1695 - Bílaheilun (eða heilabílun)

Untitled Scanned 06Gamla myndin.
Líklega áhorfendur á knattspyrnuleiknum. Íþróttahúsið, gamli (elsti) barnaskólinn og Reykir í baksýn.

Sennilega var ég að hugsa eitthvað um forsetakosningarnar í morgun þegar ég fór að lesa bloggið hans Svans Sigurbjörnssonar. Þar var eitt innlegg sem vakti mikla forvitni mína. Hann kallaði það: Vigga hugar að bílaheilun. Sú frásögn er verulega skemmtileg og er hér: http://vigga.blog.is/blog/vigga/entry/1238429/ Hún er að vísu ekki alveg ný en ekkert verri fyrir það. Þessi frásögn fjallar um bílaheilun sem ég vissi ekki einu sinni að væri til. Auðvitað dettur manni í hug heilabilun ekki síður en bílaheilun þegar maður les þessa frásögn en ég set hana í flokk með áruhreinsuninni sem mig minnir endilega að ég hafi einhverntíma skrifað um.

Það er ekkert skemmtilegt að vera alltaf svona neikvæður þegar maður fjallar um yfirskilvitlega hluti en fólk er bara stundum svo óþægilega trúgjarnt. Margir vilja helst trúa því að þeir sem eru dálítið gagnrýnir á margt af nýaldarhisminu afneiti öllu sem yfirskilvitlegt er. Svo er bara alls ekki. Oft er það samt svo að skoðanir fólks á sönnunum (tala nú ekki um vísindalegar sannanir) eru ótrúlega ólíkar.

Ég kynntist Internetinu fyrst uppúr 1990. Áður en vafrarnir (t.d. Mosaic, Netscape og Explorerinn) komu var Gopherinn og seinna Lynxinn það nýjasta nýtt og ég sá Internetið fyrir mér sem einskonar risastórt bókasafn. Eiginlega hef ég ekki losnað við þá hugsun síðan. Hin auðvelda og risavaxna dreifing á hljóði og mynd sem síðan hefur tekið við var á þeim tíma alls ekki sjálfsögð. Geymsluplássið og bandbreiddin hefur síðan aukist svo gríðarlega og lækkað í verði að hið skrifaða orð er á miklu undanhaldi. Myndhugsun ungs fólks í dag er ótrúlega góð og þráðlaus og fyrirhafnarlaus dreifing á hverskonar efni (jafnvel efnislegum hlutum) er örugglega framtíðin. Þeir sem eru á svipuðum aldri og ég halda þó enn dauðahaldi í þá forngripi sem bókstafirnir eru.

Þráðlaus og fyrirhafnarlaus dreifing á efnislegum hlutum er þó talsvert fjarlæg ennþá. Þráðlausa dreifingin á hverskyns rafbylgjum á hinsvegar eftir að verða mjög auðveld og útbreidd á næstu árum. Farsímar, spjaldtölvur og allskyns dót sem dreifist hratt um hinn vestræana heim núna er bara blábyrjunin.HH

Hryllileg er sú tilhugsun að sitja uppi með ÓRG næstu 20 árin. Vona að svo fari ekki. Samt er veruleg hætta á að hann verði endurkjörinn núna vegna þess að enginn hinna frambjóðendanna er nógu góður. Það er ekki nógu góð ástæða til að kjósa einhvern annan að vera sannfærður um að hann sé skárri en ÓRG. Með því móti er hætt við að atkvæðin sem greidd verða öðrum frambjóðendum dreifist of mikið.

Ég ætla að kjósa Þóru þó mér finnist hún einkum hafa aldurinn með sér og ég sé ekki sannfærður um forsetahæfileika hennar.

Forsetakosningarnar og undirbúningur þeirra falla alvega í skuggann hjá fréttamiðlunum vegna fótboltans og er það skaði. Eins og það getur verið skemmtileg og gefandi lífsreynsla að kjósa góðan forseta í góðu veðri. Minnist þess alltaf hve gaman var að kljósa Vigdísi. Þó stóð hún sig ekkert sérlega vel sem forseti. Lét karlpungana ráðskast með sig eins og þeir vildu og var alls ekki nógu ákveðin. Vinsæl var hún þó og eftirá finnst mér einhvern vegin að forsetaembættið eigi að vera eins og það var þá. Völdin þurfa ekkert að vera þar en þjóðaratkvæðagreiðslur þurfum við.

IMG 0328Hekla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það öskrar á okkur: Ísland þarf ekki forseta.. !
Halló, og þetta fótboltaspark á RÚV er löngu farið út fyrir ystu öfgar... fótboltaskaparar verða bara að fá sér sína eigin stöð, annað er rugl

DoctorE 13.6.2012 kl. 10:37

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

DoctorE, mér er alveg sama um boltasparkið á RUV. Horfi hvort eð er svo lítið á sjónvarp. Finnst bara ágætt að horfa á fótbolta þar. Áreynslulaust með öllu.

Sæmundur Bjarnason, 13.6.2012 kl. 11:36

3 identicon

Það væri nú samt fróðlegt ef menn gerðu góða útekt á því hversu margir raunverulega horfa á þetta boltaspark sí og æ; Enginn á mínum vinnustað horfir.. ég þekki einn mann sem var eitthvað að gefa sig út með að horfa á þetta.. en það var bara afsökun fyrir sukki og svínaríi.
Það er hneyksli að RÚV hendi/sóu peningum í þetta rugl.. alveg klárt að þetta er ekki nema sjónvarp sumra landsmanna.. þó eru allir þvingaðir til að henda peningum í ruglið.. eins og með Trúarstofnun ríkisins.

DoctorE 13.6.2012 kl. 14:04

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Mér finnst þú óhæfilega bjartsýnn að vona að við fáum að hafa ÓRG í 20 ár í viðbót. Nema þetta hafi verið grín. Þá hefði líka mátt merkja það sem slíkt.

Sigurður Hreiðar, 14.6.2012 kl. 12:37

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nei, þetta er ekki grín. Ég er á móti ÓRG núorðið þó ég hafi kosið hann á sínum tíma. Reyndar finnst mér sumir fara offari í andstöðu sinni við forsetann. Það getur líka vel verið að Samfylkingin hafi fyrirskipað mönnum að vera á móti honum. Ég get þó ekki stutt hann bara vegna þess.

Sæmundur Bjarnason, 15.6.2012 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband