1559 - Að pressa vefinn

Scan287Gamla myndin.
Snemma beygist krókurinn. Hér er greinilega stundað peningaspil. Þorgeir Einarsson, Benedikt Sæmundsson, Bjarni Sæmundsson, Anna Sigríður Einarsdóttir og Sæmundur Bjarnason.

Vefpressu-umræðan virðist sýna að netumræðan sé að þroskast svolítið. Umræðan á netinu um hundinn sem átti að hafa verið drepinn en var það ekki sýndi netumræðuna sem taugaveiklaða vitleysu. Netnotendur hafa síðan reynt að finna tilefni til að bæta ímynd sína. Vefpressu-umræðan hefur hjálpað til þess.

Efalaust er að netinu fylgja völd og áhrif. Málshöfðunarhótanir sterkra aðila þar eru enginn leikur. En hvað eru þessir sterku aðilar að flækjast á netinu ef það skiptir engu máli? Vefmiðlarnir vilja halda sínum áhrifum án þess að kosta nokkru til.

Góð íslenskukunnátta skiptir ekki máli. Mbl.is hefur sannað það. Það sem sagt er skiptir máli og myndir að sjálfsögðu. Að geta hrætt fólk skiptir máli. Bloggarar eru smám saman farrnir að skipta máli. Það að allir geta orðið sagt það sem þeim sýnist skiptir máli. Völd hliðvarðanna eru að hverfa. Það finnst þeim illt.

skákHér eru þrjár skákvísur sem ég fann á netinu. Sjálfsagt eru þær ekki ókunnar öllum. Þær eru úr bók Williard Fiske sem nefnist „Chess in Iceland.“

Fólk þarf að skilja að ekkert er með öllu leynilegt sem fram fer á netinu eða í símanum. Njósnarar eins og 007 nota áreiðanlega ekki farsíma eins og annað fólk. Ætli þeir séu ekki innbyggðir hausinn á þeim. Öruggast er þó að fara upp í Öskjuhlíð.

Þegar fésbókaræði rennur á menn er eins gott að vera ekki fyrir þeim. Ég kalla það að vera fyrir þeim að hafa slysast til að kalla þá nána vini. Það er bara enginn friður. Nei, ég ætla engin nöfn að nefna. Auðvitað er hægt að leysa þetta vandamál í gegnum fésbók. Til þess er hún. Að leysa allskyns vandamál. Sum þeirra skapar hún reyndar sjálf. Besta lausnin er auðvitað að hætta að nota þessi ósköp. Þannig höfðu sumir það varðandi Moggabloggið á sínum tíma.

Mér finnst fréttirnar á Baggalúti oft meinfyndnar. Þannig er kímnigáfa mín og ég get ekkert að því gert. Þekki heldur aldrei nein lög sem spiluð eru í Útsvari. Kannski er það fæðingargalli. Hef áhuga fyrir hlaðborðsumræðunni hjá Jens Guði, því ég er að vinna í ístrusöfnun eins og fleiri og á ekki ótakmarkaða peninga frekar en vesalings útrásarvíkingarnir. Eða ekki.

IMG 7433Hér vantar bara barnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef ég man rétt, þurftum við að skila verðlaunafénu að leik loknum. 

Anna Einarsdóttir, 10.12.2011 kl. 21:25

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, þetta hefur sennilega bara verið æfing!!

Sæmundur Bjarnason, 11.12.2011 kl. 00:34

3 identicon

Þetta hefur verið æfing fyrir HRUNIÐ MIKLA sem við áttum löngu síðar eftir að lenda í.  

Erum við ekki einmitt núna að skila öllum peningunum sem við héldum að við hefðum unnið okkur inn?

Áslaug Benediktsdóttir 11.12.2011 kl. 10:28

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, og sá sem tapaði var Svarti-Pétur, en sá sem vann Útrásarvíkingur. Eða hvað? En hvað var sá sem tók myndina? Áhorfandi?  

Sæmundur Bjarnason, 11.12.2011 kl. 12:02

5 identicon

Mig minnir nú að bankinn hafi oftast unnið.  Sá sem tók myndina sá í gegn um plottið og tók ekki þátt!   Það er enginn Svarti Pétur í Póker eða Tuttuguogeinum en það tapa yfirleitt allir nema bankinn. 

áslaug Benediktsdóttir 11.12.2011 kl. 12:16

6 identicon

Annars hef ég alltaf gaman af póker og Tuttuguogeinum.  En ég vil heldur spila Matador núna um jólin.  Svo ekki sé nú minnst á Scrabble þar sem ég vinn þig alltaf í því!

Áslaug Benediktsdóttir 11.12.2011 kl. 12:31

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Skrifað og skraflað, ha, ha, ha.     

Sæmundur Bjarnason, 11.12.2011 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband