1632 - Indriði G

Scan7Gamla myndin.
Bjarni Sæmundsson.

Sýnist vera byrjað að framleiða Sinalco aftur. Man eftir að við kölluðum það oft svín-alkohól (eða svínakók) hérna um árið. Annars fannst mér það ekkert betra en annað litað sykurvatn. Appelsínið jafnvel betra. Tala nú ekki um Valash. Sem minnir mig á að það var næstum eins og að fara til útlanda að fara til Akureyrar. Sælgæti og gosdrykkir höfðu allt önnur nöfn en hér á Suðurlandinu eina og sanna.

Er ég hættur að blogga eða hvað? Finnst ansi langt síðan ég bloggaði síðast. Ekki var það þó meiningin. Ég hef víst bara svona lítið að segja. Nema svona lítið sé að frétta. Ekki er það nú líklegt. Nú veit ég. Ætli það sé ekki Reykjavíkurskákmótið sem er að tefja mig. Bjarni teflir þar og ég reyni að fylgjast svolítið með. Ekki stendur hann sig þó eins vel og í fyrr en þá vann hann bæði Róbert Lagerman (Harðarson) og Dag Argrímsson sama daginn. Ógleymanlegt.

Í gærkvöldi var verið að hamast við að framlengja og herða gjaldeyrislögin. Fór að sofa áður en klukkuhljóðið kom í þingmennina.Þeir kunna víst meira og minna á klukku. Gjaldeyrishöftin fara varla aftur fyrr en evran kemur. Svo er víst verið af yfirheyra baki brotnu í þjóðmenningarhúsinu eða þjóðarbókhlöðunni gömlu. Við Íslendingar þykjumst víst hafa verið þjóð heillengi þó það sé nú umdeilanlegt.

Ekki er ég minna fyrir neimdrpping en aðrir. Hef bara svo lítið af þeim. Þegar ég bjó í Hveragerði sem mun hafa verið svona 1987 til 1992 var Indriði G Þorsteinsson næsti nágranni minn með ameríksu glæsikerrurnar sínar. Eitt sinn kom hann til mín og sagðist hafa frétt að ég ynni á Stöð 2 og gæti líklega komið á sáttum milli sjónvarpsins síns og myndlykilslins. Lykillinn var af elstu gerðinni og í tveimur hlutum og ég hafði aldrei fengist við svonalagað þó ég byggi í Hveragerði og ynni á Stöð 2. Ég gat nú að vísu möndlað þetta og svo fórum við Indriði að rabba saman. M.a. um það man ég að nú orðið yðru krakkar aldrei bílveikir eins og algegt var í okkar umdæmi. Komum með fjölda skýringartilgátna en ekki held ég að við höfum leyst málið fyllilega. Hólmfríður Högnadóttir (köttur) þótti eiga húsið Indriða og fór þangað þegar henni sýndist. Hún átti líka fallegan garð hinum megin við götuna hjá Sigrúnu Helgadóttur og Guðmundi Ingvarssyni.

Nú er þetta að verða þokkalegasta blogg svo ég er að hugsa um að láta það bara flakka þó yfirlesturinn sé slakur.

IMG 8032Það hlýtur einhverntíma að koma snjór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband