12.2.2012 | 21:15
1610 - Where is everybody?
Gamla myndin.
Skrúðganga í Hveragerði. Þetta er í Bláskógum og húsið hans Kristins Péturssonar í baksýn fyrir miðju.
Var að enda við að lesa merkilega bók sem er um möguleikana á að líf kunni að finnast á öðrum hnöttum. Höfundurinn gengur mjög skipulega til verks og fer yfir 50 helstu skýringarnar á Fermi-þversögninni og útskýrir hana fyrir lesendum.
Þannig er gerð grein fyrir bókinni á Amazon.com:
Ég er fæddur í september árið 1942. Þann 2. desember það sama ár má segja að kjarnorkuöldin hafi hafist. Þá tókst mönnum í fyrsta sinn að koma af stað kjarnaklofnun í úrani. Sem betur fer var sú kjarnaklofnun under control eins og sagt er. Það var Enrico Fermi sem hafði þá stjórn með höndum. Þetta var hluti af svokallaðri Manhattan-áætlun sem eins og margir vita fólst í því að smíða kjarnorkusprengju. Arthur Holly Compton var stjórnandi keðjuverkunar-verkefnisins og hringdi til James Bryant Conant sem stjórnaði Harvard háskólanum á þessum tíma og sagði: Jim, you will be interested to know that the Italian navigator has just landed in the new world.
Þetta hef ég meðal annars úr þessari bók. Þ.e.a.s. ég vissi svosem að Fermi stjórnaði fyrstu kjarnaklofnuninni og að hún átti sér stað skömmu eftir að ég fæddist. Hitt er úr bókinni og þar er að sjálfsögðu margt fleira.
Einn merkilegasti kaflinn í bókinni finnst mér vera undir lokin. Það ræðir höfundur um málstöðvar heilans og máltöku barna. Það mál er afar merkilegt. Þar ræðir hann meðal annars um kenningar Chomskys um að vissir þættir í máltökunni hljóti að vera meðfæddir. Það er nefnilega alveg undur og stórmerki hve fljót börn eru að læra að tala og hvernig þau gera það. Fátt held ég að sé betur til þess fallið að kynnast starfsemi heilans en að setja sig vel inn í þau mál.
Kannski geri ég betur grein fyrir þessari bók seinna. Hún á það alveg skilið. Það er ólíkt merkilegra að velta fyrir sér UFO-um, lífi á öðrum hnöttum og þessháttar en íslenskum stjórnmálum og íslensku Hruni. Flestir fara ekki lengra en að ESB og Grikklandi ef þeir vilja finna eitthvað merkilegra, en hvers vegna ekki að fara alla leið?
Ekkert er stórt og ekkert er smátt án samanburðar við annað. Þetta minnir mig að Jónatan Swift hafi sagt. Ég, eins og margir fleiri, las með áfergju Gullivers-bækurnar á sínum tíma og þó mörgum finnist ég oft gera lítið úr Íslandi og íslenskum veruleika vil ég bara minna á spakmæli þetta og boðskap þess. T.d. á þetta vel við um samanburð á UFO og Hruninu.
Sveiflast alltaf á milli þess að álíta að fólk sé fífl og álíta að það sé ekki fífl. Þegar ég horfi t.d. á boltaleiki í sjónvarpinu verður fyrri fullyrðingin oftast ofaná. (Já, nú verður þú að athuga hvort ég nefndi á undan.) Við kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur verður það oftast sú síðari. Jafnvel þó ég lendi í miklum minnihluta. Hvernig stendur eiginlega á þessu?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Bókin um þversögn Fermis er stórskemmtileg. Á Stjörnufræðivefnum höfum við tekið saman 25 útskýringar á þversögninni.
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 13.2.2012 kl. 09:53
Ég er mjög ánægður með þessa athugasemd frá ykkur. Ég veit að mjög margir hafa áhuga á þessum málum. Umræður um þau finnst mér þó oft leiðast út i umræður um fljúgandi furðuhluti eða trúmál sem ég hef minni áhuga á. Ég mun áreiðanlega kanna betur vefinn ykkar, sem ég hef lengi ætlað mér að gera, og t.d. leita að umræðuvettvangi um kosmólógíu eða skyld málefni. Gallinn við umræður um þessi mál er einkum sá að allir virðast hafa mismunandi hugmyndir um hvernig takmarka skuli umræðuna.
Sæmundur Bjarnason, 13.2.2012 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.