1679 - Akranes

x10Gamla myndin.
Hér er Bjössi að hjóla í Löngubrekku í Kópavogi.

Sé að bestu bloggararnir blogga bara öðru hvoru. Ég er á leiðinni í þeirra hóp. Þessvegna blogga ég svona sjaldan. Á ekki von á að margir sakni bloggleysisins og sumir gætu jafnvel verið fegnir að þurfa ekki að lesa þvæluna úr mér. Annars vorkenni ég þeim ekki neitt. Ef þeir leggja það á sig að lesa það sem ég skrifa eru þeir svo vel læsir að þeir lesa eflaust allan fjárann annan og ekki er einu sinni víst að mitt efni sé það lakasta.

Er búinn að hafa það ágætt hér á Akranesi undanfarna daga. Þó kann ég ekki á grillið en kemst alveg af án þess. Sjónvarpið, kaffivélin, ísskápurinn og örbylgjuofninn hafa allir lotið í lægra haldi fyrir mér. Svo er ég með aðstoðarmann með mér sem kann á eldavélina svo mér eru flestir vegir færir. Búinn að mæla Langasand fram og aftur enda er komið sólskin og vindurinn að mestu dottinn niður. Kannski ég fari bara heim á leið.

Annars eru víst flestir að hugsa um forsetakosningarnar núna að Evróvisíón genginni. Þær hafa það þó sér til að ágætis að nokkuð öruggt er að Íslendingur vinnur. Ekki veit ég þó hvort Óli eða Þóra sigra en held þó með Þóru og krakkaskaranum. Óli greyið hefur ekki komið nærri öllu í verk sem ég vonaðist til þegar ég kaus hann á síðustu öld svo rétt er að prófa eitthvað nýtt. Svo er hann líka sífellt að skipta sér af og pirra þá sem ráða. Búinn að breyta embættinu og jafnvel til góðs. Aumingja Sjálfstæðismennirnir sem þora ekki annað en styðja hann því hann líkist Doddssyni svo mikið. Gæti samt trúað að hann snerist gegn þeim fljótlega ef hann ynni.

Tinna kom í heimsókn og sá kónguló í hverju horni. Kettirnir fengu líka lítinn frið. Sættu sig þó furðanlega við meðferðina. Fésbókin er á sínum stað og samkomulagið við tölvur heimilisins er bara nokkuð gott.

IMG 0113Eru vélarnar á námskeiði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband