1592 - Gurrí og Geir

Untitled Scanned 23Gamla myndin.
Þetta er bensínskúrinn á Vegamótum. Greinilega Pési við olíudæluna.

Nú vill Jens Guð safna fyrir Gurrí á Skaganum. Gurrí er ekki eini fjölmiðlungurinn sem verður fyrir búsifjum af þessu tagi. En alveg eins og fólkið í Vesturberginu sem fór á hausinn við að elda veislumat á hverjum degi, hefði átt að gera, er nauðsynlegt að halda vel utanum þessa litlu peninga sem maður á eða hefur aðgang að.

Man vel eftir Gurrí meðan hún var moggabloggandi, en hef minna fylgst með henni eftir að hún hætti þar.

Málaferli ættu að vera að mestu óþörf  í fullkomnu þjóðfélagi. Þau aukast þó sífellt í henni Ameríku og litla Ísland langar svo að vera eins. Að því leyti miðar nokkuð í áttina.

Allir þeir peningar sem safnast með þessum hætti bæði hjá henni og öðrum fara beint í vasa óverðugra lögfræðinga sem komið hafa auga á matarkistuna þarna. Bloggarar eru líka farir að verða fyrir barðinu á þessum afbrigðileika íslenskrar dómgæslu.

Það ósanngjarna er að hvað meiðyrðalöggjöfin er gölluð. Útrásarlýður getur áhyggjulaust sótt sér peninga í formi sekta í safnanir sem þessa. Vinnuveitandi Gurríar ætti auðvitað að borga þessa upphæð. Þetta er hluti þeirrar kúgunar og þöggunar sem ríkjandi er hér í þjóðfélaginu. Annars ætti að vera nóg eftir af ormagullinu í fleti Geirs Haarde og ef hann notar það ekki væri það vel til þess fallið að borga sektina Gurríar.

Fór á Bókasafnið  í gær en tók ekki mikið af bókum þar. Það er annars svo mikið af bókum á kyndlinum mínum að ég þarf ekki mjög á því að halda að fá bækur á bókasafninu en vil ekki láta viðskipti mín við það falla alveg niður.

Annars er víst best að fara að fylgjast með Geirsmálinu í sjónvarpi allra landsmanna. Finnst rökin hjá Ögmundi fremur gloppótt. Vissulega er líklegt að fleiri séu sekir um svipað athæfi og Geir. Það finnst mér samt ekki eigi að hafa áhrif á málshöfðunina á hendur honum. Það er yfirleitt ekki talið böl bæta að benda á annað verra. (Eða jafnvont.)  

IMG 3085Lífið getur verið ánægjulegt þegar maður er af réttum lit og þ.h.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Falleg kýr og greinilega vel haldin.

Ellismellur 20.1.2012 kl. 10:09

2 identicon

" Finnst rökin hjá Ögmundi fremur gloppótt" Grófriðið eins og flottroll.

Ólafur Sveinsson 20.1.2012 kl. 12:52

3 identicon

Það er stórvarasamt að opna munninn, að skrifa, á íslandi; Þetta er að vera mest "ritskoðaða" land sem til er... Allir að kæra alla, hægri vinstri.

Lögfræðingur: þessi sagði að ég væri feit(ur), að ég væri fáviti... kæra þetta, kæra hitt... við erum smásálir..

DoctorE 20.1.2012 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband