1497 - Hagstofutrú

Ókey, ég er Hagstofutrúar. Finnst skráning í trúfélag engu máli skipta. Nenni ekki að hafa fyrir því að skrá mig í annað trúfélag og veit ekki einu sinni hvaða trúfélag það ætti að vera. Get auðvitað skráð mig utan trúfélaga, held ég, en finnst það líka of mikil fyrirhöfn. Best væri auðvitað að vera laus við þetta alltsaman en ég sé ekki að það skaði að vera bara Hagstofutrúar.

Þetta með Hagstofutrúna er ágætis uppfinning. Ef talað er um trúmál á annað borð vil ég gjarnan vera eins og kamelljónið og skipta bara um trú eftir því við hvern er talað. Á blogginu er mikið stundað að karpa um trúmál. Þar étur hver úr sínum poka og aldrei fæst niðurstaða í neitt. Þá er nú skárra að karpa um ESB.

Einhver var á fésbókinni í gær að hneykslast á opnu bréfi til framsóknarmanna sem Vigdís Hauksdóttir alþingismaður skrifaði. Urlið er svona: http://www.vigdish.is/2011/10/opi-bref.html . Kannski er búið að lagfæra það eitthvað núna, en mikið skelfilega var það illa skrifað. Ég tók afrit af því og get vitnað orðrétt í ósköpin ef einhver efast um að ég segi satt og rétt frá.

Eftir Pétri Gunnlaugssyni á Útvarpi Sögu að dæma þá er í undirbúningi hjá Pétri Blöndal aþingismanni að koma með tillögu í kvótamálinu sem ekki er víst að LÍÚ og forysta Sjálfstæðisflokksins samþykki. Ég hef enga trú á því að landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykki eitthvað sem LÍÚ er á móti.

Já, það var eitthvað opið fyrir Útvarp Sögu í morgun. Jón Valur Jensson reyndi eins og hann gat að auglýsa bloggið sitt þar. Þóttist jafnvel vera málefnalegur.

Nú á að stofna sérstakan starfshóp um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Sennilega til að svæfa það enn einu sinni. Ögmundur er að mörgu leyti í vondum málum. Ekki getur hann skipað dómstólunum fyrir.

IMG 6825Esja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Esja?????

En mótívið er flott.

Ellismellur 8.10.2011 kl. 09:18

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, mér sýnist það vera Esjan í bakgrunninum. Í forgrunninum fer einhver tjörn á Seltjarnarnesi, held ég. Kannski hefði verið nær að kalla myndina það.

Sæmundur Bjarnason, 8.10.2011 kl. 13:06

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég held að hann Guðsteinn Haukur bloggari hafi fundið upp þetta heiti "Hagstofutrúar" sem er bara býsna smellið ;-) .. Ég skráði mig í Fríkirkjuna í Reykjavík, fannst aðeins minna bákn þar en Þjóðkirkjan - þó hún sé að gera marga góða hluti þá fannst mér hinir slæmu vera farnir að skyggja of mikið á.

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.10.2011 kl. 15:35

4 Smámynd: Yngvi Högnason

Það þýðir ekkert, Sæmundur, að segjast vera Hagstofutrúar.Þú nærð engum almennilegum nöldrara í gang með því.En kannski er það ekki tilgangurinn með þessu góða bloggi.

Yngvi Högnason, 9.10.2011 kl. 18:10

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Nei Yngvi, mér finnst rifrildi um trúmál og ESB vera hálfgert ómark í athugasemdum. Það er ekkert markmið að hafa athugasemdirnar sem flestar. Þær hafa reyndar aldrei orðið það margar hjá mér að ég hafi ekki komist yfir að lesa þær allar. Hef aftur á móti stundum gefist upp á að lesa athugasemdir hjá öðrum vegna þess hve margar þær eru, þó þær séu kannski áhugaverðar.

Sæmundur Bjarnason, 9.10.2011 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband