6.4.2012 | 03:08
1649 - Hungurleikarnir o.fl.
Gamla myndin.
Veit ekki međ vissu hver ţetta eru nema Óli Sig. er lengst til vinstri.
Hvernig verđur kosningabaráttan í forsetakosningunum? Ţađ er ekki gott ađ segja. Ólafur er enginn aukvisi í ţessu. Baráttan getur vissulega orđiđ hatrömm og skođanakannanir verđa áreiđanlega margar og mismunandi. Ótrúlegt er ađ kosiđ verđi um stjórnarskrána samtímis forsetakosningunum. Ríkisstjórnin hefur áđur lúffađ og mun gera ţađ í ţessu máli. Nýtur lítils trausts en mun samt halda sínu striki, enn um sinn. Frambođ Ţóru Arnórsdóttur minnir um sumt á frambođ Kristjáns Eldjárn á sínum tíma. Tímarnir eru ţó breyttir og hann fór ekki fram gegn sitjandi forseta heldur tengdasyni hans. Úrslitin geta samt hćglega orđiđ svipuđ. Ég kaus Kristján á sínum tíma og einnig Vigdísi og Ólaf ţegar hann bauđ sig fram fyrst. Fésbókin, Bloggiđ, Vefmiđlarnir og vörpin öll munu hafa mikil áhrif í ţessu máli og alltof fljótt er ađ vera međ einhverja spádóma.
Einhverjir bregđast enn viđ ţví sem ég skrifa hér á bloggiđ og á fésbókina. Ţađ er mér nóg. Ef enginn léti svo lítiđ ađ lesa ţađ sem ég sendi frá mér á netiđ mundi ég hćtta ţessu. Sumt af viđbrögđunum sést vel af ţeim sem lesa innlegg mín, en alls ekki allt. Fólk er sífellt ađ verđa opinskárra í sínu netlífi og ţađ er auđvitađ bara gott. Nauđsynlegt er ţó ađ sýna svolitla ađgát. Stórir og öflugir ađilar reyna ađ safna sem mestum upplýsingum um sem flesta. Jafnvel ţó stađiđ verđi viđ öll gefin loforđ um međferđ gagna geta tímarnir ađ sjálfsögđu breyst. Gögnin fara ekkert í burtu og geta hvenćr sem er birst aftur.
Finnst óţarfi hjá Samherjamanninum öskuvonda ađ hafa í hótunum viđ allt og alla, ţó hann telji sig hafa Dalvíkinga flestalla ađ vopni. Gćti komiđ illa í bakiđ á honum seinna. Man ekki betur en sami mađur hafi veriđ hálfgrátandi yfir ţví hvađ Davíđ Oddsson vćri vondur viđ hann í upphafi Hrunsins. Ţá var hann ađ ég held stjórnarformađur (Íslandsbankans fyrrverandi) Glitnis.
Gott dćmi um lélega eftiráskýringu er fullyrđing Evrópuvaktarinnar Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar um ađ mestur hluti milljónastyrks frá Alţingi eđa ESB til ţeirra félaga hafi fariđ í ađ greiđa ţeim ritlaun. Enginn trúir ţessari vitleysu, en ekki verđur máliđ skođađ neitt frekar. Auđvitađ hafa ţeir Björn og Styrmir stungiđ ţessum peningum í vasann og ţađ vita allir, en andstćđingar ţeirra hafa eflaust gert eitthvađ svipađ og segja ekki neitt til ađ róta ekki um of í skítnum.
Hef nú lokiđ viđ ađ lesa bók tvö af Hunger games sem kallast Catching fire á frummálinu. Hún er spennandi (einkum undir lokin) eins og sú fyrsta en ekki eins vel skrifuđ. Fyrir alllöngu las ég smásögu um samskonar hugmynd og notuđ er í ţessum ţríleik. Semsagt um raunveruleikaţátt í sjónvarpi ţar sem drepa skal ţátttakendurna í raun og veru. Hugsanleg (eđa líkleg) kvikmyndun sögunnar truflar höfundinn svolítiđ og eins greinilegir kynbombustćlar, en samt er bókin ágćtlega gerđ og góđ afţreying.
« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri fćrslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Ţ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Stúlkan á gömlu myndinni tel ég öruggt ađ sé Guđrún Ţórhallsdóttir. Ekki viss um piltinn lengst til hćgri frá okkur séđ; minnir mig ţó mjög á Kristján bekkjarbróđur minn Hafliđason. Myndin er ţá tekin á einhverri samkomu í Bifröst upp úr 1960, ađ ég ćtla, Guđrún var brautskráđ ´60, Kristján ´59 og Óli Sig hvađ? ´61?
Sigurđur Hreiđar, 6.4.2012 kl. 12:23
Mér ţykir hálfgerđ skömm ađ ţví ađ ţekkja engan nema Óla. Hinsvegar hefur mađur ţá afsökun, ađ endurskođandinn hefur nánast ekkert breyst, eđa hafđi ekki síđast ţegar ég hitti hann sem er ekki neitt rosalega langt í burtu í tíma. Glćsilegur mađur Óli Sig og öđlingsmađur ber öllum saman um ađ hann sé sem hann ţekkja.
Ellismellur 6.4.2012 kl. 20:37
„Hunger games“ sem kallast „Catching fire“ á frummálinu"???
Eva Hauksdóttir 6.4.2012 kl. 21:28
Sigurđur Hreiđar ţetta međ Guđrúnu er eflaust rétt hjá ţér. Skýringin á ţví ađ ég skuli einungis vera viss um Óla Sig er sú ađ hann var bekkjarbróđir minn. Athugađu ţađ líka Ellismellur.
Eva, mér skilst ađ Hunger games sé einskonar yfirtitill fyrir allar ţrjár bćkurnar auk ţess ađ vera nafniđ á fyrstu bókinni. Bók tvö heitir Catching fire og sú ţriđja Mockingjay.
Sćmundur Bjarnason, 6.4.2012 kl. 21:54
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.