29.6.2012 | 17:07
1709 - Sólskinsdagur
Gamla myndin.
Fjallkonan á pallinum.
Jú jú, það er búið að henda hingað tveimur bláum ruslatunnum. Sögusagnir herma að í þær eigi bara að setja pappír. Ekki hefur tilvist þeirra verið útskýrð fyrir okkur á neinn hátt og við erum að eigin frumkvæði tekin til við að skola mjólkurfernur baki brotnu allan liðlangan daginn. Lærðum það nefnilega á Akranesi um daginn og það virðist vera allra meina bót. Hvernig annar pappír verður aðgengilegri til endurvinnslu við það er mér reyndar hulin ráðgáta, en það hlýtur samt að vera.
Nú eru forsetakosningarnar alveg að bresta á. Samkvæmt fréttum virðast allir gera ráð fyrir að ÓRG vinni sigur í þeim og mér er svosem sama. Ekki ætla ég samt að kjósa hann. Þó finnst mér leiðinlegt að þurfa á gamals aldri að hætta að kjósa sigurvegara. Reyni bara að telja sjálfum mér trú um mikilvægisleysi þessara kosninga og að Grímsson grís fái minna en helming greiddra atkvæða.
Það getur vel verið að Ríkharður Vakur sé vakur. Mér finnst samt óþarfi hjá honum að vera sífellt að flækjast á fésbókarsíðunni minni. Reyndar er það kannski óvinurinn sjálfur sem stendur fyrir þessu. Ég á við að fésbókin geri þetta að eigin frumkvæði. Hún er eiginlega farin að taka á sig mynd undirheimakóngsins sjálfs í huga mínum og væri vís til að fara að halda fram allskyns vitleysu um mig. Öppin vilja gjarnan fá að senda póst út um víðan völl í mínu nafni. Hvað veit ég nema í þeim pósti sé tómur óhróður um mig.
Sennilega ímyndum við okkur öll að við eigum bók einhversstaðar inni í höfðinu á okkur. Ég er eiginlega búinn að gefast upp á að leita að henni. Verð líklega að láta bloggið duga. Það getur vel verið að það sé nóg. Byrjar a.m.k. á bé-i. Þó ég fyndi helvítið er ekki víst að mér ynnist tími til að koma henni á blað. Gott ef blöð eru líka ekki að verða úrelt í þessu sambandi.
Er að hugsa um að stofna Kindle fire félagið en þori ekki að minnast á slíkt á fésbókinni. Þar gætu mín vegna verið 18 slík félög fyrir án þess að ég vissi. Áreiðanlega eru engin slík á Moggablogginu og ég hef ekki orðið var við að neinn af mínum bloggvinum þar skrifi um slíkt apparat. Ég geri það nú samt og skammast mín ekkert fyrir. Þessi litla og yfirlæsislausa vél hefur gjörbreytt lestrarvenjum mínum. Og þó það sé kannski ekki til batnaðar þá held ég að lestur allur sé óðum að breytast þessa mánuðina og árin og hugsanlega er Bókin með stóru bé-i (búin til úr dauðum trjám) um það bil að missa tök sín á Íslendingum.
Hani. Mynd eftir Tinnu Alexöndru Sóleyju Bjarnadóttur.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Yndislega laugin okkar, þar sem ég nánast aldist upp í!
Kalli 29.6.2012 kl. 18:55
Já, Kalli. Sundlaugin í Laugaskarði er engu lík.
Sæmundur Bjarnason, 29.6.2012 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.