6.3.2012 | 09:52
1629 - Fésbókarframboð
Gamla myndin.
Benni og Hafdís Rósa.
Talsverð umræða fer nú fram á fésbókinni um frambjóðanda til forsetakjörs á móti Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki ætla ég að fara að telja upp þá sem þar eru nefndir en umræðan þar er talsvert mikil. Þeir sem hæst hafa á Facebook kunna að sameinast um einn eða fáa frambjóðendur eftir nokkra daga. Áreiðanlega tekst að finna einhvern/einhverja frambærilega þannig. Einnig er vel hugsanlegt að frambjóðendur komi úr öðrum röðum. A.m.k. er víst að næstu dagar verða fjörugir að þessu leyti.
Fyrir utan að koma sjálfum sér að er ÓRG farinn mjög að skipta sér af stjórnmálum. Honum finnst mikilvægast núna að gera tvennt: Koma í veg fyrir ESB-aðild og koma í veg fyrir að ný stjórnarskrá verði samþykkt. Með því síðarnefnda koma þjóðaratkvæðagreiðslur varla til álita nema fyrir hans tilstilli og það finnst honum best. Hann álítur líka, sennilega með réttu, að hann sé a.m.k. vinsælli en ríkisstjórnin.
Er að lesa ævisögu Hitlers eftir Ian Kershaw um þessar mundir. Margt er athyglisvert varðandi ævi hans. Það sem þó er furðulegast er að gróin menningarþjóð eins og Þjóðverjar skuli hafa látið mann sem hann komast upp með að vera nánast einræðisherra í ein 12 ár og hrinda þjóðinni í vonlaust heimsstríð. Hitler hafði ekkert sérstakt til brunns að bera. Hann var þó séður stjórnmálamaður sem kunni að notfæra sér hagstæðar aðstæður og sennilega ágætur herstjórnandi, en ekkert fram yfir það. Bara uppstökkur besserwisser, sem þóttist hafa mikið vit á listum.
Annars hleyp ég úr einu í annað við lestur eins og fleira og ég á varla von á því að ég klári þessa ævisögu. Samkvæmt Kyndlinum er ég búinn með eitthvað um 5%. Það er þægilegt að hafa Kyndilinn og geta náð sér í það sem mann langar til að lesa. Mér finnst ég hafa mun minna að gera á bókasafnið eftir að ég fékk hann. Öppin eru samt fremur fá sem ég hef náð mér í. Ég er líka orðinn svo vanur að flækjast um netið á stóru Windows-tölvunni að mér finnst stýrikerfið á Kyndlinum fremur stirt og óþægilegt.
Er svolítið hræddur um að Facebook-áhrifin á fréttir og stjórnmál séu kannski ekki eins mikil og sumir halda. Leiðinlegt eflaust að vera fésbókarforseti. Þó kannski betra en ekkert. Áhrif fésbókarinnar eru samt áreiðanlega mikil. Veit ekki hvað það er sem fésbókin stjórnar ekki.
ÓRG finnst þrjátíu þúsund áskoranir heilmikið. Það finnst mér líka. Sumir reyna þó að draga úr því vegna þess að svo margir séu á kjörskrá.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.