9.9.2011 | 09:30
1472 - Fésbókin einu sinni enn

Mér leiðist frekjan í fésbókinni. Allt vill hún vita og allt gera sem flóknast. Fáir held ég að viti nákvæmlega hvað þeir eru að gera þarna. En meðan einhverjir fara þangað og skrifa eitthvað er eitthvað að lesa. Auðvitað er það kostur. Samskipti eru þetta, ekki er hægt að neita því. Það eru bara svo margir að flækjast þarna að lítill er friðurinn. Auðvitað er hægt að stjórna því hvað maður sér mikið og hvað aðrir sjá um mann sjálfan (vonandi). Flestir vilja samt sjá sem mest og finnst þeir þurfa að vera þarna. Kannski fer þeim fjölgandi sem eru að gefast upp á þessari vitleysu. En hvað tekur þá við?
Bókmenntasnobbið í Agli Helgasyni er yfirgengilegt. Útlendingadekrið líka. Hann virðist halda að enginn viti neitt ef svo illa vill til að hann sé Íslendingur. Í síðasta þætti fengu Íslendingarnir náðarsamlegast að lesa upp kynningar á hinum almáttugu útlendingum. Palli og Kolla fengu þó að vera memm og ekki var mikill tími í fliss og flírulæti. Kiljan er samt með albestu þáttum sjónvarpsins og tekur langt fram ameríska léttmetinu sem oftast tröllríður öllu þar.
Auðlindir Íslands munu mala gull í vasa erlendra auðkýfinga og þeirra íslensku kvislinga sem seldu landið undan þjóðinni, en landsmenn verða á ný leiguliðar í eigin landi, roðhundar og þrælar í sjálfsköpuðum hlekkjum þrælakistu auðvaldsins.
Þetta eru lokaorð Írisar Erlingsdóttur í grein sem hún skrifaði í DV. Þeim sem vanir eru að hafa allt á hornum sér hættir til að vera alltof stórorðir. Virðast halda að því lengra sem gengið er í gífuryrðum og uppnefningum því betri og áhrifaríkari sé greinin. Íris hefur heilmikla þekkingu á því sem hún skrifar oftast um og hefur þar að auki dvalið alllengi meðal útlendinga en virðist samt halda það sama.
Mér finnst ekki að mér beri nein skylda til að hafa skoðanir á öllu því sem rifist er um í fréttum eða skrifa um það. Þó alþingi hafi ekki úr háum söðli að detta finnst mér það setja niður þegar rifist er um það heilu dagana hvað standi í Morgunblaðinu og hvort eitthvað sé að marka það. Það getur vel verið að svo sé en ég lít nú samt á þetta sem enn eina tilraunina til að koma stjórninni frá. Hingað til hafa þær allar mistekist og svo mun líklega verða enn um hríð.
Ekki er ég þó viss um að stjórnin sitji út kjörtímabilið og ræður þar mestu hve ósamstíga stjórnarflokkarnir eru um ESB-málið. Langlíklegast er að kosningar verði á næsta ári. Í mínum huga er mesta spurningin hvort það verður fyrir eða eftir ESB-þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig er mjög forvitnilegt að vita hvaða meðferð stjórnarskrártillögurnar frá stjórnlagaráði fá hjá Alþingi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það sem er á myndinni hjá þér er ekki Facebook sem er að biðja um leyfi heldur forrit frá einhverju öðru fyrirtæki sem vinnur í gegnum Facebook og forritið er að biðja um leyfi til að nota upplýsingarnar þínar úr Facebook. Ef ég væri þú myndi ég halda mínu striki og sleppa því að veita þetta leyfi, það eina sem þú missir af er líklegast einhver heimskuleg skopmynd (eða eitthvað í svipuðum dúr) og þú missir af því að fá einhvern ruslpóst.
Þetta hefur nákvæmlega ekkert með virkni sjálfrar Facebook síðunar að gera. Ég samþykki svona aldrei nema ég sé handviss um að ég ætli að nota forritið sjálfur.
Einar Steinsson, 9.9.2011 kl. 12:20
Mér finnst ekkert aðalatriði hvort þessi beiðni er ættuð frá einhverjum öðrum. Það er bara orðalagsmunur. Fésbókin leyfir þetta og margir virðast samþykkja svona lagað og fá eitthvað smávegis í staðinn. Finnst það sniðugt, en ekki eins sniðugt þegar tölvan fyllist af vírusum og allskyns óværu.
Sæmundur Bjarnason, 9.9.2011 kl. 14:52
Er þetta ekki Múlabergið?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.9.2011 kl. 15:28
Man ekki hvað skipið heitir, en þetta er allavega á Siglufirði eins og flestar mínar myndir um þessar mundir
Sæmundur Bjarnason, 9.9.2011 kl. 16:16
Skiptir ekki máli hvað skip Ólafsfjarðar eða Þormóðs Ramma er við bryggju.
Sama er um samansaöfnuð á auðlegð okkar íslendinga. Sama er um rekstrartölur að segja. Veit hvað er til skiptana eftir 25 ára nákvæmt eignarmat, hjá helstu félögum, í fiskvinnslu, kringum landið. síðustu 30 ár. HEF ALLT ÞETTA Í TÖLVUTÆKUFORMiI Nöfn á öllum fiskvinnslu fyrirtækjum frá 1982 til 2009.Í einka eigu.
Ólafur Sveinsson 10.9.2011 kl. 01:18
Fínt. Ég nenni nefnilega aldrei að halda neinu skipulega til haga. Hugsa að ég hafi verið að hugsa eins mikið um bryggjuna og fjallið á bak við skipið eins og skipið sjálft þegar ég tók myndin. Annars er hún tekin 11. júli 2011 kl. 7:36 segir í upplýsingum um myndina sem Canon vélin mín hefur skráð. Aldrei hefði ég nennt því sjálfur.
Sæmundur Bjarnason, 10.9.2011 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.