5.1.2012 | 09:47
1579 - Trúmál o.fl.
Gamla myndin.
Benni og ég að horfa á sjónvarpið að Þorsteinsgötu 15, Borgarnesi.
Leikfangið sem heldur fyrir mér vöku um þessar mundir er Kindle fire spjaldtölvan sem kostaði þó ekki nema 199 dollara. Ég á enn eftir að skrifa meira um þennan afburðagrip en er núna strax búinn að finna það út að rúmlestur er hin besta og þægilegasta iðja með þessu tæki. Ekkert um það að ræða að sumar bækur (eins og t.d. Sögu Akraness) er engin leið að fara með í rúmið vegna stærðar. Það er líka hægt að hafa með sér verulegan fjölda bóka án þess að þyngdin aukist nokkuð. Vil einfaldlega fullyrða að framtíð bóka liggi í lesvélum. Einkennilegt að þær skuli ekki hafa hlotið almenna hylli fyrr en núna.
Þó ég tjái mig á bloggi mínu um trúarleg málefni þá kallar það yfirleitt sem betur fer ekki á óralanga svarhala. Sennilega eru þessir lesendur mínir ekki mikið fyrir að kommenta eða skrifa stutt innlegg á fésbók og það er bara ágætt. Ég er sjálfur ekki mikið fyrir það þó ég geri það stundum. Mér finnst erfitt að koma öllu sem ég vildi sagt hafa frá mér á núll komma fimm. Þessvegna finnst mér betra að blogga um hlutina. Kannski eru færri sem lesa þær spekúlasjónir en það er í lagi. Maður veit samt aldrei hvort margir lesa það sem maður setur í komment, en eigandi bloggsins hlýtur þó oftast að sjá það.
Eru bækur of dýrar? Á sama tíma og bókatitlum fjölgar mjög eru margir að gefast upp á því að kaupa bækur til gjafa í jólabókaflóðinu.
Enginn vafi er á því að rafbækur hér á Íslandi eru alltof dýrar. Þær eru í flestum tilfellum jafndýrar prentuðum bókum eða jafnvel dýrari. Því hefur verið haldið fram af mörgum og ekki einu sinni mótmælt að það verð sé alltof hátt.
Útgefendur geta eflaust haldið því fram að venjulegt bókaverð hafi ekki hækkað meira en annað að undanförnu. Það er þó ekki nóg. Ekki er nokkur vafi á því að útgáfukostnaður allur hefur farið mjög lækkandi undanfarið.
Líklega eru bókaútgefendur að gera útaf við sjálfa sig með því að halda bókaverði svona háu. Eflaust veitir þeim samt ekki af peningunum. Verslanakeðjur hafa farið illa með þá að undanförnu.
Bókaútgáfa mun breytast mikið á næstunni og eru þegar komin mörg dæmi um það. Í flestum tilfellum er mun hagstæðara fyrir höfunda að gefa bækur sínar út sjálfir. Dreifingin er það eina sem er höfuðverkur. Allt annað er auðvelt og ódýrt.
Í ár eru 40 ár liðin frá einvíginu fræga sem haldið var í Reykjavík 1972 milli Borisar Spassky og Bobby Fischer. Það fer vel á að minnast þess með því að halda opið Reykjavíkurskákmót í Hörpunni. Í fréttum er sagt að það verði gert í mars næstkomanndi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Eini raunhæfi mælikvarðinn á verð er útsöluverð kaupmanna. Það er hið rétta og sanngjarna verð hlutanna. En hvað kostaði lestölvan með sköttum og gjöldum? 199 dollarar er ekki mikið en yfirleitt bætist við annað eins hjá glæpafyrirtækinu Íslandspósti sem stálu af mér gjöf frá vini mínum í Kanada fyrir nokkrum árum. Stálu henni af því ég neitaði að greiða toll sem var hærri en útsöluverð gjafarinnar úr búð hér í Reykjavík. Þá sór ég eið að hafa aldrei viðskipti við þetta glæpafyrirtæki og hef staðið við það
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.1.2012 kl. 14:57
Kom ekki í pósti. Ég er eins og þú að treysta þeim afar varlega. Tollar og annað virðast oft fara eftir geðþótta.
Sæmundur Bjarnason, 5.1.2012 kl. 16:18
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir skemmtileg skrif á árinu 2011. Fyrirgefðu dónaskapinn Sæmundur, gleymdi áramótakveðjunni en bæti úr því hér með.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.1.2012 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.