1519 - Ritdeila Maríu Lilju og Davíðs Þórs og fleira

Scan303Gamla myndin.
Fimm manna tjald.

Já, ég er fljótur að skrifa þegar eitthvað er til að skrifa um. Setti eitthvað upp í gærkvöldi að mig minnir og er tilbúinn með eitthvað fleira núna. Læt það bara vaða.

Willem Buiter á að hafa sagt á fundi í Hörpu um daginn að hæfileikafólk á Íslandi væri óhjákvæmilega álíka margt og í meðalstórri borg erlendis og þessvegna sé ekki hægt að gera ráð fyrir að fá góða menn í fjármálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, Seðlabankann, Fjármálaeftirlitið, dómstólana, Alþingi og viðskiptalífið hér innanlands.

Lausnin sé að fá útlendinga í störfin eða ganga í stærri klúbb. Sá stærri klúbbur sem stendur til boða er ESB. 

Athygli vekur ritdeila Maríu Lilju Þrastardóttur og Davíðs Þórs Jónssonar. Davíð hefur lengi hellt úr skálum guðhræðslu sinnar yfir landslýð með Fréttablaðspistlum og ætti að geta þolað smáandóf. Það gerir hann þó ekki og fellur samstundis í flokk lítilmenna með því að hóta málssókn. Getur semsagt ekki varið sig.

Vissulega er hægt að segja að María Lilja sé með persónulega gildisdóma um Davíð Þór í fyrsta pistli sínum. Ennfremur að hún sé með útúrsnúninga og vilji ekki ræða með siðuðum hætti meginatriði máls þess sem Davíð vakti máls á. Með góðum árangri hafa þeir sem orðið hafa fyrir slíku leitað sér skjóls í gallaðri meiðyrðalöggjöf. Það bætir ekkert fyrir Davíð Þór að fá Maríu Lilju dæmda til sekta. Hugsanlegt er að það takist, en flestir munu eflaust líta á það sem tilraun til þöggunar. Það er háttur lítilmenna að reyna að þagga niður alla gagnrýni. Ef ekki er hægt að svara henni þá á að láta það vera. Ekki vekja athygli á henni með málssókn eða hótunum um málssókn.

Undirbúningur Bandaríkjamanna undir innrás í Íran er í fullum gangi. Talsverð hætta er á að þetta mál ógni heimsfriðnum meira en nokkuð annað. Kreppuræfillinn sem skekið hefur Vesturlönd undanfarið er eins og hver annar smáskjálfti miðað við þetta. Ekki er þó hægt að búast við innrás alveg strax. Líklegt er að nokkra mánuði taki að ljúka undirbúningi. Tryggja þarf stuðning svokallaðs „alþjóðasamfélags“, sem er fyrirbrigði sem alls ekki allir hafa heyrt um. Byrja þarf á loftárásum og þess háttar, en líklegt er að innrás á landi fylgi. Hún verður vandlega undirbúin og allur sá lærdómur sem hægt er að draga af innrásinni í Írak verður notaður.

Eitt er það öðru fremur sem er greinilegur misskilningur hjá „alþjóðasamfélaginu“ og kom bæði í ljós í Íraksstríðinu og Líbýustríðinu en það er að leiðtogar þessara landa, sem vissulega voru harðstjórar hinir mestu, beittu ekki þeim vopnum sem „alþjóðasamfélagið“ óttaðist mest. Það er að segja kjarnorkuvopnum og/eða efnavopnum. Af hverju gerðu þeir það ekki þegar allt var komið í óefni? Mín skoðun er sú að þeir hafi álitið sinn málstað þann rétta og þess vegna ekki viljað gera neitt sem þeir mundu sjá eftir seinna.

IMG 6976Hér endar vegurinn greinilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst að það eigi að sækja fólk til saka, ef það er með persónulegar aðdróttanir sem standast ekki. Hvar endar þetta allt ef "ritfrelsið" og tjáningarfrelsið á sér ekki mörk?

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2011 kl. 00:29

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, en þessi möguleiki er ofnotaður þegar menn nota þetta augljóslega til þöggunar án þess að hafa nokkra þörf fyrir það. En auðvitað verða menn að dæma um þetta sjálfir. Lagaramminn getur samt verið gallaður. Sem betur fer er þetta alls ekki eins allsstaðar.

Sæmundur Bjarnason, 3.11.2011 kl. 04:06

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að Davíð Þór hafi engan áhuga á að þagga niður sjónarmið Maríu Lilju. Ekkert í hans málflutningi bendir til þess.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2011 kl. 10:35

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er miklu frekar hún sem er með skoðanakúgun. Hún ræðst á persónuna Davíð Þór, fyrir skoðanir hans og skilaboð hennar eru: "Sá sem viðrar þessar skoðanir, skal fá það óþvegið, hann skal rakkaður niður á opinberum vettvangi"

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2011 kl. 10:38

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það er hún sem er með skoðanakúgun, segir þú. Það er sérkennilegt en getur samt kannski staðist ef þú tekur almennt miklu meira mark á henni. Í blogginu segi ég að hún sé með útúrsnúninga og vilji ekki ræða mál með siðuðum hætti. Hefur þú alls ekki lesið bloggið mitt?

Sæmundur Bjarnason, 3.11.2011 kl. 12:26

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ha...? Ekki lesið bloggið þitt?

 ".... (Davíð) fellur samstundis í flokk lítilmenna með því að hóta málssókn. Getur semsagt ekki varið sig."

"...leitað sér skjóls í gallaðri meiðyrðalöggjöf. Það bætir ekkert fyrir Davíð Þór að fá Maríu Lilju dæmda til sekta."

"...flestir munu eflaust líta á það sem tilraun til þöggunar."

"Það er háttur lítilmenna að reyna að þagga niður alla gagnrýni. "

Skrifaðir þú þetta ekki örugglega sjálfur?

Davíð verður fyrir persónuárásum fyrir skoðun sína. Sú árás er gerð í þeim tilgangi að þagga niður í honum. Hann er í fullum rétti að verja sig en þú beitir sömu aðferð og María.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2011 kl. 13:26

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Er ég semsagt að reyna að þagga niður í Davíð Þór? Ekki hafði mér dottið það í hug. Fyrstu viðbrögð hans við gagnrýni Maríu voru að hóta henni málsókn. Með því var hann að reyna að þagga niður í henni. Ég fer ekki ofan af því. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að með því hafi hann gert alvarleg mistök, en hef ekki fjallað um málflutning hans að öðru leyti. Þetta byrjaði allt eftir minni skoðun með (Ku kux klan) aðferðum stóru systur. Það vildi María ekki ræða, en réðist að Davíð persónulega og er ekki sú fyrsta sem það gerir.

Sæmundur Bjarnason, 3.11.2011 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband