1530 - Skák og fjárhćttuspil

Scan563Gamla myndin.
Reykjavík.

Landsfundur Sjálfstćđisflokksins um ađra helgi gćti orđiđ spennandi. Hćtt er samt viđ ađ fáir hafi áhuga á öđru en formannskjörinu. Mér finnst Hanna Birna sigurstranglegri ţar ţó talandinn í henni minni mig alltaf á vélbyssu. Sagt er ađ DOddsson styđji Bjarna Benediktsson og ég veit ekki hvort ţađ er styrkur. Kannski endurspeglar sá stuđningur eitthvađ afstöđuna til ESB. Gćti trúađ ađ stuđningsmönnum Hönnu Birnu finnist nauđsynlegt fyrir flokkinn ađ sćtta sjónarmiđin í ţví máli. Svo er hún ný en Bjarni óttalegur vindhani og brennimerktur Hruninu ađ auki. Hún er ađ vísu reynslulaus en ţađ ţarf ekki endilega ađ vera veikleiki.

Stjórnmálin eru skemmtileg. Einkum ţegar um er ađ rćđa baráttu um formennsku í fjórflokknum. Vandrćđagangurinn sem varđ í sjálfstćđisflokknum ţegar leitađ var ađ „stól fyrir Steina“ um áriđ gćti sem best endurtekiđ sig. Ţó er svo margt breytt núna ađ hugsanlegt er ađ svo verđi ekki ţó Hanna Birna vinni sigur. Ef hún tapar er alls ekki víst ađ hún sé ţar međ úr sögunni sem framtíđarleiđtogi.

Rauđhćrđi unglingurinn úr Grafarvoginum Hjörvar Steinn Grétarsson verđur nćstum örugglega nćsti stórmeistari okkar Íslendinga í skák. Hann náđi afar glćsilegum og góđum árangri í Evrópukeppni landsliđa í Grikklandi sem nú er ađ ljúka. Náđi tvöföldum stórmeistaraárangri og er líklega kominn međ um 2470 stig. Til ţess ađ verđa útnefndur stórmeistari ţarf hann einn áfanga í viđbót og ađ rjúfa 2500 stiga múrinn. Verđur líklega ekki skotaskuld úr ţví. Hélt satt ađ segja ađ Hjörvar vćri ekki orđinn svona gríđarlega sterkur en hef samt lengi vitađ ađ hann vćri efnilegasti skákmađur okkar Íslendinga. Sennilega byrja nöfn flestallra okkar bestu skákmanna á H. Hannes, Henrik, Héđinn, Hjörvar og Helgi. Fróđlegt verđur ađ sjá hvernig nćsta Ólympíusveit verđur skipuđ.

Rćtt er um ađ banna fjárhćttuspil á netinu. En til ađ hćgt sé ađ banna slíkt verđur ađ vera til trúverđug ađferđ viđ ađ framfylgja slíku banni. Spilafíkn er vaxandi vandamál bćđi hér á landi og víđa annarsstađar. Ég er alfariđ á móti spilafíkn en ţykist skilja hana nokkuđ vel. Sé núna ađ kannski er ég svona mikiđ á móti fésbókinni vegna ţess ađ ţar grasserar happdrćttis- og auglýsingamennskan í like-formi sem hvergi annarsstađar.

En hvernig á ađ framfylgja banni viđ fjárhćttuspili á netinu. Hćgt er ađ fylgjast međ netnotkun fólks en slíku held ég ađ ekki sé hćgt ađ koma á hér á landi frekar en hćgt sé ađ fylgjast međ ţví sem sagt er í síma. Mögulegt er ađ leyfa greiđslukortafyrirtćkjum ađ banna viđskipti viđ ţau fyrirtćki sem stjórna fjárhćttuspili á netinu ţar sem ţađ er leyft. En ţá er mögulega komiđ inná pólitískt jarđsprengjusvćđi og bann greiđslukortafyrirtćkjanna viđ ađ miđla greiđslum til WikiLeaks e.t.v. orđiđ löglegt.

Gamla myndin sem ég birti um daginn og kallađi „Á ţjóđhátíđ“ vakti svolitla athygli. Ţetta var ţann 10. nóvember s.l. Hún vakti líka athygli ţegar Bjarni sonur minn birti hana á fésbókarsíđu sinni 17. júní s.l. eins og sjá má á ţeim sagnfrćđilegu úrklippum sem  hér birtast:

fésbók a.jpg

fésbók b.jpg

IMG 7060Girnileg reyniber.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni óttalegur vindhani og brennimerktur Hruninu ađ auki. Ég vona ađ hann verđi valinn.

Ólafur Sveinsson 12.11.2011 kl. 23:04

2 identicon

Ég ţekki gatnamótin.

Ólafur Sveinsson 13.11.2011 kl. 00:12

3 identicon

Myndirnar vekja ekki athygli, nema seim til ţekkja.

Ólafur Sveinsson 13.11.2011 kl. 00:13

4 identicon

Ţađ er ţetta sem ég kalla ađ misnota Sćmund.  Ég sjálfur.

Ólafur Sveinsson 13.11.2011 kl. 00:23

5 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Takk samt, Ólafur. Fjórar athugasemdir vekja meiri athygli en ein!! Já, mér finnst Bjarni vindhani sem breytir um skođun eftir ţví sem vindurinn blćs. Kannski Hann Birna sé ţađ líka. E.t.v. vona ég líka ađ hann vinni, ţví ţá eru kannski meiri líkur á ađ flokkurinn klofni. Ef myndirnar eru úr Reykjavík hljóta margir ađ ţekkja til. Gatnamótin eru sennilega Miklabraut og Háaleitisbraut.

Sćmundur Bjarnason, 13.11.2011 kl. 09:50

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég var dálítiđ lengi ađ átta mig á ţessari mynd ţó ég sé alinn upp í Háaleitishverfinu. Ţetta eru vissulega gatnamót Háaleitisbrautar og Miklubrautar en myndin er hinsvegar spegluđ. Hún ćtti ađ vera tekin frá Fellsmúlablokk og blokkirnar á myndinni tilheyra Hvassaleiti. Myndin er sennilega eldri en svo ađ hćgri umferđin gangi upp.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.11.2011 kl. 11:05

7 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Eflaust alveg rétt hjá ţér, Emil Hannes. Man núna ađ ţađ voru heilmiklar spekúlasjónir á fésbók ţegar Bjarni birti ţessa mynd ţar. Niđurstađan var einmitt sú held ég ađ myndin hlyti ađ vera spegluđ. Ţađ gćti einmitt passađ ađ myndin vćri tekin úr blokkinni á mótum Fellsmúla og Háaleitisbrautar, sem var alveg ný ţá minnir mig. Kannski er ţetta ágćtis felumynd!! og hugsanlega best ađ seifa hana og snúa viđ í ţartilgerđu forriti til ađ átta sig á henni.

Sćmundur Bjarnason, 13.11.2011 kl. 12:15

8 identicon

Flottur dúfnakofi ţarna á myndinni sýnist mér . Annars er frekar lélegir frambjóđendur í sjálfstćđisflokknum ađ mínu mati og ţingmannahópurinn einsleitur . Flokkurinn gerđi vel međ ţví ađ laga stefnuskrá sína og endurnýja bćđi ţingmenn og forystu sína .

Valgarđ 13.11.2011 kl. 20:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband