1678 - Hvítasunna

x9Þessi mynd gæti verið frá Seyðisfirði. Tvíbytna sýnist mér þetta vera.

Eiginlega ætti ég að reyna að takmarka mig eitthvað. Það gengur ekki að skrifa bara svona um allt mögulegt. Kannski væri réttara að takmarka sig svolítið og skrifa bara um eitthvað ákveðið. T.d. bækur. En þó ég skrifaði um þær í orði kveðnu þá væri vel hægt að skrifa í rauninni um hvað sem er þó útgangspunkurinn væri kannski bækur. Eru ekki öll skrif þannig að þau eru eiginlega um allt mögulegt þó látið sé í veðri vaka að þau séu um eitthvað ákveðið efni. Jú, ég gæti svosem skrifað um blogg. Er það ekki einmitt það sem ég hef alltaf þótst vera að gera?

Foringjadýrkun heltekur þjóðina. Steingrímur og Jóhanna valda þessari foringjaþörf ekki nógu vel. Þeir sem núna eru að safna undirskriftum til að fá Jóhönnu til að segja af sér (sem hún gerir ekki) eða ÓRG til að gera uppreisn og setja ríkisstjórnina af (sem hann passar sig á að gera ekki, en reynir að fá atkvæði útá hugmyndina) eru í rauninni að vonast eftir því að Davíð Oddsson komist til valda aftur. Kannski vonast hann til þess sjálfur líka og reynir að styðja þessa undirskriftasöfnun, sem varla margir aðrir munu gera.

Fylgdist dálítið með atkvæðagreiðslunum á alþingi í dag (fimmtudag). Ekki þótti mér mikið til þeirra koma og allt fara á þann veg sem búist var við. Lokaorð Vigdísar Hauksdóttur hræddu mig samt svolítið. Ekki var annað að skilja á henni en að hún reiknaði með að komast aftur á þing eftir næstu kosningar. Það vona ég að verði ekki.

Nú er Hvítasunnan víst framundan og einnig má búast við að veður fari hlýnandi. Næstu daga mun ég að líkindum dvelja einkum á Akranesi og alls ekki er víst að ég verði eins mikið bloggskrifandi og undanfarið.

IMG 0112Bátur á siglingu II.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband