10.12.2011 | 20:16
1559 - Að pressa vefinn
Gamla myndin.
Snemma beygist krókurinn. Hér er greinilega stundað peningaspil. Þorgeir Einarsson, Benedikt Sæmundsson, Bjarni Sæmundsson, Anna Sigríður Einarsdóttir og Sæmundur Bjarnason.
Vefpressu-umræðan virðist sýna að netumræðan sé að þroskast svolítið. Umræðan á netinu um hundinn sem átti að hafa verið drepinn en var það ekki sýndi netumræðuna sem taugaveiklaða vitleysu. Netnotendur hafa síðan reynt að finna tilefni til að bæta ímynd sína. Vefpressu-umræðan hefur hjálpað til þess.
Efalaust er að netinu fylgja völd og áhrif. Málshöfðunarhótanir sterkra aðila þar eru enginn leikur. En hvað eru þessir sterku aðilar að flækjast á netinu ef það skiptir engu máli? Vefmiðlarnir vilja halda sínum áhrifum án þess að kosta nokkru til.
Góð íslenskukunnátta skiptir ekki máli. Mbl.is hefur sannað það. Það sem sagt er skiptir máli og myndir að sjálfsögðu. Að geta hrætt fólk skiptir máli. Bloggarar eru smám saman farrnir að skipta máli. Það að allir geta orðið sagt það sem þeim sýnist skiptir máli. Völd hliðvarðanna eru að hverfa. Það finnst þeim illt.
Hér eru þrjár skákvísur sem ég fann á netinu. Sjálfsagt eru þær ekki ókunnar öllum. Þær eru úr bók Williard Fiske sem nefnist Chess in Iceland.
Fólk þarf að skilja að ekkert er með öllu leynilegt sem fram fer á netinu eða í símanum. Njósnarar eins og 007 nota áreiðanlega ekki farsíma eins og annað fólk. Ætli þeir séu ekki innbyggðir hausinn á þeim. Öruggast er þó að fara upp í Öskjuhlíð.
Þegar fésbókaræði rennur á menn er eins gott að vera ekki fyrir þeim. Ég kalla það að vera fyrir þeim að hafa slysast til að kalla þá nána vini. Það er bara enginn friður. Nei, ég ætla engin nöfn að nefna. Auðvitað er hægt að leysa þetta vandamál í gegnum fésbók. Til þess er hún. Að leysa allskyns vandamál. Sum þeirra skapar hún reyndar sjálf. Besta lausnin er auðvitað að hætta að nota þessi ósköp. Þannig höfðu sumir það varðandi Moggabloggið á sínum tíma.
Mér finnst fréttirnar á Baggalúti oft meinfyndnar. Þannig er kímnigáfa mín og ég get ekkert að því gert. Þekki heldur aldrei nein lög sem spiluð eru í Útsvari. Kannski er það fæðingargalli. Hef áhuga fyrir hlaðborðsumræðunni hjá Jens Guði, því ég er að vinna í ístrusöfnun eins og fleiri og á ekki ótakmarkaða peninga frekar en vesalings útrásarvíkingarnir. Eða ekki.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ef ég man rétt, þurftum við að skila verðlaunafénu að leik loknum.
Anna Einarsdóttir, 10.12.2011 kl. 21:25
Já, þetta hefur sennilega bara verið æfing!!
Sæmundur Bjarnason, 11.12.2011 kl. 00:34
Þetta hefur verið æfing fyrir HRUNIÐ MIKLA sem við áttum löngu síðar eftir að lenda í.
Erum við ekki einmitt núna að skila öllum peningunum sem við héldum að við hefðum unnið okkur inn?
Áslaug Benediktsdóttir 11.12.2011 kl. 10:28
Já, og sá sem tapaði var Svarti-Pétur, en sá sem vann Útrásarvíkingur. Eða hvað? En hvað var sá sem tók myndina? Áhorfandi?
Sæmundur Bjarnason, 11.12.2011 kl. 12:02
Mig minnir nú að bankinn hafi oftast unnið. Sá sem tók myndina sá í gegn um plottið og tók ekki þátt! Það er enginn Svarti Pétur í Póker eða Tuttuguogeinum en það tapa yfirleitt allir nema bankinn.
áslaug Benediktsdóttir 11.12.2011 kl. 12:16
Annars hef ég alltaf gaman af póker og Tuttuguogeinum. En ég vil heldur spila Matador núna um jólin. Svo ekki sé nú minnst á Scrabble þar sem ég vinn þig alltaf í því!
Áslaug Benediktsdóttir 11.12.2011 kl. 12:31
Skrifað og skraflað, ha, ha, ha.
Sæmundur Bjarnason, 11.12.2011 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.