1499 - Eimreiðin og fleira

Teitur Atlason bloggar á DV undir nafninu Eimreiðin. DV (eða hann sjálfur) segir hann vera gegnheilan krata. Og hann er það. Ég hef fjallað um mál hans og Gunnlaugs Sigmundssonar og mun halda því áfram ef mér sýnist svo. Hann gerir það reyndar ágætlega sjálfur. Urlið er: http://www.dv.is/blogg/eimreidin/ Í gær fjallar hann í bloggi sínu um ráðningu Páls Magnússonar sem forstjóra bankasýslu ríkisins og segir í lok færslunnar: „Á morgun klukkan 06 birti ég upplýsingar sem gætu haft afgerandi áhrif á þróun þessa máls.“

Ég trúi honum alveg og er farinn að lesa bloggið hans reglulega. Með þessu er hann greinilega að fá sem flesta lesendur til að koma aftur. Það munu margir gera því ráðning Páls er mjög vafasöm, án þess að segja nokkuð um hann sjálfan. Stjórnarformaður bankasýslunnar stóð sig mjög illa í Kastljósinu um daginn.

Ég hef reynt að taka mér Jónas Kristjánsson til fyrirmyndar og senda link á bloggið mitt á fésbókina. Ég man nú reyndar ekki eftir því nema öðru hvoru. Eitthvað hefur það mistekist hjá mér nýlega, því ég sé ekki betur en ég hafi sent link þangað á eldgamalt blogg. Það hef ég áreiðanlega gert óvart. Sem betur fer skrunar svona lagað fljólega burt hjá flestum á fésbókinni.

Gunnar Hersveinn heldur úti heimasíðu og bloggar öðru hvoru. Urlið er: http://www.lifsgildin.is/ Nýjasta greinin hans þar er um friðarverðlaun Nóbels og ábyrgð fjölmiðla á stríði og friði. Lesið endilega.

Samkvæmt skoðanakönnunum vill þjóðin óbreytt flokkakerfi. Greinilegt er að hrunflokkarnir svonefndu eru að ná völdum aftur. Ég ber samt þá von í brjósti að þeir séu eftir hrunið breyttir flokkar. Vonandi verður í næstu kosningum alveg hægt að hreinsa til í þingliðinu. Þónokkuð mikil breyting er sagt að hafi orðið í síðustu kosningum en fleiri þarf að losna við.

Varaformaður sjálfstæðisflokksins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði eftirminnilega skömmu eftir hrunið að áhugverðir tímar væru runnir upp fyrir sjálfstæðisflokkinn. Ekki held ég að hún hafi gert neina tilraun til að útskýra nánar hvað hún átti við. Þessi ósköp má skýra á ýmsan hátt. Einfaldast er tala um algjört skilingsleysi á kjörum venjulegs fólks, en ekki er víst að svo sé.

IMG 6832Gróttuviti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég get ekki trúað einu orði af því sem Teitur lætur frá sér eftir að ég kynntist því hvernig hann býr til sínar "staðreyndir".

Axel Þór Kolbeinsson, 11.10.2011 kl. 09:52

2 identicon

Góður og greindur maður orðaði það svo eitt sinn við mig að þegar almúgafólk á Íslandi væri að kjósa íhald og framsókn, væri það eins og að standa ofan á steini sem maður væri að reyna að taka upp.

Ellismellur 11.10.2011 kl. 13:30

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Staðreyndir Kögunarmálsins bjó Teitur ekki til. Ég man vel eftir því máli og það var þess vegna sem Gunnlaugur hætti þingmennsku. Það hefði hugsanlega komið Framsókn illa að hann hefði haldið áfram. Semsagt flokkshagur fram yfir þjóðarhag. Það er til ævarandi skammar þeim sem hefðu getað fylgt því máli eftir en gerðu það ekki. Þar á ég einkum við fjölmiðlana.

Sæmundur Bjarnason, 11.10.2011 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband