11.10.2011 | 00:08
1499 - Eimreiðin og fleira
Teitur Atlason bloggar á DV undir nafninu Eimreiðin. DV (eða hann sjálfur) segir hann vera gegnheilan krata. Og hann er það. Ég hef fjallað um mál hans og Gunnlaugs Sigmundssonar og mun halda því áfram ef mér sýnist svo. Hann gerir það reyndar ágætlega sjálfur. Urlið er: http://www.dv.is/blogg/eimreidin/ Í gær fjallar hann í bloggi sínu um ráðningu Páls Magnússonar sem forstjóra bankasýslu ríkisins og segir í lok færslunnar: Á morgun klukkan 06 birti ég upplýsingar sem gætu haft afgerandi áhrif á þróun þessa máls.
Ég trúi honum alveg og er farinn að lesa bloggið hans reglulega. Með þessu er hann greinilega að fá sem flesta lesendur til að koma aftur. Það munu margir gera því ráðning Páls er mjög vafasöm, án þess að segja nokkuð um hann sjálfan. Stjórnarformaður bankasýslunnar stóð sig mjög illa í Kastljósinu um daginn.
Ég hef reynt að taka mér Jónas Kristjánsson til fyrirmyndar og senda link á bloggið mitt á fésbókina. Ég man nú reyndar ekki eftir því nema öðru hvoru. Eitthvað hefur það mistekist hjá mér nýlega, því ég sé ekki betur en ég hafi sent link þangað á eldgamalt blogg. Það hef ég áreiðanlega gert óvart. Sem betur fer skrunar svona lagað fljólega burt hjá flestum á fésbókinni.
Gunnar Hersveinn heldur úti heimasíðu og bloggar öðru hvoru. Urlið er: http://www.lifsgildin.is/ Nýjasta greinin hans þar er um friðarverðlaun Nóbels og ábyrgð fjölmiðla á stríði og friði. Lesið endilega.
Samkvæmt skoðanakönnunum vill þjóðin óbreytt flokkakerfi. Greinilegt er að hrunflokkarnir svonefndu eru að ná völdum aftur. Ég ber samt þá von í brjósti að þeir séu eftir hrunið breyttir flokkar. Vonandi verður í næstu kosningum alveg hægt að hreinsa til í þingliðinu. Þónokkuð mikil breyting er sagt að hafi orðið í síðustu kosningum en fleiri þarf að losna við.
Varaformaður sjálfstæðisflokksins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði eftirminnilega skömmu eftir hrunið að áhugverðir tímar væru runnir upp fyrir sjálfstæðisflokkinn. Ekki held ég að hún hafi gert neina tilraun til að útskýra nánar hvað hún átti við. Þessi ósköp má skýra á ýmsan hátt. Einfaldast er tala um algjört skilingsleysi á kjörum venjulegs fólks, en ekki er víst að svo sé.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég get ekki trúað einu orði af því sem Teitur lætur frá sér eftir að ég kynntist því hvernig hann býr til sínar "staðreyndir".
Axel Þór Kolbeinsson, 11.10.2011 kl. 09:52
Góður og greindur maður orðaði það svo eitt sinn við mig að þegar almúgafólk á Íslandi væri að kjósa íhald og framsókn, væri það eins og að standa ofan á steini sem maður væri að reyna að taka upp.
Ellismellur 11.10.2011 kl. 13:30
Staðreyndir Kögunarmálsins bjó Teitur ekki til. Ég man vel eftir því máli og það var þess vegna sem Gunnlaugur hætti þingmennsku. Það hefði hugsanlega komið Framsókn illa að hann hefði haldið áfram. Semsagt flokkshagur fram yfir þjóðarhag. Það er til ævarandi skammar þeim sem hefðu getað fylgt því máli eftir en gerðu það ekki. Þar á ég einkum við fjölmiðlana.
Sæmundur Bjarnason, 11.10.2011 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.