1545 - Grímsstaðir á fjöllum

fa13Gamla myndin.
Benedikt Sæmundsson.

Grímsstaðamálið á Fjöllum er að verða að einhverju Bakkaselsmáli. Man vel eftir hvað rifist var mikið um söluna á þeirri jörð á sínum tíma. Umræðan er samt breytt. Hraðinn er meiri. Minnir að deilt hafi verið um Bakkasel vikum eða jafnvel mánuðum saman og ekki hafi verið hótað stjórnarslitum. Útlendingar blönduðust heldur ekki í það mál, enda hafa þeir varla haft áhuga á Bakkaseli. Kveikiþráðurinn í mönnum er ansi stuttur núna. Gott ef Möllerinn er ekki sármóðgaður ennþá fyrir að hafa verið settur af sem ráðherra. Annað eins hefur nú gerst. Venjan hefur samt verið að setja dúsu uppí menn fljótlega hafi þess gerst þörf.

Öplódaði nokkrum gömlum myndum áðan og á nú smábirgðir af þeim. Nýju myndirnar eru ekki margar eftir. Á samt eftir að taka eitthvað af myndum til í það. Hef frekar áhyggjur af gömlu myndunum. Þær klárast á endanum. Get bætt við hinar ef þarf.

Merkilegt hvað nútímaþjóðsögur eru vinsælar. Held að ég hafi séð um daginn nýjustu útgáfuna um köttinn í örbylgjuofninum. Þjóðsögumyndir ganga líka sífellt aftur og aftur þó ég muni ekki eftir neinu dæmi í svipinn. Þetta er einkum áberandi núorðið því svo margir kunna að breyta myndum í photoshop. Vinsæl iðja.

Netlíf er ekkert líf. Margir virðast lifa fyrir fésbókina sína. Það er samt framför ef fólk hefur ekki kost á öðru. Kannski hafa þó þeir sem mesta þörf hafa fyrir netlíf ekki kunnáttu til að nota sér það. Krakkar og unglingar hafa mjög gaman af að skrifa allkyns dellu á facebook. Líka virðist vinsælt að setja myndir sínar þar. Oft finnst viðkomandi of mikil fyrirhöfn að henda út misheppnuðum myndum og óskýrum og er fésbókin þá orðin sannkölluð ruslakista.

Í blogginu mínu er ég sífellt að bera saman fésbókina og bloggið. Twitterinn hefur sloppið því ég hef ekki nennt að skrá mig þar. Eflaust finnst flestum þetta hundleiðinlegt. Mér líka. Nær væri að skrifa um eitthvað annað. Mér dettur bara svo fátt í hug.

IMG 7163Skógur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband