6.11.2011 | 00:23
1523 - Barnaskóli Íslands
Allir hafa einhverja galla. Eflaust ég sjálfur líka. Heldur er það þó ólíklegt. Mér finnst a.m.k. gallar annarra miklu meira áberandi. Maður verður bara að sætta sig við þá. Af hverju geta ekki allir hugsað eins og ég? Mér finnst það stór galli. Fáir hugsa jafn skýrt. En svona er lífið. Eintóm vonbrigði. Verður maður ekki bara að reyna að gera gott úr þeim. Það tekur því ekki að vera að gera sér rellu út af ófullkomleika annarra. Lífið er of dýrmætt til þess.
Sálfræðilega séð er flest á niðurleið núna. Einkum hér á Norðurhjaranum. Veturinn nálgast og sólin er farin í frí. Sýnir sig þó í mýflugumynd suma daga. Næstum aldrei kemur þó almennileg hríð og snjór sem talandi er um hér í Reykjavíkinni. Sumrin eru þó ekkert til að fussa yfir. Sólskin og hiti daginn langan. Best væri að skríða í híði í nóvemberbyrjun og koma ekki úr því fyrr en í maí. Stefni að því. Á ég samt að blogga úr híðinu? Já, ætli það sé ekki best.
Síðastliðið sumar var ég eins og margir fleiri að flækjast um á Akureyri. Þar sá ég gamalt og virðulegt hús á góðum stað og utan á því stóð að það héti Rósenborg. Það fannst mér af einhverjum ástæðum lygilegt. Fannst einhvern veginn að svona virðulegt gamalt hús ætti að heita allt annað. Ef það þyrfti endilega að heita eitthvað. Man að ég tók mynd af þessu húsi. (sjá neðst)
Nú sé ég á fésbókinni að Ragnar Hólm kallar þetta hús Barnaskóla Íslands. Það finnst mér miklu skárra nafn en Rósenborg.
Nú er ég óðum að komast í mitt gamla form að því leyti að ég blogga á hverjum degi, eða svotil. Það er samt að mestu ómeðvitað. Bara vani satt að segja. Mér finnst þægilegt að fílósófera við tölvuna. Sumir vilja helst hafa pappír og blýant fyrir framan sig við slíka iðju en mér finnst lyklaborðið betra. Svo les ég það yfir sem ég hef krotað á blaðið. Felli út og lagfæri og þegar það er orðið hæfilega langt, ég sæmilega ánægður með það og klukkan hæfilega margt þá hendi ég því á Moggabloggið og set inn myndir sem ég hef áður öpplódað.
Það kitlar hégómagirnd mína að heyra það stöku sinnum að fólk lesi bloggin mín reglulega. Einu slíku atviki lenti ég í nýlega. Auðvitað er þetta mikið hrós. Ég kann samt ekki að taka því og fer allur í kleinu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ekki skil ég af hverju þér er svona illa við nafnið Rósenborg og af hverju það er svona óvirðulegt. Gaman væri að vita það.
Mér þykir vænt um nafnið Rósenborg. Það er sótt í gamalt hús á svipuðum slóðum sem löngu er horfið en var æskuheimili föður míns, svo eitthvað sé nefnt. Húsið sem þú fjallar um var Barnaskóli Akureyrar, ævinlega kallaður Barnaskóli Íslands af alkunnri hógværð Akureyringa. Ég er sammála þér um það að nafnið Rósenborg hæfir því húsi alls ekki en mér sýnist við „nálgast málið“ á ólíkum forsendum.
Svo vil ég nota tækifærið og þakka þér fyrir einstaklega skemmtilega bloggsíðu.
Jón H. Brynjólfsson
Jón H. Brynjólfsson 6.11.2011 kl. 02:10
Takk fyrir hrós um bloggsíðuna mína. Mér er ekkert illa við nafnið Rósenborg. Finnst það bara fara þessu húsi fremur illa og skil það alls ekki. Minnir þó að ég hafi heyrt það í vísu sem ég kunni einhverntíma.
Sæmundur Bjarnason, 6.11.2011 kl. 08:30
Á leiðinni út í Dragør skammt utan við Kaupmannahöfn er hús sem nafnið er letrað á, stórum stöfum: Sæll vertu. -- Betra en Rósenborg?
Sigurður Hreiðar, 7.11.2011 kl. 22:36
Mér er ekki kunnugt um að nafnið Rósenborg sé svo samtvinnað sögu Akureyrar að skíra þurfi gamalt, stórt og virðulegt hús því nafni. Ég held mig við það að betra sé að kalla húsið Barnaskóla Íslands.
Annars minnir mig að einhversstaðar á Kílarskurðinum sé (eða hafi verið) til siðs að leika þjóðsöngva þeirra landa sem skipin sem framhjá fara eru frá. Þar heyrði ég íslenska þjóðsönginn einu sinni leikinn.
Sæmundur Bjarnason, 8.11.2011 kl. 16:09
Þessi áróður gegn Rósenborgarnafninu verður æ illskiljanlegri. Það virðist ekki vera nógu virðulegt, að þínu mati, á þetta barnaskólahreysi. Veist þú eitthvað um sögu Akureyrar yfirleitt? Svo er rétt að benda þér á að hús eru sjaldnast skírð.
Jón H. Brynjólfsson 12.11.2011 kl. 05:43
Gallinn er að sennilega lesa þetta engir nema við, Jón. Mér finnst þú vera ansi viðkvæmur gagnvart þessu Rósenborg nafni. Hús eru sjaldnast skírð segir þú með þjósti miklu og kallar húsið barnaskólahreysi. Mér finnst þú fordómafullur. Ég veit að hús eru ekki skírð í kirkjum. Á kannski ekki að álíta að þetta nafn sé á húsinu? Húsið er stórt og virðulegt (ekkert hreysi) og ég efast um að eitthvert Rósenborg-hús hafi verið stærra og merkilegra. Haltu samt endilega áfram ef þú vilt.
Sæmundur Bjarnason, 12.11.2011 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.