28.9.2011 | 00:13
1487 - Lára Hanna
Þetta með númerin á bloggskrifum mínum er eiginlega alveg óvart. Upphaflega skrifaði ég þetta með bókstöfum og hafði engar fyrirsagnir minnir mig. En kannski þekkjast þau á þessu. Sé svolítið eftir því að hafa ekki byrjað uppá nýtt þegar þúsund voru komin. Þúsundið er svo stórt, einsog þúsundkallinn!! (Á Tenerife skipti fimmkallinn jafnvel máli en sleppum því.) Nú get ég eiginlega ekki hætt fyrr en við tíuþúsund og það er ansi langt þangað til.
Í fésbókartilkynningu (statusi) segir Lára Hanna Einarsdóttir nýlega meðal annars. Tilgangur vefjarins er.... Af hverju ekki vefsins? Lára Hanna er alls ekki ein um að beygja orðið vefur með þessum hætti. Mjög margir gera það. Kannski flestir. Ég hef samt aldrei skilið tilganginn með því. Í mínum huga er þessi eignarfallsmynd (vefjar) algerlega óþörf og ber aðallega vitni um einhverskonar fordild.
Flestir virðast hugsa þannig að vefjarmyndin sé sjálfsögð ef talað er um vef á Internetinu. Mundu þá sennilega nota hina myndina ef talað væri um t.d. kóngulóarvef.
Ef kíkt er á hvað Orðabók Menningarsjóðs segir um þetta tiltekna mál er ekki hægt að sjá að merkingarmunur sé á þessum eignarfallsmyndum eða að önnur sé rétthærri hinni. Mér finnst bara eðlilegra að tala um tilgang vefsins og eiginlega er ekkert meira um það að segja.
Ef mótmælin sem boðuð eru á Austurvelli á laugardaginn kemur leiða til þess að alþingi verður óstarfhæft og ríkisstjórnin hugsanlega einnig, er líklegast að það leiði til þess að sá sem sterkastur er og best vopnum búinn ræni völdum.
Hér er enginn her og lögreglan mun ekki reyna neitt slíkt. Sennilega verður reyndin því sú að það verða flokkarnir sem að ríkisstjórninni standa sem ákveða hvort áfram verður haldið eða ekki. Forsetann langar örugglega að blanda sér í málið, en getur hann það?
Í búsáhaldabyltingunni var það Samfylkingarfundur í Þjóðleikhúskjallaranum sem úrslitum réði um það að Samfylkingin ákvað að tilkynna Geir Haarde um endalok ríkisstjórnarinnar. Vinstri grænir hafa líf þessarar ríkistjórnar í hendi sér.
Kannski verða mótmælin ekki eins öflug og sumir virðast gera ráð fyrir og vona.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég er sammála þér um hvernig mér finnst best að tala og skrifa um vefi.
Veðrið á laugardagsmorgun mun hafa mest að segja um mætingu á Austurvöll. Eins og spáin er núna er útlit fyrir suð-vestan rok og rigningu.
Axel Þór Kolbeinsson, 28.9.2011 kl. 09:56
Takk, Axel. Ég held líka að veður geti skipt máli þarna. Flestir vilja að aðrir geri allt fyrir þá.
Sæmundur Bjarnason, 28.9.2011 kl. 10:48
Alltaf gaman að pæla í málfari og málnotkun, Sæmundur. Mín fyrsta hugsun um eignarfallsmyndina af vef (nf. vefur) var hið gamalkunna orð vefjarhöttur, notað um handklæðin sem sumir arabar vefja um haus sér. Aldrei hef ég heyrt eða séð orðið vefshöttur.
Mörg nafnorð og nöfn eiga það sameiginlegt að hafa tvær eignarfallsmyndir. T.d. nöfn okkar beggja, Sæmundur og Sigurður. Og er sosum ekkert athugavert við það. Þó myndi ég frekar sækja eitthvað til Sæmundar en Sæmunds.
Við skulum passa okkur á orðafátækt og fasisma í orðanotkun. Þó finnst mér óþarfi að búa til nýyrði þar sem við eigum góð orð fyrir. Hef til dæmis aldrei sætt mig við nýyrðið (orðskrípið?) samnemandi fyrir skólasystkini.
Sigurður Hreiðar, 28.9.2011 kl. 11:48
Takk Sigurður. Mér finnst oft gaman að spekúlera í málfari. Dóttir mín hringdi t.d. í mig áðan og spurði: "Þegar talað er um að vera svona eða hinsegin í einhvers garð, hvaða garð er þá verið að tala um?" Ég gat ekkert svarað því. Það er svo margt sem maður segir sem maður skilur alls ekki almennilega. Þú nefnir vefjarhött. Mér finnst það orð vera dregið af sögninni að vefja, sem ekki sé endilega skyld nafnorðinu vefur. Kannski er samt svo.
Sæmundur Bjarnason, 28.9.2011 kl. 11:57
Mótmæli við Alþingishúsið á laugardaginn munu ekki verða í neinni líkingu við það sem við sáum um áramótim 2008 - 2009. Þeir fylgismenn Vinstri grænna sem þá höfðu sig í frammi á þeim tíma, munu af skiljanlegum ástæðum hafa hægt um sig. Aðgerðasinnar, sem svo eru kallaðir, munu ekki sjá ástæðu til að greiða leið stjórnarandstöðunnar að kjökötlunum ... ergo: allt verður með kyrrum kjörum!
Flosi Kristjánsson, 28.9.2011 kl. 23:33
Það er samt forvitnilegt að vita hvernig þetta fer. Ég lít að mörgu leyti á þetta sem síðasta tækifæri þeirra sem reynt hafa síðustu misserin að koma núverandi ríkisstjórn frá völdum á löglegan hátt. Margir áreiðanlega af heilum hug.
Sæmundur Bjarnason, 29.9.2011 kl. 09:27
Ég var voða spenntur þegar ég sá að þú lést pistil nr. 1487 heita eftir Láru Hönnu. En þegar ég hafði lesið hann sá ég að hún hafði verið nafngreind einu sinni og þá af sáralitlu tilefni. Svo ég haldi áfram með aðfinnslur, er myndin virkilega af tréspýtu? Eru til annars konar spýtur? (Bara að grínast. Ég veit að til eru járnherðatré og plastherðatré.)
Björn 29.9.2011 kl. 15:51
Björn, mér finnst aðfinnslur þínar lítilvægar.
Fyrirsagnir eru alltaf höfuðverkur. Ég get ekki annað en spurt þig hvað þér finnist að hefði verið eðlilegri fyrirsögn í þessu tilfelli. Fyrirsögnina geri ég oft síðast og leiðist að nota sömu fyrirsögnina aftur og aftur þó vissulega sé stundum ástæða til þess.
Það er auðvitað hægt að hugsa fyrirsagnirnar öðruvísi en ég geri. Mér finnst þó ekki hundur í hættunni (tilraun til fyndni) þó einhverjir klikki oftar en þeir hefðu annars gert.
Þú segir að tilefnið hafi verið lítið. Mér getur alveg fundist það mikið tilefni sem þér finnst lítið.
Þetta með tréspýtuna er bara ómerkileg tilraun til fyndni. Tvítekningin hlýtur að vera öllum augljós.
Sæmundur Bjarnason, 29.9.2011 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.