1512 - Vændi

Scan2Gamla myndin.
Bræðurnir Bjarni og Atli Harðarsynir. Svakalega eru þeir fyndnir.

Nú er ég aftur kominn með þessa vondu tilfinningu um að ég sé að bregðast einhverjum með því að blogga ekki daglega. Sennilega er það samt tómur misskilningur hjá mér og ég ætti að reyna að losna við þessa tilfinningu öðru vísi en með því að blogga sem mest.

Ekki kemur veturinn enn. A.m.k. snjóar ekki nema í Esjuna. Guðsblessun að vera laus við þessi dekkjaskipti tvisvar á ári. Kannski er samt engin vörn í þessum heilsársdekkjum, en lögreglan tekur mann þó ekki meðan maður er á þeim.

Mín sýn á lífið er ekkert endilega verri en annarra. Mér finnst það á flestan hátt vel heppnað. Gleðin þar virðist mun meiri en sorgin. Það er samt engin ástæða til að vera alltaf skælbrosandi og gera að gamni sínu við alla. Ömurlegt ef allir létu þannig. Með því að einblína ekki og festa sig við það neikvæða í lífinu geta flestir komist óskaddaðir í gegnum það. Sumir eiga að vísu í erfiðleikum alla sína ævi og ekkert virðist geta lyft þeim upp, en við því er fátt að gera.

Í rauninni á ég marga uppáhaldsbloggara. Dr. Gunni kemur t.d. sterkur inn í dag af því að ég fór að lesa hann. Það eru reyndar ýmsir aðrir sem þar koma sterkir inn en eru þó kannski enn sterkari aðra daga. Stundum dett ég líka í það er skoða myndir villt og galið. Sumir safna slíku nefnilega og veita öðrum aðgang að dýrðinni. Nokkuð margir laga myndirnar talsvert til en aðrir ekki. Greinilegt er að menn hafa misjafnan smekk hvað það varðar.

Eva Hauksdóttir hefur að undanförnu bloggað talsvert um vændi. http://www.norn.is/sapuopera/ Ekki er annað hægt en vera Evu sammála að mestu leyti. Það sem hún skrifar er samt í andstöðu við ýmislegt sem haldið hefur verið fram um þessi mál. Eva er þó jafnan rökföst og stendur fast á sínu. Umræða um vændi hefur verið talsverð að undanförnu og ég veit ekki gjörla af hverju það er. Mér finnst fólk yfirleitt endurtaka sömu rökin aftur og aftur. Það er búið að rökræða þetta svo lengi opinberlega að mér finnst rétt að leggja lögin um þetta mál, þar sem viðskiptavinir vændiskvenna eru gerðir afbrotamenn, undir þjóðaratkvæði. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla er reyndar marklaus ef ekki er ákveðið fyrirfram að fara algjörlega eftir henni.

IMG 6933Auglýsing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband