15.5.2012 | 08:46
1671 - Gunnar Helgi
Gamla myndin.
Þarna eru menn greinilega þreyttir. Mér virðist mega þekkja þarna Guðmar Magnússon, Pétur Esrason og Árna Reynisson a.m.k.
Fjölmiðlafárið í kringum forsetakosningarnar versnar stöðugt. Veit ekki hvar þetta endar. Áhugi minn á að leggja orð í forsetabelginn minnkar stöðugt. Ætli ég verði ekki að reyna að einbeita mér að öðru.
Í rauninni er hundleiðinlegt að spara. Best er að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Bara passa að þjáningin verði ekki of mikil. Best að losna við hana með því að eyða ótæpilega. En þá kemur árans samviskubitið og áhyggjurnar.
Já, það er erfitt þetta líf. Það endar samt að lokum. Það er kannski það versta. Eða það besta. Það sem mestu máli skiptir er tímabilið frá fæðingu til dauða. Skelfing var þetta spekingslegt hjá mér. Nú held ég að sé best að fara að sofa.
Kannski landsbyggðarmenn hafi ekki allir fattað djókinn þegar ég minntist á þá í gær. Sá svolítið eftir að hafa sagt þetta. Það er jafnvel hægt að hugsa sér að til séu húmorslausari menn en ég. Mér finnst sumir baggalútsbrandararnir a.m.k. meinfyndnir.
Er eiginlega svolítið foj yfir því hvað lítið er kommentað hér. Þó er það svo að eftir Moggabloggsteljaranum að dæma þá er bloggið mitt talsvert lesið. Þeir sem oft koma hingað og er alveg sama þó aðrir viti af því mættu semsagt alveg segja hæ og bæ stöku sinnum. Hef samt heyrt um að sumir bloggarar séu lagðir í hálfgert eineldi af ágengum kommenterurum. Ekki óttast ég slíkt.
Tek eftir því að Pressan talar um fasbók þegar hún meinar fésbók. Aðrir fjölmiðlar og netmiðlar virðast hafa fallið fyrir því síðarnefnda. Einnig ég og það án þess að vera miðill. Stuttar setningar eru mínar ær og kýr. Sjaldan verða þær of stuttar.
Var í gær að skoða gamalt blogg-skjal hjá mér. Þar sá ég bréf frá Gunnari Eysteinssyni. Hér er kafli úr því með leyfi höfundar (eða án):
Ég er búinn að keppast í nokkur ár við að koma vefsíðunni minni á framfæri, sem bíður uppá ókeypis þjónustu... án árangurs. Ég les bloggið þitt reglulega og ég man ekki hvaða færsla það var en þú nefndir það fyrir skömmu að þú vissir ekki hvað þú ættir að skrifa um, eða hvort þú ættir að skrifa blogg. Ég á kannski eftir að sjá eftir þessu, en værir þú til í að skrifa bloggfærslu um vefsíðulistann Topplistinn.is? Ef þú skrifar eitthvað neikvætt þá er það í fína lagi bad publicity is good publicity
Fyrir nokkrum árum (mörgum) datt mér í hug að koma á framfæri þjónustu sem væri ókeypis ( Leit.is er með svipaða þjónustu en þar er ársgjaldið 39.200 á ári) Þetta var bara hugmynd á meðan íslendingar héldu að þeir væru ríkasta þjóð í heimi. En þegar kreppan kom hugsaði ég með mér að núna er tími fyrir mig að bjóða upp á þessa þjónustu, hún er jú ókeypis. EN það er eins og fólk lifi ennþá í þeirri staðreynd að ókeypis sé drasl.
Með bestu kveðju,
Gunnar Helgi Eysteinsson
http://www.topplistinn.is
Sennilega hef ég alveg gleymt að sinna þessu þá og satt að segja fer ég ekki oft á þessa síðu og það er mest vegna þess að mér finnst ég hafa lítið að sækja þangað. Nú er ég semsagt búinn að minnast á hana og geri það kannski betur seinna.
Steinar og haf.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hæ Sæmi :)
DoctorE 15.5.2012 kl. 08:58
Tja, ég er með tiltölulega góða samvisku, kommentera reglulega og þykist vera kurteis.
Varðandi myndina, þá sýnist mér Guðmundur Gaukur vera þarna í fremstu röð og GRÓS líka?
Í öllum bænum hættu ekki að blogga. Þetta er bráðnauðsynlegur skammtur til að viðhalda geðheilsunni réttu megin við girðinguna utan um Klepp.
Ellismellur 15.5.2012 kl. 10:34
Takk.
Ellismellur, heldurðu að þetta sé GRÓS fyrir framan Árna Reynisson. Mér sýnist þetta frekar vera Jón Illugason. Sammála þér með Guðmund Gauk, en hver er þetta fyrir aftan hann?
Sæmundur Bjarnason, 15.5.2012 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.