15.11.2011 | 00:17
1532 - Það er nefnilega það
Gamla myndin.
Malarbingur. (Í Reykjavík væntanlega)
Ég skal segja þér af hverju þú ert að gera rétt með því að lesa bloggið mitt eins og þú ert að gera núna. Hér er þó a.m.k. hægt að hætta. Þetta er nefnilega ekki framhaldsblogg. Ef þú lætur glepjast til að fara að lesa heila skáldsögu að ég tali nú ekki um krimma þá getur þú búist við að verða hálfbundin yfir þessum ómerkilegheitum í marga daga. Sumir eru kannski fljótlesnir og bruna yfir bækurnar á flettihraða, en ekki allir. Sumir lesa hægt og varlega. Höfundurinn gerir allt sem hann getur til að gera bókina spennandi. Þannig gerir hann þér erfiðara fyrir að hætta. Þannig er því ekki varið með blogg. Þau taka enda. Jafnvel mjög fljótt. Svo er alltaf hægt að telja sjálfum sér trú um að fleiri almennileg blogg séu ekki til.
Auðvitað veit ég ekkert hvað gerist í næstu kosningum. Margt bendir samt til að fylgi flokkanna (fjórflokksins) verði svipað og fyrir Hrun. Hins vegar hreinsist þeir vonandi að mestu af þinginu sem þar sátu þegar Hrunið varð. Vinstri grænir líka. Írinn sem var hjá Agli í Silfrinu á sunnudaginn var ágætur og svo ætlar hann að fara að vinna hér. Reiðin, hefndarhugurinn og uppgjöfin mega ekki ráða öllu. Hér þarf að taka til hendinni. Nú ætti að vera tækifæri fyrir þekkta og heiðarlega menn með lítil sem engin tengsl við fjórflokkinn að krækja sér í auðfengin völd. Kannski vilja þeir það ekki og þá má búast við að endirinn verði sá að við sitjum upp með sömu fáráðlingana og áður.
Það eru þrjú mál sem ég þarf helst að minnast reglulega á hér á blogginu mínu. Fyrst er að telja Sögu Akraness-málið. Ég er nefnilega búinn að minnast svo oft á það að ég verð eiginlega að halda því áfram. Kannski er það samt í óþökk Hörpu Hreinsdóttur sem bæjarstjórinn og fleiri eru greinilega að reyna að þagga niður í. Hitt er Kögunarmálið, en Teitur getur alveg séð um það sjálfur. Það liggur við að maður sé farinn að vorkenna Gunnlaugi greyinu. Man ómögulega hvað það þriðja er. Kannski það hafi bara verið biskupsmálið. Líklega er það samt að leysast fyrst Karl ætlar að hætta fljótlega.
Fór í kvöld á jólahlaðborðið hjá Húsasmiðjunni sem Jens Guð mælti með. Það var alveg ágætt þó hvorki væri þar hangikjöt né reyktur lax. Heldur ekki neinir eftirréttir enda kostaði það ekki nema 1200 og eitthvað krónur. Fer jafnvel aftur þangað fyrir jólin.
Þetta átti að verða stutt blogg og auðvelt að hætta í tíma, en það er erfitt að hætta að skrifa þó vonandi komi dagur eftir þennan dag.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Er nýbúin að senda bréf með fyrirspurn um hvort hafi verið skrifað undir samning um III. bindið og hvort ritnefnd um Sögu Akraness hafi haldið fund síðan í sumar. Raunar býst ég við að málið sé dautt því ég get ekki ímyndað mér að nokkurt útgáfufyrirtæki fáist til að gefa út framhald af vitleysunni (Uppheimar hljóta að segja pass eftir greinargerð Páls Baldvins og þá upphefð að eiga verðlaunahafa Norðurlandaráðs í sínum höfundahópi.)
Harpa Hreinsdóttir 15.11.2011 kl. 11:18
Og hvað varðar okkar góða bæjarstjóra er ég því guðsfegnari sem hann tjáir sig um færra ... alger þögn hans sem víðast væri mjög ákjósanleg fyrir okkur íbúana, held ég.
Harpa Hreinsdóttir 15.11.2011 kl. 11:19
Hann fékk samt birta mynd af sér í síðasta Útsvarsþætti. En það er satt, ekki hefur heyrst mikið frá honum og allra síst um "Sögu Akraness" sem eðlilegt er.
Sæmundur Bjarnason, 15.11.2011 kl. 11:40
Mynd er í fínu lagi - þetta er huggulegur maður á mynd :) En það gildir sama um hann og Bubba: Því minna sem þeir tala því skár kann maður við þá ...
Harpa Hreinsdóttir 16.11.2011 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.