1690 - Forsetakosningarnar enn

Untitled Scanned 01Gamla myndin.
Hér kemur fyrsta myndin úr seríunni frá 17. júní-hátíđahöldum í Hveragerđi. Ţarna er veriđ ađ ávarpa fólkiđ af palli úti í lauginni í Laugaskarđi.

Ólafur Ragnar Grímsson er ekki tvćvetur í stjórnmálum. Ţađ sem hann hefur gert sér grein fyrir frá upphafi er ađ í forsetakosningum er ávallt nauđsynlegt ađ vera andstćđingur sitjandi ríkisstjórnar til ađ eiga raunhćfa möguleika á sigri. Snilld hans er fólgin í ţví ađ vera nú orđinn andstćđingur ríkisstjórnarinnar ţó pólitísk fortíđ hans bendi alls ekki til ţess. Ađ fá meirihluta sjálfstćđismanna og framsóknarmanna til ađ kjósa sig eftir ađ hafa upphaflega komist í embćttiđ međ stuđningi vinstri aflanna er vel af sér vikiđ. Međ réttu eđa röngu er Ţóra Arnórsdóttir bendluđ viđ Samfylkinguna og ţar međ ríkisstjórnina og hćtt er viđ ađ sú stađreynd verđi henni ađ falli.

Ég hef tilhneigingu (ţetta er eitt ţeirra orđa sem ég er ekki viss um hvernig á ađ stafsetja) til ađ halda ađ viđmiđunarreglan hjá mér um ađ hvert blogg eigi helst ađ vera u.ţ.b. ein blađsíđa hafi veriđ í gildi frá upphafi. Ţessar word-blađsíđur eru líklega mun minni en flestar bókarblađsíđur. Varla meira en tvöfalt minni samt. Ţađ sem ég hef bloggađ frá upphafi (2006) er ţannig kannski einar ţúsund bókarblađsíđur. Vćru ţćr samankomnar í eina bók vćri hún ansi sundurlaus ađ efni, en stór samt. Svona leika rithöfundargrillurnar mig.

Fór á bókasafniđ í dag og fékk samtals 13 stykki ađ láni ţar. Er steinhćttur ađ taka ţar stórar bćkur. Einbeiti mér ađ litlum bókum og hljóđbókum. Er nefnilega ađ spara bensín og fer gangandi á bókasafniđ. Síđustu stórbćkurnar sem ég fékk ţar og bar heim voru 2. bindi af sögu Akraness (risastór) og Ćvisaga Gunnars Thoroddsen (alltof stór). Ţćr fengu mig til ađ strćka algjörlega á stórar bćkur. Eiginlega á hreint ekki ađ láta stćrđ og ţyngd ráđa ţví hvort bćkur eru lesnar eđa ekki. Kindle fire sannar ţađ.

IMG 0265Veit ekki hvađ er veriđ ađ gera ţarna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţorsteinsson

Heill og sćll

Ég elska gamlar myndir sem segja sögu. Á Akranesi er ljósmyndavefur sem er feiknalega skemmtilegur. Ţar geta skođendur sett inn texta viđ myndir og ţannig er sagan skrifuđ. Var á 60 manna fundi í Kópavogi ţar sem fariđ var yfir slíkar myndir og viđ sátum í um  3 klst og nutum hverrar mínutu, og hverar myndar. 

Lćrđum viđ ekki ţađ af kosningabaráttu Kristjáns Eldjárns og Gunnars Thoroddsen, ađ ţjóđin vill ekki láta velja forseta fyrir okkur? Nú voru ţađ Samfylkingin, VG, Baugsmiđlarnir og RÚV sem völdu Ţóru fyrir ţjóđina. Misnotkun fjölmiđlanna hefur snúist í höndunum á ţeim og nú á Ţóra enga möguleika lengur. Ţá finnst mörgum hafa komiđ fram í kosningabaráttunni ađ fólk vill ţroskađan einstakling sem forseta. Ţóra kom fram eins og unglingur í samanburđi viđ Herdísi og Ólaf. 

Ólafur hefur ýmislegt á móti sér. Hann er búinn ađ vera of lengi, hann er farinn ađ eldast og hann fer stundum yfir strikiđ í málflutningi. Ef valiđ stendur á milli hans og Jóhönnu og Steingríms, sem eru búin ađ missa allan trúverđugleika, saman međ spilltra fjölmiđla, ţá er niđurstađan nokkuđ fyrirsjáanleg. 

Sigurđur Ţorsteinsson, 7.6.2012 kl. 07:25

2 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Sigurđur, mér finnst skođanir ţínar á fosetaembćttinu of persónubundnar. Togstreita og ósamkomulag milli forsetaembćttisins og ríkisstjórnarinnar er alls ekki ćskilegt. Ţóra hefur rétt fyrir sér ađ ţví leyti ađ ćskilegast er ađ forsetinn sé forseti allra Íslendinga en ekki bara ţeirra sem eru sammála honum. Stjórnarskráin sem notuđ er núna er afleit. Nauđsynlegt er ađ fá nýja svo forsetinn hrifsi ekki til sín meiri völd. Kóng viljum viđ ekki hafa.

Sćmundur Bjarnason, 7.6.2012 kl. 09:11

3 Smámynd: Sigurđur Ţorsteinsson

Sćmundur ef ég ber saman hvernig forseti Ţýskalands vinnur og mér líkar, ţá hefđi hann án alls vafa ekki hafnađ ađ skrifa undir fjölmiđlafrumvarpiđ á sínum tíma. Ástćđan ađ ţađ var komin ágćt sátt um nđurstöđu á ţinginu á ţeim tíma. Hann hefđi hins vegar alveg hafa neitađ ađ skrifa undir Icesave I eđa II en lokasamningurinn sem komin var nokkuđ mikil sátt á ţingi um, hefđi hann eflaust látiđ fara í gegn. Ţađ eru átök milli ríkisstjórna og forsetans og ţađ er miđur, hins vegar á forsetinn ekki ađ vera einhver rćfilstuska. Hann ţarf ađ geta lyft sér upp fyrir dćgurţras stjórnmálanna.

Ég bloggađi um ţađ fyrir 2-3 árum ađ Ţóra vćri efni í forseta. Eftirá er ţađ mitt mat ađ viđkomandi ţurfi ađ vera kominn međ heldur meiri reynslu og ţroska. 

Sigurđur Ţorsteinsson, 7.6.2012 kl. 11:20

4 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Hvađ hefđi veriđ og hugsanlega ekki veriđ finnst mér ekki eiga heima í umrćđum um forsetaembćttiđ. Samanburđur viđ ţýskaland er heldur ekki marktćkur. Nútíđin og framtíđin eru ţađ sem skiptir mestu máli. Núverandi stjórnarskrá er gölluđ ađ mínu áliti. Einkum er hlutverk forseta illa skilgreint ţar. Alţingi tapar stöđugt valdi m.a. međ fávíslegu málţófi og ţađ er skárra ađ forsetinn taki sér ţađ vald sem ţannig er sett á glámbekk en t.d. embćttismenn.

Sćmundur Bjarnason, 7.6.2012 kl. 14:58

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband