1582 - DV

Scan248Gamla myndin.
Gerður Garðarsdóttir.

Mér finnst ekkert sniðugt hjá ÓRG að vilja ekki segja hvort hann ætlar að bjóða sig fram einu sinni enn. Auðvitað er hann ekkert hefðbundinn og vill ekki vera. Þetta er nú samt einum of mikið. Sjálfsagt er þó að reikna með að hann verði ekki eilífur augnakarl í þessu embætti. Veit heldur ekki hvað hann vill að margir gangi á eftir sér með þetta. Vel hugsanlegt að einhverjir verði til þess. Um leið og einhver þekkt persóna tilkynnir um framboð sitt á ég þó von á að hann hlaupi í felur.

Las um það á mbl.is í gærkvöldi að hin heilögu skráaskiptasamtök hafi verið stofnuð í Svíþjóð. Þetta eru trúarbrögð sem mér líst nokkuð vel á. Kannski er þetta skylt sjóræningjaflokknum sem bauð held ég fram í Svíþjóð í síðustu kosningum þar. Mig langar eiginlega til að kynnast þessu öllu betur. Kannski ég spyrji Gúgla um þetta eftir nokkra daga.

dvÉg er dálítið leiður á æsifréttamennsku vef-fjölmiðlanna. Það virðist vera um einhvern sérstakan óhugnaðarstuðul að ræða sem þýðendur þurfa að fara í gegnum. Eða eru bara einhver útlend götublöð látin ráða fréttavalinu? Tökum bara eftir röð þær fréttir sem í morgun var að finna á DV.is og hægt er að sjá hér á klippunni.

1. Dönsk kona er orðin forstjóri álverksmiðjunnar á Reyðarfirði. Fyrir allmörgum árum flakkaði hún um tíma um heiminn og var m.a. um tíma á Eskifirði.

2. A.m.k. ársgamalt mál sem líklega er búið að skrifa um áður. Að þetta hafi gerst í Noregi og þess getið í fyrirsögninni er þakkarvert.

3. Jú, kannski frétt. Páll Óskar er óánægður með að til standi að rífa Nasa – Sjálfstæðishúsið. Margir geta eflaust tekið hlekkjalaust undir það.

4. Útlend æsifrétt.

5. Útlend æsifrétt.

6. Útlend æsifrétt.

7. Kannski frétt. Eru menn annars ekkert að þreytast á að skrifa um áramótaskaupið?

Veit ekki til að DV hafi minnst á hræðilegt loftbelgjarslys sem varð á Nýja Sjálandi í gær. 11 létust. Nei þýðingarnar blíva og svo þarf vissum óhugnaðarstaðli að ná. Þetta fer bara svolítið í taugarnar á mér.

Geir biður um gott veður og Bjarni Ben. og fleiri sjálfstæðisforkólfar styðja hann í því.

Í Úkraínu er fyrrverandi forsætisráðherra í fangelsi. Það er Júlía Tímósjenko með fléttuna stóru. Ekki veit ég fyrir hvað hún var sett inn en dómurinn hljóðar uppá sjö ár ef ég man rétt.

Ég er alls ekki að segja með þessu að Geir Haarde ætti að sitja inni. Get samt ekki séð að það sé nein minnkun að draga fyrrverandi forsætisráðherra fyrir dóm. Skárra væri það nú. Afbrot Júlíu þekki ég ekki. Held að hún hafi átt einhvern þátt í appelsínubyltingunni samt. Dóttir hennar er sögð óttast um líf hennar og maður hennar er flúinn til Tékklands. Enn er hún meðal vinsælustu stjórnmálamanna Úkraínu.

IMG 7681Ekki í Madisonsýslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband