11.1.2012 | 12:48
1585 - Miklihvellur
Gamla myndin.
Hér er riðið hart. Kannski mætti þekkja á fjöllunum í baksýn hvar þetta hestamannamót hefur verið. Ekki man ég það.
Þeir sem óskuðu með grátstafinn í kverkunum eftir nógu miklum jólasnjó (svo jólin yrðu jólaleg) hafa líklega fengið ósk sína uppfyllta. Mér finnst snjórinn og kuldinn vera farinn að valda vandræðum eins og alltaf er. Það er alveg nóg komið af snjó og ófærð hér á Reykjavíkursvæðinu og svo eru jólin þar að auki búin.
Í kyndlinum mínum er ég núna að byrja að lesa bók (eða réttara sagt pdf skrá) um Fermi´s paradox. Hann er svona á ensku: Where is everybody? Þar er Enrico Fermi, sem er þekktur m.a. fyrir þátttöku sína í Manhattan projektinu, að velta fyrir sér af hverju ekki séu geimverur útum allt. Margar skýringar eru til á því og um sumar (margar) þeirra er fjallað í bókinni. Þarna er meðal annars minnst á Drake-jöfnuna frægu og margt fleira. Mér finnst margt sem snertir kosmologiu mun eftirtekarverðara en trúmál. Hef lesið talsvert eftir Carl Sagan og fleiri og auðvitað séð sjónvarpsþættina sem hann stjórnaði. Man eftir sögu sem lesin var í útvarpið á sínum tíma (fyrir mjög löngu) og nefndist Svarta skýið og var eftir Fred Hoyle sem mig minnir að hafi einnig verið einn af forvígismönnum Big bang kenningarinnar á sínum tíma. Ætti sennilega að fara að kynna mér stjörnufræðivefinn en einhvern vegin hef ég aldrei haft tíma til þess.
Hvað mun gerast þegar bókasöfn fara að lána rafbækur. Þau lána núna hindrunarlaust hljóðbækur. Auðvitað er hæg að afrita hljóðskránar. Eða því geri ég ráð fyrir. Nenni samt ekki að prófa.
Eiríkur Örn Norðdahl skrifar um afritunarvarnir á rafbókum á bloggið sitt og fésbókina líka. Segir slíkar varnir tilgangslausar og valda einungis skaða og ruglingi auk þess að vera óhemju dýrar. Höfundarréttur er mér talsvert hugleikinn og margir hafa áhuga á honum. Það er samt ekki rétt að annar aðilinn ráði öllu þar. Það er jafnvitlaus hugmynd að listamenn ráði þar öllu eins og að hver og einn geti stolið því sem hann kærir sig um. Höfundarréttur hlýtur að vera eins konar samningur milli notenda hugverka og framleiðenda þeirra. Ýmsar aðgerðir aðila og stjórnvalda geta að sjálfsögðu haft áhrif á þróunina. Einnig tæknin sem notuð er og löggjöf í hverju landi.
Mér leiðast þessir árans mannkynsfrelsarar. Það verður varla þverfótað fyrir þeim. Allir keppast við að bjarga sem flestum börnum í Kína eða einhverju þess háttar og það má varla hafa skoðun á nokkru nema fá sér um leið áskrift að uppáhaldsbílæti mannkynsfrelsararns.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þú færð Cosmic Calendar í verðlaun
http://www.youtube.com/watch?v=qZYQtWnHqN8
DoctorE 11.1.2012 kl. 13:18
Er þessi mynd nokkuð tekin á Kaldárbökkum?
Ellismellur 11.1.2012 kl. 13:24
Takk DoctorE.
Ég er bara svo paranoid og innbilskur að ég er alltaf hálfhræddur, þegar ég er sendur í youtube-langlokur, um að ég verði rukkaður eftirá um eitthvað af internet-providernum mínum fyrir erlent niðurhal. Sorry.
Sæmundur Bjarnason, 11.1.2012 kl. 13:26
Ellismellur, það gæti vel verið. Faxaborg á Hvítárbökkum kæmi líka til greina held ég. Kannski er nafnið vitlaust en ég man eftir að hafa komið á hestamannamót við Hvítárbrú.
Sæmundur Bjarnason, 11.1.2012 kl. 13:44
Menn geta bæði riðið hrat og riðið hart.
Ólafur Sveinsson 11.1.2012 kl. 15:11
Hva, þetta er nú ekkert svakalega stórt videó....
Að auki getur verið erfitt fyrir fólk að átta sig á hvað er erlent niðurhal og hvað ekki... td geta .is síður hæglega verið í kína eða hvar sem er...
Ertu með slappan ISP.. sem rukkar og rukkar og rukkar... þrátt fyrir kostaboð og svona :)
DoctorE 11.1.2012 kl. 15:17
Nei, DoctorE. En það er anakronismi að vera að borga sérstaklega fyrir erlent niðurhal.
Ólafur, ég þekki vel muninn á því að ríða hratt og ríða hart. Það síðarnefnda er að ég held viðurkennt málfar.
Sæmundur Bjarnason, 11.1.2012 kl. 15:22
Það kemur að því að þetta verði "ókeypis"; Netið er svotil ókeypis fyrir mig.. miðað við í byrjun, þegar ég hringdi inn og var með 100 þúsund kr símareikning.. mjög oft :)
DoctorE 11.1.2012 kl. 16:06
Já, það er satt. Símakostnaður hefur stórlækkað frá því sem áður var. En mikill vill meira.
Sæmundur Bjarnason, 11.1.2012 kl. 18:56
Meira og meira, ég er með 100mb tengingu heima hjá mér :)
DoctorE 12.1.2012 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.