miður fer í sálarlífi fólks.

Ein stærsta von mannkynsins um að snúa af braut hjátrúar og haturs í garð þeirra sem ólíkir eru okkur sjálfum eru hin stórauknu ferðalög og samskipti á öllum sviðum.

Þó vel megi samþykkja að maðurinn sé herra jarðarinnar og beri sem slíkur ábyrgð á öllu lífi þar, fer ekki hjá því að stóra spurningin sé sú hvort fólk sé fífl eða ekki. Kjarni þeirrar spurningar er hvort maður telur sjálfan sig betri en aðra. Auðvitað finnst manni það en veit þó innst inni að svo er ekki.

Nú er kominn miðvikudagur (held ég) og rollumál í Þórsmörk að verða mál mál málanna. Bless.

IMG 0970Á einum stað í Kópavogi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband