1422 - Bryndís Schram

Untitled Scanned 45Gamla myndin.
Líklega er þessi mynd frá Glaumbæ í Skagafirði.

Nú er illt í efni
hann varð óðamála í svefni.

Nú er farið að síga á seinni hluta dagsins og ég ekki búinn að skrifa neitt. Svona er þetta. Mér finnst ég verða að blogga, þó ég hafi ekkert að segja.

Þeir sem áhuga hafa ættu auðvitað að lesa greinina sem Bryndís Schram skrifar á Eyjuna um ESB. Hún var skólasystir Styrmis Gunnarssonar og stílar þessa grein sína sem bréf til hans. Linkurinn er hér: http://lugan.eyjan.is/2011/06/22/ad-vera-eda-vera-ekki-%e2%80%93-thad-er-spurningin/

Mér finnst þessi grein hjá Bryndísi vera ágæt. Mikið af þeirri umræðu sem fram fer um ESB er samt heldur lítils virði. Oftast nær í hinum séríslenska upphrópunarstíl og kemst lítt að kjarna málsins. Eins og áður hefur komið fram finnst mér kjarni málsins vera aðildin sjálf og hvernig við sjáum hana fyrir okkur í framtíðinni. Ekki einhverjar krónur og aurar (eða evrur) og styrkir, útgjöld, aðlögun og annað þess háttar.

Tvennt athyglisvert hef ég samt rekist á í greinum sem ég hef lesið um málið undanfarna daga. Einhver sagði að starfsmenn ESB væru 35 þúsund en starfsmenn opinberra aðila á Íslandi 37 þúsund. Annar sagði að útgjöld ríkja til ESB séu í mesta lagi um 1 % af samanlögðum útgjöldum þeirra.

Ef menn hafa áhyggjur af því að stóru ríkin í ESB muni kúga þau minni er rökréttast að skoða söguna. Ég held að þau hafi ekki gert það hingað til. Hvers vegna ættu þau þá að taka upp á því núna?

Er bloggið hjá mér að breytast í ESB-blogg. Það var ekki ætlunin. Auk þess legg ég til að tillögur stjórnlagaráðsins verði samþykktar. Mun jafnvel mæla ennþá sterkar með því þegar þær koma fram í endanlegri mynd.

Ein af mínum uppáhalds Íslendingasögum er Eyrbyggja. Þar má finna allt. Þar er m.a. þessi klausa:

Egill hafði skúfaða skóþvengi, sem þá var siður til, og hafði losnað annar þvengurinn og dragnaði skúfurinn. Gekk þrællinn þá inn í forhúsið. En er hann gekk í aðalskálann vildi hann fara hljóðlega því að hann sá að þeir Björn og Þórður sátu við eld og ætlaði Egill nú á lítilli stundu að vinna sér til ævinlegs frelsis. Og er hann vildi stíga yfir þröskuldinn þá sté hann á þvengjarskúfinn þann er dragnaði. Og er hann vildi hinum fætinum fram stíga þá var skúfurinn fastur og af því reiddi hann til falls og féll hann innar á gólfið. Varð það svo mikill dynkur sem nautsbúk flegnum væri kastað niður á gólfið.

Þessu er vel lýst. Hvernig höfundur hefur komist að þeirri niðurstöðu, að nautsbúkurinn þyrfti að vera fleginn, til að samlíkingin væri marktæk, er mér samt hulin ráðgáta. Það var dóttir mín Hafdís Rósa sem vakti athygli mína á þessu og varð það ekki til að minnka aðdáun mína á sögunni.

IMG 6073Í Stokkseyrarfjöru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

:) gaman að ESB umræðu.. hún verður oft svo skemmtilega vitlaus og barnaleg.. sérstaklega hjá öfga Neiurum :)

Óskar Þorkelsson, 19.7.2011 kl. 09:50

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég held þú megir passa þig í þessu óáhugaverða fjasi um ESB, Sæmundur, að þér dragni ekki skúfurinn. Ég vil ekki hugsa til dynksins sem af því falli kæmi.

Sigurður Hreiðar, 19.7.2011 kl. 11:17

3 identicon

Mér finnst vanta blæjubann. Taka af öll tvímæli. Miðað við textann í uppkastinu.      4.grein "Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna." Á þetta mun öfgva Islamistar benda á,eftir 15 ár?
Um annað getum við karpað.

Ólafur Sveinsson 19.7.2011 kl. 12:06

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Óskar, sammála þér um það að ESB-umræðan er oft, jafnvel oftast, afskaplega vitlaus og barnaleg. Stundum líka svo háfleyg að engin leið er að höndla hana.

Sæmundur Bjarnason, 19.7.2011 kl. 12:13

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sigurður, það getur verið að þér þyki allt sem ég segi "óáhugavert fjas" (þó kannski bara það sem ég segi um ESB, annars værirðu varla að lesa þetta.) Ef þessi kenning mín er rétt gæti það stafað af því að þú ert fyrirfram sannfærður um það gagnstæða. Athugaðu það. 

Sæmundur Bjarnason, 19.7.2011 kl. 12:16

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ólafur, ég skil þig ekki almennilega. Býst við að allir geti fundið eitthvað í stjórnarskráruppkastinu sem hægt er að vera ósáttur við. Ég held samt að ástæða sé til að styðja það (uppkastið) þó ekki væri nema til að fjarlægja stjórnskipanina stjórnmálamönnunum.

Sæmundur Bjarnason, 19.7.2011 kl. 12:19

7 identicon

Er það ekki ljóst að enginn getur lifað með reisn undir trúarbrögðum; Trúarbrögð Abrahams ganga einmitt út á að menn séu fávísir þrælar ug undirlægjur.
Alger óþarfi að draga íslam sérstaklega út

doctore 19.7.2011 kl. 12:46

8 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Les betur, Sæmundur: ég sagði "óáhugaverða fjasi um ESB". Ella les ég blogg þitt nokkuð reglulega til að vita hvað þar kann að finnast áhugavert, það væri nú annað hvort miðað við dugnað þinn að pikka inn orðin! T.d. pistillinn um Eyrbyggju. Giska góður.

Sigurður Hreiðar, 19.7.2011 kl. 17:29

9 identicon

Blæjur/búrkur
Samræmist ekki hugmyndum íslendinga um reisn konunnar. Búrka er ekki tákn um trú, búrka er tákn um undirgefni. Hún er ekki velkomin á íslendsku yfirráðasvæði.”
Menn eru í erfiðleikum með þetta í Evrópu vegna gata í stjórnarskránum.
Gott að fá tækifæri að setja þetta inn nú, í nýja stjórnarskrá og taka af öll tvímæli.
Gera hlutina auðveldari hjá löggjafanum.
Annars líst mér vel á uppkastið.  Það er allavega betra en núverandi ástand og ansi vel að verki staðið.

Ólafur Sveinsson 19.7.2011 kl. 18:07

10 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Sigurður ég tók eftir því. En þó þér þyki það sem ég skrifa um ESB vera óáhugavert fjas, finnst mér það ekki. Er heldur ekki viss um að allir lesendur síðunnar minnar séu þér sammála. Hitt er annað mál að mér finnst að of mikið megi af öllu gera. Ég vil skrifa um fleira en ESB og gjarnan fyrir fleiri en þá sem fyrirfram eru sannfærðir á annan hvortn veginn. Útloka heldur ekki að mér snúist hugur varðandi ESB.

Sæmundur Bjarnason, 19.7.2011 kl. 19:34

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ólafur, mér finnst oft áhugavert að ræða trúmál og ýmislegt sem þeim tengist. Þar er þó oft enn meiri ástæða til að fara varlega en þegar ESB er rætt. Ég hef heldur ekki endilega svo mótaðar skoðanir þar. T.d um búrkur. Stjórnarskrádrögin líst mér hinsvegar ágætlega á.

Sæmundur Bjarnason, 19.7.2011 kl. 19:37

12 identicon

En krakkar það er hræsni að tala um búrkur og íslam og sleppa því að tala um biblíu; Biblían segir að konur eigi að halda kjafti, hlusta á karla, þær geta varla verið fórnarlömb nauðgana.. biblían fer fram á að þær verði myrtar ef þeim er nauðgað, að þær verði að giftast nauðgara.
Þrælasöluverðlisti biblíu sem nær frá kornabörnum og uppúr, þar eru konur varla hálfvirði á við karla. Og það "besta", kóran er unninn upp úr biblíu; Að mjög mörgu leiri eru bækurnar algerlega eins, sami hryllingur og viðbjóður.
Menn hafa einfaldlega dissað stóran hluta biblíu... alveg eins og menn framtíðarinnar munu algerlega dissa báðar bækur sem vesælar bækur þrælahaldara.
Fact

DoctorE 19.7.2011 kl. 20:40

13 identicon

DoctorPhil. Sem trúlaus maður er ég ekki mikið fyrir trúarrit. Ég kom ínn á þetta stóra mál, með burkur vegna þeirrar umræðu sem er um stjórnarskrárnna. Þar af leiðir kom ég inn á þetta með reisn kvenna og hafði ekkert í sjálfum sér með gamla textamentið né kóraninn.

Reyndar er það þannig að það finnst ekki stafkrókur í Kóraninum um búrkur eða aðrar niðurlægjandi andlitsgrímur. (Útgáfa Helga Hálfdánrsonar 2003)
'Eg lofa þér Sæmundur fóstri að minnast ekki frekar á trúmál, nema þú byðir upp á það.

Ólafur Sveinsson 20.7.2011 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband