1437 - Runukrossar

IMG 0058Gamla myndin.
Þessi mynd er tekin í Hveragerði á 17. júní fyrir löngu. Fékk hana hjá Bjössa bróðir. Hann gæti eflaust frekar sagt til um hvenær hún er tekin en ég. Líklega hefur hann tekið hana. Einhverjir gætu sem best kannast við þessi andlit.

Sennilega er það svo að örsögur henti mér best. Ég er nú búinn að blogga svo lengi að farið er að sneyðast um ævisögulegt kjaftæði hjá mér. Gerir í raun nokkuð til þó það sem sagt er frá sé tómur uppspuni? Örsögurnar henta mér vel að því leyti að vel má koma þeim fyrir í blogginu, þær er hægt að klára á stuttum tíma og svo er hægt að gleyma þeim þegar þeim er lokið. Minnir að ég hafi nokkrum sinnum gert slíkar sögur hér og enn skal reynt.

Svo forstokkaður er ég ekki orðinn að sögurnar (ör- smá eða annað) komi bara eins og hendi sé veifað. Sennilega þarf ég að láta mér detta eitthvað í hug fyrst. Þetta getur samt ekki verið mikill vandi. Ég trúi því bara ekki.

Er búinn með „Runukrossa“. Þetta er nú bara krimmi og nokkuð vel skrifaður. Höfundur vill láta sögu sína inn í einhvern ímyndaðan raunveruleika og gerir það ágætlega. Lætur söguna gerast árið 2141 á Íslandi. Þá hafa Múhameðstrúarmenn tekið völdin bæði hér og annarsstaðar.

Lokin snúast um endalok heimsins og eru ekki beinlínis frumleg og lausn morðgátunnar ekki heldur.

Bráðum verður farið að rífast af fullu um Landsdóminn og Geir Haarde. Mín skoðun er sú að Ingibjörg Sólrún hafi sloppið undan dómnum með lagakrókum. Geir og Ingibjörg voru leiðtogar hrun-ríkisstjórnarinnar og ættu bæði að svara til saka. Vel væri afsakanlegt þó aðrir ráðherrar slyppu ef svo væri í pottinn búið. Til að undirstrika mismunina virðist ISG ætla að komast aftur til valda í Samfylkingunni. Það er vanhugsað mjög. Samfylkingin getur náð einhverju af vopnum sínum aftur ef endurnýjun í þingliði hennar verður nógu mikil í næstu þingkosningum.

Rúmlega 35 prósent kjósenda styðja ríkisstjórnina var sagt í fréttum í kvöld. Það er alls ekki svo slæmt. Fleiri styðja flokkana samt sem standa að ríkisstjórninni, en það er lítið að marka. Ef andstæðingar ríkisstjórnarinnar meðal bloggara og fjölmiðlamanna væru teknir alvarlega mætti halda að mun færri en raunin er styðji ríkisstjórnina. Ekki ætla ég þó að fara að fabúlera mikið um stjórnmál núna.

IMG 6237Pollur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst ólíklegt að múslímar eða aðrir trúarhópar verði sterkir árið 2141; Finnst líklegt að þetta verði örfáar hræður sem fólk horfir á sem furðufugla.
Nema ef við verðum sprengd aftur í steinöld..

DoctorE 3.8.2011 kl. 10:11

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

OK. Ekki get ég borið ábyrgð á því sem Helgi Ingólfsson lætur sér detta í hug. Það er samt margt nokkuð sennilegt í sögunni.

Sæmundur Bjarnason, 3.8.2011 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband