1677 - Urriðafoss og umhverfi

x8Gamla myndin.
Sennilega er þetta nýja (gamla) brúin á Glúfurá í Borgarfirði.

Nú er ég nýbúinn að setja upp blogg. Þessvegna er engin ástæða fyrir mig til að fara strax að byrja á því næsta. Get bara ekki stillt mig. Horfði á lokin á söngvakeppninni í sjónvarpinu í gærkvöldi. Þetta var eiginlega ekkert spennandi. Ísland kom svo snemma úr hattinum. Var farinn að halda að samkomulag væri komið á um að draga Ísland út síðast. Annað sem pirrar mig gegndarlaust hjá rúvinu er að þar er fullyrt í dagskrárkynningu að Evrópukeppnin í fótbolta sé haldin á RUV. Auðvitað þarf ákveðinn skammt af útúrsnúningi til að skilja þetta þannig, en ég er nú bara þannig gerður.

Seinna. Já, mun seinna. Um síðustu helgi skoðaði ég Urriðafoss og nýju Þjórsárbrúna. Ég hef nokkrum sinnum keyrt yfir þá brú og maður verður varla var við það. Sér þó gömlu brúna og ég man vel eftir því þegar ég sá hana fyrst. Hélt þá jafnvel að keyra ætti eftir boganum. En nóg um það.

Af þessum fyrirbrigðum tók ég nokkrar myndir og má sjá þær hér: (8 talsins)

IMG 0342Skilti.

IMG 0346Gufan úr fossinum.

IMG 0348Brú I

IMG 0350Brú II

IMG 0363Brú III

IMG 0372Foss I

IMG 0375Foss II

IMG 0376Foss III

Ekki er mikið um þessar myndir að segja. Fossinn er vatnsmikill og eftirtektarverður. Svo nálægt nýju brúnni er hann að gufan frá honum sést þaðan ef vel er að gáð.

Á Eyjunni er stungið uppá því (sem aðferð til að láta útlendinga trúa okkur) að gera Vigdísi Hauksdóttur að forsætisráðherra. Ef ég ætti að velja milli Jóhönnu Sigurðardóttir og hennar í þetta hlutverk mundi ég nú velja Jóhönnu. Auðvitað er líklegt að Vigdís yrði ekki forsætis nema örfáa daga en hugsanlegt er samt að hún gæti eyðilagt heilmikið. Eins og nú er eyðileggur hún einkum framsóknarflokkinn og það er í lagi mín vegna.

Var á Akranesi og þar í nágrenni mestallan miðvikudaginn og þar var bálhvass. Það sem ég kalla bálhvassan vind, kalla sumir (t.d. Sigurður Þór) kannski bara golu. Þegar ég var á Vegamótum á Snæfellsnesi og þurfi gjarnan að svara daglega mörgum tugum fyrirspurna um færð á heiðunum komst ég að því að ekki er gott til árangurs að trúa öllu. Helst þurfi maður að þekkja þá vel sem farið höfðu yfir heiðarnar. Man að ég treysti rútubílsjórunum alltaf best.

IMG 0112Bátur á siglingu II.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband