1630 - Eitt lítið blogg

Scan1Gamla myndin.
Atli Harðarson.

Undarlegt og úr takti við tímann að leyfa ekki beinar útsendingar frá Landsdómi. Ef þetta kemur almenningi ekki við, þá veit ég ekki hvað kemur honum við. Þetta á einfaldlega að vera á valdi dómsforseta að úrskurða um. (Og er það líklega). Dóminum er kannski ekki hægt að treysta til að úrskurða í svona stórmáli en í smámáli eins og hvort Geir er sekur eða ekki má hann úrskurða enda skiptir niðurstaðan þar litlu máli.

Eftir því sem meira er um að fjalla í fréttum hef ég yfirleitt minna að segja. Sem er mjög gott. Hnífstungumálið í Lágmúlanum er dæmigert fyrir það að allir vilja gera það pólitískt. Mér finnst ekki vera svo. Árásir eiga sér bara stað öðru hvoru og ástæðurnar eru jafnan afar mismunandi.

Væntanlegar forsetakosningar í júní í sumar eru mörgum ofarlega í huga. Ekki er það nein furða. Það er óvenjulegt að forsetar hagi sér eins og Ólafur Ragnar hefur gert að undanförnu. Vel getur samt verið að það sé einmitt heppilegt til vinsælda. Bíð spenntur eftir næstu skoðanakönnun um þetta mál. Varðandi mögulega mótframbjóðendur er ég eins hlutlaus og mér er framast unnt. Vona bara að kosningarnar verði spennandi en eftirleikurinn ekki illvígur.

IMG 8014Borgarleikhús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband