1546 - Topplistinn o.fl.

fa19Gamla myndin.
Benni og Bjarni hjá flottu jólahúsi. Takið líka eftir sjónvarpinu.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson kemur reglulega í Kastljós RUV til að mæra bókina sína. Lætur eins og allt sé rétt og sannleikanum samkvæmt þar. Svo er þó ekki en vel getur verið að bókin sé ágætlega skrifuð. Það eru bara svo margar bækur þannig. Palli og Kolla eru enginn hæstiréttur um það hvaða bækur eru nógu góðar til að vera gefnar í jólagjöf.

Skil ekki hvað menn eru æstir útaf þessu Grímsstaðamáli. Þetta er smámál. Kínverjaræfillinn var bara ekki búsettur á réttum stað. Undanþágur er ekki sjálfsagt að veita. Jafnvel þó það hafi verið gert áður.

Hlynur Þór Magnússon ætlar ekki að segja sig úr Landssambandi framsóknarkvenna. Ekki ég heldur. Kannski höfum við hvorugur nokkurtíma verið í þessu landssambandi en það breytir ekki því, að óþarfi er að segja sig úr því. Bensi á Akureyri segir sig úr Samfylkingunni með látum og ætlast til að það hafi einhver áhrif. Er ekki viss um að svo sé og ekki ætla ég að segja mig úr Samfylkingunni. Man líka ekki eftir að ég sé í henni. Held jafnvel að ég sé í Framsóknarfélagi Kópavogs. A.m.k. er Sigmundur sífellt að skrifa mér, en ég les aldrei bréfin frá honum. Annars er löng sorgarsaga að segja frá því öllu. 

Gunnar Eysteinsson frændi minn í Svíþjóð skrifaði mér um daginn og bað mig að segja eitthvað um Topplistann sinn. Mér finnst ég vera voða mikilvægur fyrir vikið en auðvitað er ég það ekki. Hann er lengi búinn að vera að reyna að hafa upp í kostnað með þessu Topplistastandi sínu, sem hefur kostað mikinn tíma. Gallinn er sá að allir vilja fá allt ókeypis á netinu. Kannski er þetta að breytast, en það er fyrst þegar fólk sannfærist um að það græði á því að auglýsa hjá honum sem það fer að auglýsa að einhverju marki þar. Ég geri ráð fyrir að t.d. Útvarp Saga hafi staðið frammi fyrir þessu sama fyrir nokkru síðan og selt auglýsingarnar þá mjög, mjög ódýrt. Þetta er svokallað „Catch 22“ og það getur verið afar erfitt að komast yfir það.

Ekki fæ ég svo mikið sem eina einustu krónu fyrir öll þau löngu blogg sem ég skrifa. Geri heldur ekki ráð fyrir því. Auðvitað vona ég samt að einhvern tíma sjái einhver sem á alltof mikið af peningum hve gríðarlega góður bloggari ég er og bjóðist til að borga mér fyrir greinaskrif. Ég get líka vonast til að þessi sífelldu skrif mín hafi áhrif á einhverja. Kannski ekki bein áhrif þannig að viðkomandi fallist alveg á mínar skoðanir á hlutunum, en hugsi kannski svipað um sum mál.

IMG 7164Hvernig gerist svona?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband