1529 - Bókatíđindi, klámvísa dagsins o.fl.

Scan557Gamla myndin.
Austurstrćti.

Klámiđ er ađ sjálfsögđu aftast í ţessari bloggfćrslu. Ef ţú ert kominn hingađ ţess vegna ţá er rétt ađ minna á ađ ég kann eđa kunni a.m.k. einu sinni urmul af klámvísum. Á meira ađ segja einhvers stađar bćkur um ţetta efni ţó ég viti ekki nákvćmlega hvar ţćr eru. Annars skrifa ég yfirleitt bara um ţađ sem mér dettur í hug. Jafnvel ţó ţađ sé ekki í samhengi viđ vinsćlustu umrćđuefnin í bloggheimum.

Sigurđur Hreiđar skrifađi nýlega um kaffi á sitt blogg. Trúr ţeirri hugsjón minni ađ ekki skuli eyđa sćmilegu bloggefni í athugasemdir datt mér í hug ađ ţegar ég vann hjá Silla og Valda á Hringbraut 49 í gamla daga möluđum viđ kaffi allan liđlangan daginn og fólk kom úr öđrum bćjarhlutum til ţess eins ađ kaupa kaffi hjá okkur. Fljótlega komust kúnnarnir upp á lag međ ađ ţreifa á pokunum ef kvörnin var ekki í gangi. Vćru pokarnir heitir eđa volgir viđkomu var kaffiđ nýmalađ. Ţeir kostuđu 37 krónur stykkiđ og í ţeim voru 250 grömm.

Bókatíđindin eru komin hér á heimiliđ. Ţeim ţarf ég ađ fletta svolítiđ og kannski lesa. Vel getur ţađ orđiđ til ţess ađ bloggiđ mitt verđi í styttra lagi ađ ţessu sinni. Ţó brotiđ á ţessari bók sé ávallt eins er hún sífellt ađ verđa ţykkari og ţykkari. Auđvitađ er ţađ galli. Ég á líka í vaxandi erfiđleikum međ ađ gera mér grein fyrir ţví hvađa bćkur af ţeim sem fjallađ er um í ritinu eru raunverulega nýjar. Endurprentanir, nýtt og breytt band, örlítiđ breyttar útgáfur, auglýsingar og hvers kyns skrum fer mjög vaxandi. Auglýsingarnar eru greinilega orđnar ţungamiđja ritsins. Ugglaust tekst ţó nú eins og venjulega ađ hefja ritiđ yfir venjulegan ruslpóst. Líklega fer áhrifamáttur ţess samt ţverrandi. Ef í ritinu vćri eingöngu smá umfjöllun um allra nýjustu bćkurnar og ekkert annađ vćri ţađ mun betra.

Grasrótarsamtökin sem Rakel Sigurgeirsdóttir ásamt öđrum hefur skrifađ mikiđ um á blogg og fésbók eru allrar athygli verđ. Sturla Jónsson lćtur einnig ţar í sér heyra, skilst mér. Ţessi samtök hafa ađsetur ađ Brautarholti 4 ađ ég held og voru heimsótt um daginn af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. Hagsmunasamtök heimilanna, Occupy Wall Street samtökin og jafnvel Hörđur Torfason virđast vera á líku plani.

Ţví miđur er ekki annađ ađ sjá en öll ţessi samtök hafi fremur ţröng áhugasviđ ţó í orđi kveđnu viđurkenni ţau ţađ ekki. Ţau reyna ađ höfđa til sem flestra en taka alltof pólitíska afstöđu í flestum málum. Ţannig fćla ţau fólk frá ţátttöku sem e.t.v. gćti hugsađ sér ađ styđja ţau. Helst er ađ sjá ađ starfsemin hvíli á allt of fáum og ekki er hćgt ađ varast ţá hugsun ađ ţeir sem ţar hafa hćst séu einkum ađ hugsa um eigin hag.

Stjórnmálasamtökin sem fyrir eru í landinu eru líka búin ađ lćra á samtök sem ţessi og reyna eftir megni ađ gera starfsemi ţeirra sem erfiđasta. Fyrst eftir Hruniđ áriđ 2008 voru allir hálflamađir og fjórflokkurinn líka. Nú er andstađan skipulegri.

Ţau samtök fólks sem mynduđust nokkuđ fljótt í árslok 2008 og héldu fundi sína á Austurvelli síđdegis alla laugardaga undir stjórn Harđar Torfasonar voru ekki ţannig. Ţeir sem ţangađ komu voru alls ekki ađ láta á sér bera, heldur ađeins ađ styđja ţá einu kröfu sem ţar var sett á oddinn, nefnilega ađ ríkisstjórnin sem ţá var fćri frá.

Ţau samtök sem nefnd eru hér ađ framan og eflaust fleiri hafa alls ekki komiđ sér saman um eina meginkröfu og ţess vegna er árangur ţeirra ekki eins mikill og margir virđast vilja. Gerjun öll í pólitísku starfi er samt heilmikil og auđvitađ getur ţetta breyst snögglega.

Brjánn Guđjónsson (Brian Curly á fésbók) segir í athugasemd hjá mér:

Ég er nefnilega svo til hćttur ađ logga mig hingađ inn eftir ađ blog.is varđ ósýnilegt umheiminum nema ţeim sem leita ţađ uppi.

Ţetta er merkilegt. Ég vil ekkert endilega vera ósýnilegur. Kannski ég fari ađ reyna ađ linka í fréttir á mbl.is. Mér skilst ađ ţađ sé nokkuđ vinsćll vefur ennţá.

Klámvísa dagsins. Veit ekki eftir hvern hún er. Höfundurinn er líkast til svolítiđ bókmenntalega sinnađur samt eins og ég.

Eina bók á Auđargná.
Er sú fćstum bođin.
Spennslalaus og spjaldafá
og spássían er lođin.

IMG 7058Er gámatan betra en annađ tan?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Sćll félagi,

Ég er svo hrifin af blogginu ţínu ađ ég setti ţađ á hćgri dálk vefsíđulistans, undir áhugavert. 

keep up the good work

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.11.2011 kl. 20:02

2 identicon

Man eftir frá ţví á gelguskeiđi, hvađ okkur strákunum ţótti Bögubósasaga skemmtileg.
Örlar vart á ţví enn?

Ólafur Sveinsson 12.11.2011 kl. 20:04

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ţú veist hvađ vefsíđulistinn er en ekki gestir ţínir... Hérna er slóđin: Topplistinn

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.11.2011 kl. 20:04

4 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Takk Gunnar Helgi. Skil ekki alveg muninn á Topplistanum og Vefsíđulistanum. Hélt ađ ég vćri međ link á listann ţinn.

Ólafur. Ertu ekki ađ meina Bósa sögu og Herrauđs? Í gamla daga var sú saga alltaf mikiđ lesin og sást ţađ vel á ţví bindi í Fornaldarsögum Norđurlanda sem hún var í. Seinna var Bósa saga svo gefin út sérprentuđ.

Sćmundur Bjarnason, 12.11.2011 kl. 22:44

5 identicon

Fornaldarsaga norđurlanda III sem Guđni Jónsson bjó til prentunar MCMLIV.

Ólafur Sveinsson 12.11.2011 kl. 22:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband