1707 - SEO

Untitled Scanned 18Gamla myndin.
Við íþróttavöllinn á barnaskólatúninu. Hótelið, Gamla ullarþvottastöðin og íþróttahúsið í baksýn.

Á kyndlinum mínum (Amazon) eru vel yfir sex hundruð bækur sem fjalla um SEO. En hvað þýðir SEO eiginlega? Enska merkingin með þessari skammstöfun er Search Engine Optimization. Á íslensku gæti það verið þýtt með „leitarvélaaðlögun“. Leitarvélar á netinu eru margskonar eins og kunnugt er. Frægust er auðvitað Google og af nafni hennar er dregin sögnin að gúgla, sem jafnvel má finna í óvandaðri íslensku og allir kannast við.

En er einhver ástæða til að vera að skrifa yfir 600 bækur um þetta fyrirbrigði. Já, hugsanlega. Sjálfur hef ég oft undrast hvað sumt fólk hefur verið fljótt að finna það á Google.com sem það hefur leitað að. Hvort sem það hefur lesið einhverja góða bók um SEO þar eða ekki er það greinilega leikið í að aðlaga Google sínum þörfum. SEO fjallar auðvitað líka og kannski aðallega um það hvernig eigi að koma vefsetri sínu sem efst á niðurstöðusíður leitarvélanna. Það er mjög gagnlegt fyrir auglýsendur að vita það.

En 600 bækur, er það ekki fullmikið í lagt? Jú kannski, en ég er ekkert viss um að allar þessar bækur séu um SEO eins og ég skil það. Lét tölvuna einfaldlega leita að SEO-bókum en nennti ekki að skoða þær allar. Líka er á það að líta að sennilega úreldast bækur af þessu tagi mjög fljótt.

Það er varla farandi eða verandi á Íslenska Internetinu þessa dagana fyrir forsetagreinum. (Sumir er jafnvel farnir að spekúlera í hvað orðið fossseti merki – og að Ljósvetningagoðinn hafi verið fyrsti foss-setinn) Ef ég vel að sleppa því að lesa þessar greinar eins og mér er efst í huga þá er bara afar fátt annað þar til að lesa. Auðvitað freistast maður til að lesa eitthvað af öllu þessu skrifelsi, en af hverju ætli allir þurfi endilega að tjá sig einmitt um þetta mál? Skil það ekki og hef eiginlega meira gaman af fótboltanum. Verst að RUV hefur orðið svo illilega fyrir barðinu á fótboltasýkinni að ómögulegt er að finna fréttirnar þar þó enginn sé fótboltinn. 

Svei mér þá ég held ég hafi ekkert bölsótast út í fésbókina í þessu bloggi. Batnandi manni er best að lifa, segir máltækið. Fésbókin er samt skelfileg uppfinning og er búin að ná hættulegum tökum á fólki, sem það heldur að það geti losað sig úr þegar því dettur í hug. En svo er ekki.

IMG 0661Sé ekki betur en íslenski fáninn sé á haus þarna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hvurslags eiginlega fótaferðartími er á þér :) Góðan dag

Ragnheiður , 27.6.2012 kl. 05:08

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ragnheiður, þetta er ekki beint fótaferðartími. Stundum er ég andvaka á nóttinni og ef ég á eitthvað nokkurn vegin tilbúið til uppsetningar á bloggið þá er ágætt að dunda sér við að lesa það yfir og setja það upp eftir að maður er búinn að taka svefntöfluna (eða ekki). Þannig er nú það. En ert þú virkilega komin á fætur um þetta leyti? 

Sæmundur Bjarnason, 27.6.2012 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband