3.4.2012 | 13:11
1647 - Einvígið
Gamla myndin.
Þetta sýnist mér að séu Kristinn Jón Kristjánsson og Ögmundur Jónsson.
Fjölmiðlungar virðast líta á 1. apríl sem einhverskonar frídag. Þá megi segja allt mögulegt sem þeim dettur í hug og ef einhver tekur það alvarlega, þá er afsökunin tilbúin. Að hlaupa apríl er raunar alveg búið að missa merkingu sína. Áður fyrr var ekkert aprílgabb gilt nema þeir sem plataðir voru færu eitthvert. Nú eru flestir búnir að gleyma því og virðast halda að öll lygi sé aprílgabb ef hún er sögð 1. apríl. Best er auðvitað að trúa engu þá.
Í meiðyrðamál fara einungis þeir sem vilja þagga niður í mönnum eða vekja séstaka athygli á ummælunum. Ummæli gleymast yfirleitt á nokkrum dögum, en það lengir líf þeirra nokkuð ef hótað er að fara í meiðyrðamál. Tala nú ekki um ef látið er verða af því, en sem betur fer er það alls ekki algengt.
Munurinn á mér og Sigurði Þór Guðjónssyni er einkum sá að hann er sífellt að hallmæla blogginu en hefja fésbókina til skýjanna. Þessu er alveg þveröfugt farið hjá mér: Ég er alltaf að agnúast út í fésbókina en finnst bloggið bera af. Hvort skyldi vera réttara? Mögulega er ég bara ennþá meira gamaldags en hann.
Held að Sigurður lesi jafnan bloggið mitt. Þessvegna er svona gaman að skrifa um hann. Ég les líka bloggið hans jafnvel þó það sé oftast óttaleg veðurvitleysa. (Einar Sveinbjörnsson les ég oftast líka undarlega fasínerandi þessar veðurspekúlasjónir) Les líka flest af því sem hann (Sigurður Þór) skrifar á fésbókina en gefst gjarnan upp við athugasemdirnar enda eru þær oft margar. Jafnvel of margar.
Er að lesa bókina Einvígið eftir Arnald Indriðason um þessar mundir. Er alls ekki búinn með hana, en finnst höfundurinn einkum vera að segja þrjár sögur þar. Saga einvígisins er heldur ómerkileg hjá honum og virðist eingöngu samsett úr því sem höfundur hefur fundið í dagblöðum þess tíma. Las nýlega kaflann um einvígið í ævisögu Fischers eftir Frank Brady. (Er ekki búinn að lesa þá ævisögu alla ennþá athuga það.) Þar kom fram að mamma Fischers kom í heimsókn til hans í dulargervi meðan á einvíginu stóð Það hafði ég ekki heyrt áður.
Morðið í Hafnarbíói er aðalsagan í bókinni, en ekkert sérlega merkileg sem slík.
Frásögnin um Marion, Aþanasíus, berklana og allt það finnst mér vera langmikilvægasta og best gerða sagan í bókinni.
Auk þessa eru allskyns smálegar sögur fléttaðar á listilegan hátt inn í frásögnina. Arnaldur kann þetta einfaldlega allt saman og ber langt af öðrum krimmahöfundum íslenskum.
Hann er þó mistækur og ég get ekki neitað því að sumar sögur hans finnst mér fremur lélegar. Þetta er samt með hans betri bókum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ögmundur skólabróðir okkar er Einarsson
Ellismellur 3.4.2012 kl. 15:33
Auðvitað. Svona er að flýta sér um of. Ég hefði átt að muna það. Í Ecce Homo var ort:
Ögmundur sonur Einars,
ef að ég til þín fer.
Alfræðiorðabókin
opin er fyrir mér.
Man samt ekki hver orti.
Sæmundur Bjarnason, 3.4.2012 kl. 15:57
Gæti það ekki hafa verið Gunnlaugur? Þetta er svolítið hans húmor.
Ellismellur 3.4.2012 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.