19.2.2012 | 22:06
1616 - Þegar kviknaði í á Vegamótum
Gamla myndin.
Þessi mynd er tekin við Hveramörk 6 og þetta er útsýni sem ég kannast ákaflega vel við. Lengst til vinstri er hús Baldurs Gunnarssonar þá Sigursteinshús og síðan Bakaríið og að lokum verkstæðið hjá Aage.
Það mun hafa verið laust eftir 1970 (kannski 1972 eða 1973) sem það kviknaði í fatnaði sem var í þvottahúsinu í íbúðarhúsinu ofan og norðan við Veitingahúsið að Vegamótum. Ástæða þessa eldsvoða mun líklega hafa verið ofhitnun á sótlúgu sem var rétt við fatnaðinn.
Þetta mun hafa verið um átta eða níuleytið um kvöldið og af einhverjum ástæðum vorum við Áslaug bæði sofandi en þó á sitthvorum staðnum. Benni var heima en Bjarni í skólanum í Laugargerði. Benni varð fyrstur var við eldinn og vakti okkur. Þá var reykur farinn að liðast um allt húsið og þegar ég opnaði þvottahúshurðina var allt fullt af eldi og reyk þar inni.
Ég flýtti mér því að hringja niður í Veitingahús með beiðni um að senda strax með slökkvitækið uppeftir því kviknað væri í. Kristján frá Hraunhálsi kom fljótlega hlaupandi með slökkvitækið og fór beint af augum upp að íbúðarhúsinu. Mér er minnisstætt að talsverður snjór var yfir öllu og þegar Kristján kom að skurðinum sem er nokkurn vegin miðja vegu milli húsanna sökk hann í snjóinn og datt en var fljótur á fætur aftur og kom von bráðar með slökkvitækið til okkar þar sem við stóðum á stéttinni við útidyrahurðina. Man ekki með vissu hvort Erling á Eiðhúsum (og líklega fleiri) var kominn þá eða kom fljótlega á eftir en hann átti einfaldlega leið um að mig minnir.
Þegar slökkvitækið var komið tók ég það og fór með inn og opnaði hurðina inn á þvottahúsið og slökkti eldinn og var fljótur að því. Slökkvitæki þetta var dufttæki og þó það kæfði eldinn fljótt og vel gaus hann fljótlega upp aftur því kælingin var engin. Ég hraðaði mér síðan út á stétt aftur. Eftir svolitla stund ákvað ég að fara aftur inn og athuga hvort eldurinn og reykurinn í þvottahúsinu væri ekki að minnka. Þá sá ég að eldurinn hafði tekið sig upp að nýju. Fór þá og náði í slökkvitækið aftur og slökkti eldinn. Eldurinn gaus fljótlega upp aftur og ég man ekki hvort ég fór einu sinni enn útá stétt og svo inn aftur til að reyna að slökkva hann. Að lokum fór ég inn í þvottahúsið og út um útdyrahurðina þar og jós snjó á eldinn og náði fljótlega að slökkva hann með því. Á meðan biðu aðrir eftir mér á stéttinni og þótti ég vera lengi en fundu þó fljótlega hver ástæðan var.
Með þessu móti tókst að slökkva eldinn en ekki hefur mátt miklu muna að illa færi því stiginn upp á háaloftið og loftlúgan voru talsvert sviðin. Þrifin á húsinu sem að mestu fóru fram daginn eftir voru talsverður handleggur og ég man að Magndís í Lynghaga hjálpaði okkur við þau.
Þó ekki sé enn staðfest hvað nákvæmlega hafi ollið því að stjórn Fjármálaeftirlitsins hafi sagt forstjóranum, Gunnari Andersen, upp störfum
Svona byrjar frétt sem ég sá áðan á Eyjunni og hætti auðvitað snimmhendis að lesa. Mér finnst það blaðamannslegt að vera alltaf að finna upp sögnina að olla og finnst vera búið að fjölyrða svo oft um þetta að blaðamenn ættu að fara að læra að hafa þetta rétt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Mars 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Man að það kviknaði í rétt fyrir jól, var að lesa Bráðum koma blessuð jólin þannig að þetta var eftir 1972 og ég var ekki byrjaður í skólanum og held að ég hafi verið tiltölulega nýbúin að læra að lesa. Hef alltaf átt erfitt með að lesa þessa bók síðan.
Benni
Benni 20.2.2012 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.