1697 - Sólskin

Untitled Scanned 08Gamla myndin.
Stökkpallurinn enn.

Þó hitinn sé ekki mjög mikill þessa dagana er rétt að njóta sumarsins. Ekki er víst að veðrið verði neitt betra í júlí eða ágúst. Svo er bara komið haust aftur áður en maður veit af. Sumarið er að mörgu leyti besti tími ársins. Sólskin dag eftir dag býðst ekki oft hér á Íslandi svo rétt er að nota sér slíka gjöf. Ef sólarleysið er frátalið er alls ekki sem verst að búa hér á Íslandi. Maður er a.m.k. orðinn svo vanur því að manni finnst allt annað vera útlönd. Sem það náttúrulega er. Einhvers staðar las ég að á síðasta ári hafi 60 eða 70 af hundraði Íslendinga farið til útlanda. Ekki held ég að það hlutfall eigi eftir að hækka mjög mikið. Sjálfur fer ég ekki nærri því árlega til útlanda.

Staðreyndaskrif eru úrelt. Það á ekki að vera að troða slíku í fólk. Nær er segja hvar staðreyndirnar er að finna. Ég gúgla allan fjandann þó ég kunni ekki mikið á það eðla forrit. Hvernig hagstæðast er að gúgla er miklu gagnlegri vísdómur en einhver eldgömul staðreyndasúpa.

Þó það sé að vísu rétt að bloggskrifin séu mér ekki sérlega erfið, eins og mig minnir að ég hafi skrifað um daginn, er líka á það að líta að þau koma ekki alveg af sjálfu sér. Ég er samt svolítið farinn að haga mér þannig. Skrifin eru orðin stopulli en áður og ég legg enga áherslu á að skrifa á ákveðnum tímum. Kannski væri það samt ágæt regla.

Horfði um daginn á kvikmyndina „Okkar eigin Ósló“, sem sýnd var í sjónvarpinu og fannst hún fremur vel heppnuð. Engir áberandi gallar á henni og persónusköpunin alveg í lagi. Kannski helst að systirin væri dálítið ýkt. Haraldur Þorsteins var ágætur og sannfærandi. Íkveikjan í lokin þó dálítið illa undirbyggð.

Höfum tvívegis fengið okkur mat frá Palestínska veitingastaðnum Al Amir sem kominn er í Hamraborgina. http://alamir.is/ Maturinn þar er ágætur og vel útilátinn auk þess að vera alls ekki dýr. Þú getur valið um hvort þú tekur það sem þú kaupir með þér eða borðar á staðnum.

Þú ert það sem þú bloggar. A.m.k. í augum þeirra sem lesa bloggið þitt. Þessvegna er eins gott að vanda sig. Vonandi bara að það sé nóg. Annars er best að hætta að blogga. Voðaleg bloggspeki er þetta!!

IMG 0356Gamla Þjórsárbrúin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband