15.2.2012 | 09:57
1612 - Æ, þegiðu
Gamla myndin.
Hjólað á skólatúninu. Gamli barnaskólinn vinstra megin á myndinni og hornið á þeim nýja til hægri. Auk þess Garðyrkjustöðin á Reykjum, Laugaskarð og fjósið á Reykjum.
Hér er því rangur hattur settur á ráðuneytið, líkt og þegar Jón Hreggviðsson setti upp hatt böðulsins í Galtarholti forðum.
Þessi orð Össurar Skarphéðinssonar á alþingi hafa orðið tilefni nokkurra orðahnippinga. Siv Friðleifsdóttir þóttist vera að taka upp hanskann fyrir flokkssystur sína og gerði þessi ummæli að umtalsefni á alþingi og Illugi Jökulsson skrifar um málið á Eyjubloggi sínu. Mér finnst að fólk eigi að láta svonalagað eiga sig. Ef menn vilja strá í kringum sig tilvitnunum þá mega þeir það mín vegna. Séu þær vitlausar eða óviðeigandi hljóta þær að hitta ræðumann sjálfan fyrir. Annars eru þær bara eins og þær eru.
Nú er ég búinn að skrifa á fésbókarvegginn minn bæði um Snorra í Betel og Bjarna Benediksson og þar með búinn að eyðilegga mögulega umfjöllun um þá hér á blogginu blessaða. Þá verð ég bara að reyna að finna eitthvað annað. Já, ég hélt semsagt framhjá blogginu mínu í gær og setti það sem mér fannst vera talsverð gullkorn á fésbókina. Þar skrunar það niður í glatkistuna á no time eða það finnst mér. Get ekki að .því gert að mér finnst bloggskrif vera varanlegri en fésbókarskrifelsið. Sjálfhverfan og sjálfsánægjan er meira að segja svo mikil að ég er að hugsa um að setja þessi tímamótaveggskrif (gæsalappalaus) hér í bloggið:
Bjarni Benediktsson gerði augljós mistök í viðtalinu við Helga Seljan áðan þegar hann reyndi að gera lítið úr upphæðinni sem deilt er um í Vafningsmálinu. Sömuleiðis er það misskilningur hjá honum að gamlar fréttir tapi gildi sínu bara við það að vera gamlar. Ástæða þess að aðrir fjölmiðlar en DV fengu áhuga á málinu einmitt núna er sú að Bjarni hefur hingað til ekki viðurkennt að hafa vitað um hagræðingu dagsetninga í málinu.
Kannski hefur Barnaskóli Íslands á Akureyri sérstakar reglur um það hvaða skoðanir kennarar þar mega hafa. Þannig getur vel verið að brottvikning Snorra í Betel sé réttmæt. Hinsvegar finnst mér að skólanefndinni komi lítið við hvað skrifað er um á bloggi sem ekki tengist skólastarfinu á neinn hátt. Stangist það á við lög eða stjórnarskrá er samt sjálfsagt að kæra málið.
Og lofa að gera þetta helst ekki aftur. Ef ég linka svo í þessi bloggskrif á fésbókina eins og ég geri stundum er ég þá ekki búinn að ná mér svolítið niðri á fésbókarræflinum?
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:58 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
"Stangist það á við lög eða stjórnarskrá er samt sjálfsagt að kæra málið."
Hlustaði á Séra Baldur Kristjánsson á Rás2 og fannst hann nálgast málið á réttu tónunum.
DV hefur jú fjallað oft um dagsetningarnar en Mogginn aldrei. Segir alla söguna.
Var að hlusta á endurtekna lofræðu BB á síðasta landsfundi. Þar verður honum oft orða vant þegar hann fer út fyrir hinn skrifaða texta. Dálitið hallærislegt af formanni Flokksins.
Vafningsmálið og fleira gerðist í febrúar 2008 og lífeyrissjóðirnir mínir keyptu í 15 milljarða útboði GLITNIS, í mars. Þetta var einn blekkingarleikur hjá GLITNI. Ekki get ég sakað stjórnarmenn sjáðanna.
Hvað hefði ég gert ef..........ég hefði verið í stjórn? Það er margir vitrir eftir á, þessa daganna.
Ólafur Sveinsson 15.2.2012 kl. 14:07
Mér finnst þú vera á nokkrum villigötum í skrifum þínum um Snorra í Betel. Í eldra bloggi hélstu því t.d. fram að Snorri ætti að kenna áfram ef krakkarnir væru ánægðir með hann. Hver veit hvort þeir eru það? Á að gera skoðanakönnun? Hvað sem líður sérstökum reglum þessa tiltekna barnaskóla liggur fyrir að Snorri hefur brotið siðareglur kennara og ekki í fyrsta sinn. Fram hefur komið að hann hafði hlotið áminningu af svipuðu tilefni. Að auki er afar líklegt að hann hafi brotið landslög. Það er ekki einkamál manna í ákveðnum stöðum hvað þeir gera í frítíma sínum, hvað þá ef þeir brjóta lög. Er það einkamál lögreglumanna ef þeir brjótast inn í frítíma sínum? Einkamál presta ef þeir reka hóruhús í frítíma sínum? Höldum okkur við kennarana. Er í lagi að kynþáttahatarar kenni börnum ef þeir básúna ekki skoðanir sínar í skólanum og krakkarnir eru ánægðir með þá? Hvað með barnaníðinga?
Þetta snýst ekki um forræðishyggju eða pólitíska rétthugsun. Ef menn átta sig ekki á því legg ég til að þeir lesi þessa frétt sem ég vísa hér í. Mér finnst hún í rauninni gera frekari umræður um þetta mál óþarfar. Mér finnst menn mega hafa hvaða skoðanir sem þeir vilja á samkynhneigð en á ákveðnum stöðum eiga þær ekki heima.
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/02/15/reyna_mun_oftar_sjalfsvig/
Jón H. Brynjólfsson 16.2.2012 kl. 01:52
Mér finnst þú búa þér til strámann og ráðast á hann af mikilli heift. Ég hef ekkert talað um að lögreglumenn eigi að reka hóruhús eða neitt í þá átt.
Seint í athugasemd þinni segir þú: "Þetta snýst ekki um forræðishyggju eða pólitíska rétthugsun." Þarna held ég að þú hafi hitt naglanna á höfuðið, en að vísu með alveg öfugum formerkjum. Ég held einmitt að þetta snúist um það.
Ef allt sem þú segir um áminningar og þ.h. er 100% rétt kemur auðvitað til greina að reka Snorra úr starfi sem kennara. Mér finnst samt ekki rétt að loka blogginu hans þó hann sé óhæfur kennari. Auðvitað hafa Morgunblaðsmenn samt rétt til þess, annars væru þeir varla að því.
Sæmundur Bjarnason, 16.2.2012 kl. 08:30
Ósköp ertu viðkvæmur. Ræðst ég á þig af mikilli heift? Ég veit ekki hvað þú átt við enda gerirðu enga tilraun til að útskýra það eða svara yfirleitt með nokkrum rökum. Ég er bara að reyna að sýna fram á hvað það er öfugsnúið að maður sem predikar opinberlega þessar skoðanir sé barnakennari. Það er dauðans alvara og þess vegna finnst mér menn á köflum ræða þetta af nokkurri léttúð. Snorri hefur sjálfur lýst því yfir að ef samkynhneigður nemandi leitaði til hans myndi hann að sjálfsögðu ræða málið við hann. Ekki vildi ég eiga barn sem liði illa af þessum sökum og fengi Snorra Óskarsson sem ráðgjafa!
Jón H. Brynjólfsson 16.2.2012 kl. 12:39
Ég er hins vegar sammála þér um það að mér finnst það vafasamt hjá Morgunblaðsmönnum að loka blogginu. Mér finnst Snorri hafa fullan rétt á þessum skoðunum sínum og mega tala fyrir þeim hvar sem er - mér finnst hann bara ekki eiga að kenna ungum og viðkvæmum sálum um leið.
Jón H. Brynjólfsson 16.2.2012 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.