1500 - Blogg númer fimmtánhundruð

Já, þetta er víst blogg númer 1500. Veit ekki af hverju ég byrjaði á þessum númeringum en nú get ég ekki hætt. Fyrst minnir mig að ég hafi bara númerað bloggin og sleppt fyrirsögnum, en gert seinna samning við sjálfan mig um að taka þær upp og halda líka númerunum.

Ég er alltaf að spekúlera í þeim búnaði sem gerir mönnum kleyft að fylgjast með öðrum á netinu. Ég hef t.d. lítinn áhuga á að lesa allt það sem skrifað er á dv.is, en mikinn áhuga á að lesa flest það sem Páll Ásgeir Ásgeirsson skifar. Ef ég reyni að setja Pál í favorites er ekki hægt að hafa þar nema einn bloggara frá DV. (Teitur er líka góður.)

Með kleyft þarna er ég í vafa um stafsetninguna því bæði getur þetta verið komið af að klífa og kljúfa. Sumir hafa það fyrir reglu í sambandi við stafsetningu að spyrja gúgla hvort sé algengara. Það líkar mér ekki. Ég tek meira mark á orðabók Menningarsjóðs, en stundum (eins og núna) þá nenni ég ekki einu sinni að fletta upp í henni.

Mál Önnu Björnsdóttur er merkilegt. Hún veitti FBI þær upplýsingar sem leiddu til þess að eftirlýstur fyrrverandi mafíuforingi var handtekinn. Sagt er að FBI hafi lýst því yfir að nafni hennar yrði ekki lekið til fjölmiða. Samt er það komið í hámæli. Afsökunin er sú að glæpamaðurinn sem handtekinn var hjóti að hafa vitað það vegna þess að fram var komið að Íslendingur hefði fengið verðlaunin sem í boði voru. Jú, Anna er íslensk og bjó í sömu blokk og glæpamaðurinn svo hann hefði vel getað lagt saman tvo og tvo og fengið út nafn Önnu.

Í mínu ungdæmi var oft sagt að fólk væri typpilsinna og það var ekkert dónalegt við það. Bæði karlar og konum gátu að sjálfsögðu verið typpilsinna. Orðabók Menningarsjóðs gefur þýðingarnar; hvefsinn, snakillur, mislyndur. Mér finnst þýðingin ekki alveg rétt. Mér finnst að typpilsinna fólk sé uppstökkt, bráðlynt, uppátektarsamt og óútreiknanlegt, en auðvitað getur þetta verið einhver misskilningum hjá mér

IMG 6843Eitthvert timburverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hakaðu við dv bloggarana á blogggáttinni, settu upp hliðarrein og þeir eru þá allir þar inni.

Villi 12.10.2011 kl. 06:08

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Villi. Prófa þetta ef ég man.

Sæmundur Bjarnason, 12.10.2011 kl. 08:39

3 identicon

1500 blogg mar, þú ert snargeðveikur öfgabloggari mar :)

Djók ;)

DoctorE 12.10.2011 kl. 09:20

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Skil vel að þú nennir ekki að fletta upp á y eða i í að gera eitthvað kleyft. Það er nefnilega svo augljóst að það er dregið af sögninni að klífa.

Sigurður Hreiðar, 12.10.2011 kl. 16:04

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það finnst mér ekki. Væri það dregið af sögninni að klífa þá finnst mér að það ætti að vera kleift. J-ú finnst mér að eigi að breytast í upsilon. Þetta endar líklega með því að ég verð að kíkja í orðabókina.

Sæmundur Bjarnason, 12.10.2011 kl. 16:19

6 Smámynd: Björn Birgisson

1500! Til lukku!

Björn Birgisson, 12.10.2011 kl. 18:43

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Björn!

Sæmundur Bjarnason, 12.10.2011 kl. 19:39

8 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

En Villi, hvað á að gera ef viðkomandi er ekki á Blogggáttinni. Sé t.d. ekki að Þorvaldur Gylfason sé þar.

Sæmundur Bjarnason, 16.10.2011 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband