1716 - Kuklarar allra landa sameinist

Untitled Scanned 01Gamla myndin. Bjössi 1. Eins og ég sagði í síðasta blogg (minnir mig) fann ég helling af gömlum myndum sem vel getur verið að ég sé búinn að birta sumt af áður. Hendi þeim inn hérna því ég hef ekkert annað. (Það er ekki hægt að birta gamlar myndir næstum hvern dag endalaust.)

Enn eru menn mikið að bollaleggja um forsetakosningarnar sem fram fóru í lok síðasta mánaðar. Það er margt sem mér finnst vera að breytast í íslenskum kosningum síðustu árin. Forsetakosningarnar um daginn geta ekki talist hafa verið þýðingarmiklar en vel er líklegt að stjórnmál á Íslandi séu að breytast. Mun sú breyting eiga sér stað bæði innan flokkanna og utan. Nýjir flokkar gætu hæglega náð fótfestu í íslenskum stjórnmálum.

Síðustu kosningar voru haldnar of snemma eftir hrunið en breytingarnar urðu samt furðu miklar. Líklegt er að í næstu kosningum verði einnig miklar breytingar en blóðug bylting verður ekki gerð.

Líklegt er að ný stjórnarskrá verði sett en óvíst er hvort hún breyti miklu. Harkalega verður tekist á um mörg atriði hennar og þjóðaratkvæðagreiðslur verða eflaust mun algengari í framtíðinni en verið hefur.

Mikill hluti af því sem manni finnst gott endar utan á manni og er afar erfitt að burðast með alla daga. Kannski er þetta vegna þess að manni finnist of margt gott. Matur þyrfti að vera svolítið vondur svo maður borðaði minna af honum. Ég ætla að ganga svo langt að sega að allur matur ætti að vera vondur. Kannski var það einmitt þannig í gamla daga og þessvegna voru fáir feitir. Nú er öldin önnur og allur (eða flestur) matur góður og þar að auki hafa næstum allir efni á að kaupa sér hann. Þetta er alls ekki nógu gott. Eiginlega ætti hann að vera margfallt dýrari.

Af hverju skyldi ég alltaf halda áfram að blogga svona mikið? Bullið í mér er áreiðanlega farið að samsvara mörgum  bókum

Í kvöld var ég að enda við að lesa bókina „A simple plan“ eftir Scott Smith og ekki er hægt að neita því að hún hafi verið geysispennandi. Hingað til hafa þeir John Grisham og Steven King verið mínir uppáhalds bandarísku höfundar. En þessi Scott Smith virðist vera alveg á borð við þá. Ef ekki betri. Verst hvað ég hef lesið fáar bækur eftir hann. Hef líka lítið lesið af vísindaskáldsögum lengi undanfarið en hef aðgang núna að mörgum bókum eftir Isaac Asimov og er haldinn nokkrum valkvíða þar. Tillögur velkomnar.

Kuklaðdáendur láta lítið fyrir sér fara þessa dagana. A.m.k. verð ég lítið var við þá á mínu bloggi. Kuklfréttir eiga þó jafnan góðan aðgang að fjölmiðlum ásamt fréttum af hvers konar könnunum sem reynt er að teyja og toga svo þær falli sæmilega að skoðunum miðlanna.

Það er engin tilviljun að Íslendingar sem verða fyrir barðinu á hérlendum dómstólum skuli jafnan hóta að fara með málin sem um ræðir fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenskir dómarar þurfa að fara að haga sér eins og siðmenntaðir menn og hætta að láta eins og fífl. Hinn möguleikinn er líklega sá að segja sig endanlega úr lögum við aðrar Evrópuþjóðir og stefna að algerri einangrun.

IMG 0813Er eitthvað að sjá þarna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband